Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi?

Ingibjörg Gunnarsdóttir

DHEA eða Dehydroepiandrosterone er forveri að minnsta kosti tveggja hormóna; testósteróns og estradíol. Það hefur verið auglýst sem "youth hormone" af því að það er í hámarki þegar við erum ung. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fylgni milli DHEA og aukins krafts, betri heilsu og hraustleika 40 ára manna, en það var aukning í virkni "insulin like growth factor" (IGF-I) sem hafði þessi áhrif á líkamlega og andlega líðan mannanna (án breytinga á kynhvöt).

Ekki hefur tekist að sýna fram á að DHEA sé anabólískt (vöðvauppbyggjandi) efni. Neysla á DHEA getur haft það í för með sér að óæskilegar afleiður af testósteróni myndast í líkamanum, svo sem dehydrotestósterón, sem hefur fylgni við eplalaga vöxt, sem aftur er áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, stækkun blöðruhálskirtils og bólumyndun.

Langtímaáhrif DHEA-inntöku hafa ekki verið rannsökuð og hugsanlegar aukaverkanir gætu verið bólur, óæskilegur hárvöxtur, pirringur og hraður hjartsláttur. Ekki er mælt með notkun DHEA fyrr en áhættan hefur verið metin og kostir efnisins staðfestir. Efnið er víða á bannlista og meðal annars hér á landi vegna þessa.

Höfundur

Ingibjörg Gunnarsdóttir

prófessor í næringarfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.3.2001

Spyrjandi

Örn Steinar Marinósson 

Tilvísun

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2001, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1416.

Ingibjörg Gunnarsdóttir. (2001, 23. mars). Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1416

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2001. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1416>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi?
DHEA eða Dehydroepiandrosterone er forveri að minnsta kosti tveggja hormóna; testósteróns og estradíol. Það hefur verið auglýst sem "youth hormone" af því að það er í hámarki þegar við erum ung. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fylgni milli DHEA og aukins krafts, betri heilsu og hraustleika 40 ára manna, en það var aukning í virkni "insulin like growth factor" (IGF-I) sem hafði þessi áhrif á líkamlega og andlega líðan mannanna (án breytinga á kynhvöt).

Ekki hefur tekist að sýna fram á að DHEA sé anabólískt (vöðvauppbyggjandi) efni. Neysla á DHEA getur haft það í för með sér að óæskilegar afleiður af testósteróni myndast í líkamanum, svo sem dehydrotestósterón, sem hefur fylgni við eplalaga vöxt, sem aftur er áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, stækkun blöðruhálskirtils og bólumyndun.

Langtímaáhrif DHEA-inntöku hafa ekki verið rannsökuð og hugsanlegar aukaverkanir gætu verið bólur, óæskilegur hárvöxtur, pirringur og hraður hjartsláttur. Ekki er mælt með notkun DHEA fyrr en áhættan hefur verið metin og kostir efnisins staðfestir. Efnið er víða á bannlista og meðal annars hér á landi vegna þessa....