Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig myndaðist þessi gífurlega gjá eða hvilft sem er efst á Urðarhálsi?

Sigurður Steinþórsson

Ketillinn mikli á Urðarhálsi við norðvesturrönd Vatnajökuls er talinn vera fallgígur (á ensku pit crater), hinn langstærsti hér á landi. Jarðföll af þessu tagi eru helst kunn frá dyngjunum miklu á Hawaii, þar sem þeim hefur verið rækilega lýst (sjá grein Kristjáns Geirssonar, "Fallgígar", Náttúrufræðingurinn 59 (1989) bls. 93-102). Fallgígar myndast að vissu leyti líkt og öskjur, við það að bergbráð tæmist undan storknu þaki, sem síðar fellur niður. Frægasti og stærsti fallgígurinn á Hawaii heitir Makaopuhi og er í hlíðum dyngjunnar Kilauea, 1,6 km í þvermál. Hann er reyndar samsettur úr tveimur jarðföllum: Fyrst myndaðist fallgígur sem síðar fylltist að hálfu af hrauntjörn. Eftir að hún storknaði varð annað jarðfall við hliðina á hinu fyrra, en að hluta til innan þess, sem einnig hálffylltist af hrauni.

Á Hawaii myndast jarðföll af þessu tagi ýmist yfir gosopinu sjálfu á toppi dyngjunnar, eða yfir frárennslisleiðum í hlíðum hennar, og eru þeir mun algengari. Hér á landi eru fallgígar nánast einskorðaðir við dyngjutoppinn, enda eru íslenskar dyngjur margfalt minni en hinar hawaiísku.

Kristján Geirsson telur að dyngjan Urðarháls hafi myndast á síðasta hlýskeiði, fyrir um 120 þúsund árum. Ketillinn á toppi dyngjunnar er hömrum girtur á alla vegu, aflangur NNA-SSV, 1100 * 900 m að flatarmáli. Dýptina mældi hann með loftþyngdar-hæðarmæli sem 180 ± 5 m. Ketill þessi er langstærsti fallgígur á Íslandi, hinn eini sem er sambærilegur við slíkar myndanir á Hawaii, en annars eru allmörg dæmi um fallgíga á Norðurgosbeltinu, sem Ólafur Jónsson hefur lýst í riti sínu um Ódáðahraun (1945).

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

27.3.2001

Spyrjandi

Helgi Georgsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist þessi gífurlega gjá eða hvilft sem er efst á Urðarhálsi?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2001. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1426.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 27. mars). Hvernig myndaðist þessi gífurlega gjá eða hvilft sem er efst á Urðarhálsi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1426

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist þessi gífurlega gjá eða hvilft sem er efst á Urðarhálsi?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2001. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1426>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndaðist þessi gífurlega gjá eða hvilft sem er efst á Urðarhálsi?
Ketillinn mikli á Urðarhálsi við norðvesturrönd Vatnajökuls er talinn vera fallgígur (á ensku pit crater), hinn langstærsti hér á landi. Jarðföll af þessu tagi eru helst kunn frá dyngjunum miklu á Hawaii, þar sem þeim hefur verið rækilega lýst (sjá grein Kristjáns Geirssonar, "Fallgígar", Náttúrufræðingurinn 59 (1989) bls. 93-102). Fallgígar myndast að vissu leyti líkt og öskjur, við það að bergbráð tæmist undan storknu þaki, sem síðar fellur niður. Frægasti og stærsti fallgígurinn á Hawaii heitir Makaopuhi og er í hlíðum dyngjunnar Kilauea, 1,6 km í þvermál. Hann er reyndar samsettur úr tveimur jarðföllum: Fyrst myndaðist fallgígur sem síðar fylltist að hálfu af hrauntjörn. Eftir að hún storknaði varð annað jarðfall við hliðina á hinu fyrra, en að hluta til innan þess, sem einnig hálffylltist af hrauni.

Á Hawaii myndast jarðföll af þessu tagi ýmist yfir gosopinu sjálfu á toppi dyngjunnar, eða yfir frárennslisleiðum í hlíðum hennar, og eru þeir mun algengari. Hér á landi eru fallgígar nánast einskorðaðir við dyngjutoppinn, enda eru íslenskar dyngjur margfalt minni en hinar hawaiísku.

Kristján Geirsson telur að dyngjan Urðarháls hafi myndast á síðasta hlýskeiði, fyrir um 120 þúsund árum. Ketillinn á toppi dyngjunnar er hömrum girtur á alla vegu, aflangur NNA-SSV, 1100 * 900 m að flatarmáli. Dýptina mældi hann með loftþyngdar-hæðarmæli sem 180 ± 5 m. Ketill þessi er langstærsti fallgígur á Íslandi, hinn eini sem er sambærilegur við slíkar myndanir á Hawaii, en annars eru allmörg dæmi um fallgíga á Norðurgosbeltinu, sem Ólafur Jónsson hefur lýst í riti sínu um Ódáðahraun (1945)....