Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Eru til dýr sem hafa innrauða sjón?

Jón Már HalldórssonSvokölluð innrauð sjón (nætursjón) þekkist meðal nokkurra tegunda snáka af ættinni Crotalidae. Þetta eru meðal annars tegundir af ættkvíslunum Sistrutus og Crotalus sem í daglegu tali eru kallaðar skröltormar eða skellinöðrur og fyrirfinnast í Ameríku. Helstu einkenni þessara snáka eru samlæstar hornplötur á halanum sem skrölta ef halinn er hristur. Meðalstærð fullorðinna skröltorma er á bilinu 90 til 120 cm. Þá er helst að finna á eyðimerkursvæðum og graslendi í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Á þessum snákum eru lítil líffæri fyrir neðan augun sem eru nokkurs konar holur þaktar að innan með milljónum hitanema. Hlutverk þessa skynfæris er að greina varmauppstreymi í umhverfi snáksins. Þannig getur hann greint fjarlægð til hlutarins, stærð hans og lögun. Þetta gefur snákum möguleika á að stunda veiðar að næturlagi, þegar sjónskynjunin getur ekki nýst til að greina bráð.

Myndin er fengin af vefsetrinu DesertUSA.com

Viðbót ritstjóra:

Um þetta má lesa meira á íslensku í grein Þorsteins Halldórssonar, "Sjón og sjónhverfingar" hjá Þorsteini Vilhjálmssyni, Undur veraldar, Reykjavík: Heimskringla, 1998, bls. 107-129.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.3.2001

Spyrjandi

Geir Konráð Theodórsson, f. 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til dýr sem hafa innrauða sjón?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2001. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1423.

Jón Már Halldórsson. (2001, 26. mars). Eru til dýr sem hafa innrauða sjón? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1423

Jón Már Halldórsson. „Eru til dýr sem hafa innrauða sjón?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2001. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1423>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til dýr sem hafa innrauða sjón?


Svokölluð innrauð sjón (nætursjón) þekkist meðal nokkurra tegunda snáka af ættinni Crotalidae. Þetta eru meðal annars tegundir af ættkvíslunum Sistrutus og Crotalus sem í daglegu tali eru kallaðar skröltormar eða skellinöðrur og fyrirfinnast í Ameríku. Helstu einkenni þessara snáka eru samlæstar hornplötur á halanum sem skrölta ef halinn er hristur. Meðalstærð fullorðinna skröltorma er á bilinu 90 til 120 cm. Þá er helst að finna á eyðimerkursvæðum og graslendi í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Á þessum snákum eru lítil líffæri fyrir neðan augun sem eru nokkurs konar holur þaktar að innan með milljónum hitanema. Hlutverk þessa skynfæris er að greina varmauppstreymi í umhverfi snáksins. Þannig getur hann greint fjarlægð til hlutarins, stærð hans og lögun. Þetta gefur snákum möguleika á að stunda veiðar að næturlagi, þegar sjónskynjunin getur ekki nýst til að greina bráð.

Myndin er fengin af vefsetrinu DesertUSA.com

Viðbót ritstjóra:

Um þetta má lesa meira á íslensku í grein Þorsteins Halldórssonar, "Sjón og sjónhverfingar" hjá Þorsteini Vilhjálmssyni, Undur veraldar, Reykjavík: Heimskringla, 1998, bls. 107-129....