Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig stendur á því að sólstafir eru ekki allir lóðréttir, heldur eins og blævængur á hvolfi?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Sólstafir myndast þegar sólin skín gegnum göt í skýjaþykkninu og geislar hennar ná að lýsa upp loftið í samanburði við dekkri bakgrunn. Af þessu leiðir að stefna þeirra er beint frá sól. Hér á norðurslóð eru þeir því aldrei lóðréttir heldur getur frávik þeirra frá láréttu mest orðið um 50° á Suðurlandi en nokkrum gráðum minna á Norðurlandi.

Sólin er svo langt í burtu að sólstafir og sólargeislar eru allir samsíða. Sólstafir sýnast mynda blævæng eins og spyrjandi segir og það stafar af þrívíddaráhrifum (perspektífi), samanber að beinn og jafnbreiður vegur framundan sýnist mjókka. Margir kannast við þetta af alls konar myndum. Sólstafirnir stefna í rauninni allir frá einum punkti á himninum, punktinum þar sem sólin væri ef við sæjum hana en það gerum við sjaldnast þegar sólstafir eru á lofti.

Vissulega getur komið fyrir að einn sólstafurinn virðist lóðréttur við fyrstu sýn. Þegar betur er að gáð sjáum við þó einnig að hann sýnist breikka niður á við. Þetta er líkast því að stigi sem er alls staðar jafnbreiður hallist að húshlið og við horfum á hann þvert á hana. Stiginn virðist þá breikka niður á við alveg eins og sólstafurinn og af nákvæmlega sömu ástæðu.

Sólstafir eru skemmtilegt og snoturt náttúrufyrirbæri sem er ekki erfitt að skilja með svolítilli umhugsun. Við ættum að gefa okkur tíma til að virða þá fyrir okkur og hugleiða þá þegar þeir láta sjá sig. Þeir geta leitt hugann að ýmsum fræðigreinum, svo sem stærðfræði (rúmfræði), eðlisfræði (ljósfræði), stjarnvísindum (ganga og fjarlægð sólar), veðurfræði (eðli lofthjúpsins) og listasögu (perspektífið). Ásamt öðrum hliðstæðum fyrirbærum eru þeir líklega kveikjan að því að okkur er svo tamt að líta á ljósið sem geisla.


Mynd: Golden Gate Photo. Þarna er einnig að finna fleiri fallegar og fróðlegar myndir og nokkurn fróðleik í texta til viðbótar við það sem fram kemur í svarinu hér á undan.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.3.2001

Spyrjandi

Ólafur Guðnason

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig stendur á því að sólstafir eru ekki allir lóðréttir, heldur eins og blævængur á hvolfi?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2001, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1418.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 23. mars). Hvernig stendur á því að sólstafir eru ekki allir lóðréttir, heldur eins og blævængur á hvolfi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1418

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig stendur á því að sólstafir eru ekki allir lóðréttir, heldur eins og blævængur á hvolfi?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2001. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1418>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig stendur á því að sólstafir eru ekki allir lóðréttir, heldur eins og blævængur á hvolfi?
Sólstafir myndast þegar sólin skín gegnum göt í skýjaþykkninu og geislar hennar ná að lýsa upp loftið í samanburði við dekkri bakgrunn. Af þessu leiðir að stefna þeirra er beint frá sól. Hér á norðurslóð eru þeir því aldrei lóðréttir heldur getur frávik þeirra frá láréttu mest orðið um 50° á Suðurlandi en nokkrum gráðum minna á Norðurlandi.

Sólin er svo langt í burtu að sólstafir og sólargeislar eru allir samsíða. Sólstafir sýnast mynda blævæng eins og spyrjandi segir og það stafar af þrívíddaráhrifum (perspektífi), samanber að beinn og jafnbreiður vegur framundan sýnist mjókka. Margir kannast við þetta af alls konar myndum. Sólstafirnir stefna í rauninni allir frá einum punkti á himninum, punktinum þar sem sólin væri ef við sæjum hana en það gerum við sjaldnast þegar sólstafir eru á lofti.

Vissulega getur komið fyrir að einn sólstafurinn virðist lóðréttur við fyrstu sýn. Þegar betur er að gáð sjáum við þó einnig að hann sýnist breikka niður á við. Þetta er líkast því að stigi sem er alls staðar jafnbreiður hallist að húshlið og við horfum á hann þvert á hana. Stiginn virðist þá breikka niður á við alveg eins og sólstafurinn og af nákvæmlega sömu ástæðu.

Sólstafir eru skemmtilegt og snoturt náttúrufyrirbæri sem er ekki erfitt að skilja með svolítilli umhugsun. Við ættum að gefa okkur tíma til að virða þá fyrir okkur og hugleiða þá þegar þeir láta sjá sig. Þeir geta leitt hugann að ýmsum fræðigreinum, svo sem stærðfræði (rúmfræði), eðlisfræði (ljósfræði), stjarnvísindum (ganga og fjarlægð sólar), veðurfræði (eðli lofthjúpsins) og listasögu (perspektífið). Ásamt öðrum hliðstæðum fyrirbærum eru þeir líklega kveikjan að því að okkur er svo tamt að líta á ljósið sem geisla.


Mynd: Golden Gate Photo. Þarna er einnig að finna fleiri fallegar og fróðlegar myndir og nokkurn fróðleik í texta til viðbótar við það sem fram kemur í svarinu hér á undan....