Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvernig verður ölkelduvatn til?

Sigurður Steinþórsson

Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3--) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hérlent ölkelduvatn undir 100 stiga hita telur Stefán Arnórsson í ofannefndri grein rétt að setja mörkin við 0,3 grömm/lítra. Styrkurinn í Rauðamelsölkeldu er 0,62 g/l.

Hér á landi eru ölkeldur langflestar á Snæfellsnesi, oftast kaldar. Hins vegar er ölkelduvatn víðar að finna, til dæmis við Leirá í Borgarfirði, Klausturhóla í Grímsnesi, Þveit í Hornafirði og á Ölkelduhálsi í Hengli.

Í fyrsta lagi hefur útstreymi CO2 löngum verið tengt kulnandi eldvirkni, bæði erlendis og hér á landi, svo sem í lok Heklugossins 1947 og í Kröflueldum. Í þeim tilvikum er talið að gufan sé upprunnin í grunnstæðum kólnandi kvikuinnskotum. Sama mun eiga við um ölkeldur á háhitasvæðum, en uppspretta orkunnar þar er talin vera kólnandi kvika. Slíku er hins vegar ekki til að dreifa á Snæfellsnesi, þar sem eldvirkni í Hnappadal lauk fyrir að minnsta kosti 1000 árum, og sennilega að mestu fyrir 3-4000 árum.

Í öðru lagi sýna rannsóknir að vatnið í ölkeldunum á Snæfellsnesi er staðbundið regnvatn, sem sigið hefur misdjúpt niður í berggrunninn áður en það kom upp aftur. Hins vegar dugir þetta ekki til fulls sem skýring því að kolsýran hlýtur að vera af annarri rót. Hér á landi er engum bergtegundum til að dreifa sem gætu gefið af sér kolsýru í miklu magni en sums staðar erlendis leysir kolsúrt grunnvatn upp kalkstein þannig að koltvísýringur myndast í lausninni.

Þess vegna er þriðja skýringin sennilegust, að kolsýran í ölkeldum á Snæfellsnesi eigi rætur á miklu dýpi, miklu neðar en grunnvatn berst (~3 km), annað hvort í djúpstæðri, storknandi kviku eða í jarðmöttlinum sjálfum — kannski á 10-30 km dýpi. Þannig eru ölkeldurnar til vitnis um afloftun jarðar, þar sem CO2 berst upp um hið VNV-læga sprungukerfi sem einkennir eldvirkni á Snæfellsnesi síðustu milljón árin eða svo.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

27.3.2001

Spyrjandi

Andri Helgason, f. 1988

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig verður ölkelduvatn til?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2001. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1427.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 27. mars). Hvernig verður ölkelduvatn til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1427

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig verður ölkelduvatn til?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2001. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1427>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verður ölkelduvatn til?
Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3--) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hérlent ölkelduvatn undir 100 stiga hita telur Stefán Arnórsson í ofannefndri grein rétt að setja mörkin við 0,3 grömm/lítra. Styrkurinn í Rauðamelsölkeldu er 0,62 g/l.

Hér á landi eru ölkeldur langflestar á Snæfellsnesi, oftast kaldar. Hins vegar er ölkelduvatn víðar að finna, til dæmis við Leirá í Borgarfirði, Klausturhóla í Grímsnesi, Þveit í Hornafirði og á Ölkelduhálsi í Hengli.

Í fyrsta lagi hefur útstreymi CO2 löngum verið tengt kulnandi eldvirkni, bæði erlendis og hér á landi, svo sem í lok Heklugossins 1947 og í Kröflueldum. Í þeim tilvikum er talið að gufan sé upprunnin í grunnstæðum kólnandi kvikuinnskotum. Sama mun eiga við um ölkeldur á háhitasvæðum, en uppspretta orkunnar þar er talin vera kólnandi kvika. Slíku er hins vegar ekki til að dreifa á Snæfellsnesi, þar sem eldvirkni í Hnappadal lauk fyrir að minnsta kosti 1000 árum, og sennilega að mestu fyrir 3-4000 árum.

Í öðru lagi sýna rannsóknir að vatnið í ölkeldunum á Snæfellsnesi er staðbundið regnvatn, sem sigið hefur misdjúpt niður í berggrunninn áður en það kom upp aftur. Hins vegar dugir þetta ekki til fulls sem skýring því að kolsýran hlýtur að vera af annarri rót. Hér á landi er engum bergtegundum til að dreifa sem gætu gefið af sér kolsýru í miklu magni en sums staðar erlendis leysir kolsúrt grunnvatn upp kalkstein þannig að koltvísýringur myndast í lausninni.

Þess vegna er þriðja skýringin sennilegust, að kolsýran í ölkeldum á Snæfellsnesi eigi rætur á miklu dýpi, miklu neðar en grunnvatn berst (~3 km), annað hvort í djúpstæðri, storknandi kviku eða í jarðmöttlinum sjálfum — kannski á 10-30 km dýpi. Þannig eru ölkeldurnar til vitnis um afloftun jarðar, þar sem CO2 berst upp um hið VNV-læga sprungukerfi sem einkennir eldvirkni á Snæfellsnesi síðustu milljón árin eða svo....