Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta kakkalakkar flogið?Alls eru þekktar rúmlega 3500 tegundir kakkalakka í heiminum. Kakkalakkar eru meðal frumstæðustu dýra og fundist hafa allt að 350 milljón ára gamlir steingerðir kakkalakkar. Karldýrin eru fleyg og hafa venjulega tvö pör af vængjum en kvendýrin eru oftast vænglaus eða hafa einhvers konar leifar af vængjum og eru því ófleyg. Kjöraðstæður fyrir kakkalakka er myrkur, raki og hiti og eru regnskógarnir við miðbaug jarðar því kjörlendi þeirra. Þeir finnast reyndar mun víðar og meðal annars finnast nokkrar tegundir hér á landi.

Eins og áður er það regla meðal þessa hóps skordýra að karldýrin ein hafa þann hæfileika að fljúga. Sumar tegundir kakkalakka taka á sig löng ferðalög og er tegundin Periplaneta americana gott dæmi um það. Þessi tegund, sem kalla má ameríska kakkalakkann, er 30 til 50 mm á lengd og finnst í regnskógum og tempruðum skógum í Suður- og Norður-Ameríku. Eintak sem merkt var í Mexíkó hefur fundist meira en 1000 km norðar, í miðríkjum Bandaríkjanna.

Myndin er af kvenkyns kakkalakka af ættkvíslinni Periplaneta. Hún er fengin af vefsetri Britannicu

Útgáfudagur

26.3.2001

Spyrjandi

Ari Björn Ólafsson, f. 1989

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta kakkalakkar flogið?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2001. Sótt 23. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1424.

Jón Már Halldórsson. (2001, 26. mars). Geta kakkalakkar flogið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1424

Jón Már Halldórsson. „Geta kakkalakkar flogið?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2001. Vefsíða. 23. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1424>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þórdís Þórðardóttir

1951

Þórdís Þórðardóttir er dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru innan mennta,- menningar og kynjafræða.