Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Getur "jaði" (á ensku jade) myndast á Íslandi?

Sigurður Steinþórsson

Jaði er samheiti steinefnis sem er eftirsótt ýmist sem skrautsteinn eða til útskurðar. Um er að ræða tvær fölgrænar steindir, jaðeít og nefrít. Fyrrnefnda steindin er af flokki pýroxena, samsetning NaAlSi2O6, en hin síðarnefnda er sérlega hart og massíft afbrigði af aktinólíti, af flokki amfibóla (samsetning Ca2(Mg,Fe+2)5[Si8O22](OH,F)2 ).

Bæði jaðeít og nefrít eru myndbreytingarsteindir og einkennandi fyrir háan þrýsting og fremur lágt hitastig, aðstæður sem einkum verða á niðurstreymisbeltum jarðar, þar sem hafsbotnsskorpa „steypist niður“ í jarðmöttulinn og ber með sér yfirborðsberg sem umkristallast við háan þrýsting. Slíkar aðstæður eru nú við vesturströnd Ameríku, í Eyjahafi, og við austurstrendur Asíu, svo dæmi séu nefnd.

Hér á landi eru aðstæður hins vegar eins fjarri þessu og framast má verða, því að hér er hafsbotnsskorpa að myndast en ekki eyðast, hér er jarðhitastigull mjög hár (það er hátt hitastig við tiltölulega lágan þrýsting). Svarið er því það, að jaði geti ekki myndast á Íslandi.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

27.3.2001

Spyrjandi

Kristján Heiðar Jóhannsson

Efnisorð

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Getur "jaði" (á ensku jade) myndast á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2001. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1428.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 27. mars). Getur "jaði" (á ensku jade) myndast á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1428

Sigurður Steinþórsson. „Getur "jaði" (á ensku jade) myndast á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2001. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1428>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur "jaði" (á ensku jade) myndast á Íslandi?
Jaði er samheiti steinefnis sem er eftirsótt ýmist sem skrautsteinn eða til útskurðar. Um er að ræða tvær fölgrænar steindir, jaðeít og nefrít. Fyrrnefnda steindin er af flokki pýroxena, samsetning NaAlSi2O6, en hin síðarnefnda er sérlega hart og massíft afbrigði af aktinólíti, af flokki amfibóla (samsetning Ca2(Mg,Fe+2)5[Si8O22](OH,F)2 ).

Bæði jaðeít og nefrít eru myndbreytingarsteindir og einkennandi fyrir háan þrýsting og fremur lágt hitastig, aðstæður sem einkum verða á niðurstreymisbeltum jarðar, þar sem hafsbotnsskorpa „steypist niður“ í jarðmöttulinn og ber með sér yfirborðsberg sem umkristallast við háan þrýsting. Slíkar aðstæður eru nú við vesturströnd Ameríku, í Eyjahafi, og við austurstrendur Asíu, svo dæmi séu nefnd.

Hér á landi eru aðstæður hins vegar eins fjarri þessu og framast má verða, því að hér er hafsbotnsskorpa að myndast en ekki eyðast, hér er jarðhitastigull mjög hár (það er hátt hitastig við tiltölulega lágan þrýsting). Svarið er því það, að jaði geti ekki myndast á Íslandi.

...