Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sjá apar í lit?

Jón Már Halldórsson

Apar eru skógardýr. Til að greina í sundur ávexti frá laufskrúða í trjám er nauðsynlegt að hafa yfir að ráða sjónskynjun sem greinir liti. Nýlegar rannsóknir bandarískra vísindamanna hafa staðfest þetta samkvæmt grein frá síðasta ári í hinu virta vísindatímariti Nature. Prímatar eru einu spendýrin sem vitað er til að hafi þrjár tegundir ljósnema (keilna) í sjónhimnu, en keilur eru forsendur litaskyns. Prímatar hafa því svokallað þrílitaskyn og greina rauðan, grænan og bláan lit.

Nánar er hægt að segja að hver þessara þriggja gerða keilna innihaldi prótín sem kallast iodopsin eða ljóspurpuri. Hver gerð um sig getur aðeins gleypt hluta af litrófinu, það er tilteknar bylgjulengdir ljóss, og er næmust fyrir einni tiltekinni bylgjulengd. Hjá prímötum, að mönnum meðtöldum, liggur þessi hámarksnæmi í 419 nanómetrum (nm), 531 nm og 559 nm. Heilinn breytir síðan þessum boðum frá keilunum í litasjónskynjun.

Vísindamenn hallast að þeirri skoðun að þessi litaskynjun prímata hafi þróast vegna þess að litaskynjun sé og hafi verið lífsnauðsynleg öpum til að finna skærlitaða ávexti í þykku laufþykkni skóganna. Athuganir á litblindu fólki styðja þessa kenningu, þar sem þetta fólk á erfitt með að greina ávexti í grænum laufskrúða en fólki með fullt þrílitaskyn reynist þetta leikur einn.

Einnig er bent á svör um skyld efni:

Hvaða dýr sjá liti rétt?

Af hverju sjá hestar í svart-hvítu?

Hvað getur mannsaugað greint marga liti?

Heimildir:

David Adam, "Lifelines: Monkey see", vefritið Nature Science Update, 21. júní 2000.

Myndin sýnir gibbon-apa frá Suður-Asíu. Hún er fengin af vefsetri Britannicu.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.3.2001

Spyrjandi

Sveinn Gauti Einarsson

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Sjá apar í lit?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2001, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1429.

Jón Már Halldórsson. (2001, 27. mars). Sjá apar í lit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1429

Jón Már Halldórsson. „Sjá apar í lit?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2001. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1429>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sjá apar í lit?

Apar eru skógardýr. Til að greina í sundur ávexti frá laufskrúða í trjám er nauðsynlegt að hafa yfir að ráða sjónskynjun sem greinir liti. Nýlegar rannsóknir bandarískra vísindamanna hafa staðfest þetta samkvæmt grein frá síðasta ári í hinu virta vísindatímariti Nature. Prímatar eru einu spendýrin sem vitað er til að hafi þrjár tegundir ljósnema (keilna) í sjónhimnu, en keilur eru forsendur litaskyns. Prímatar hafa því svokallað þrílitaskyn og greina rauðan, grænan og bláan lit.

Nánar er hægt að segja að hver þessara þriggja gerða keilna innihaldi prótín sem kallast iodopsin eða ljóspurpuri. Hver gerð um sig getur aðeins gleypt hluta af litrófinu, það er tilteknar bylgjulengdir ljóss, og er næmust fyrir einni tiltekinni bylgjulengd. Hjá prímötum, að mönnum meðtöldum, liggur þessi hámarksnæmi í 419 nanómetrum (nm), 531 nm og 559 nm. Heilinn breytir síðan þessum boðum frá keilunum í litasjónskynjun.

Vísindamenn hallast að þeirri skoðun að þessi litaskynjun prímata hafi þróast vegna þess að litaskynjun sé og hafi verið lífsnauðsynleg öpum til að finna skærlitaða ávexti í þykku laufþykkni skóganna. Athuganir á litblindu fólki styðja þessa kenningu, þar sem þetta fólk á erfitt með að greina ávexti í grænum laufskrúða en fólki með fullt þrílitaskyn reynist þetta leikur einn.

Einnig er bent á svör um skyld efni:

Hvaða dýr sjá liti rétt?

Af hverju sjá hestar í svart-hvítu?

Hvað getur mannsaugað greint marga liti?

Heimildir:

David Adam, "Lifelines: Monkey see", vefritið Nature Science Update, 21. júní 2000.

Myndin sýnir gibbon-apa frá Suður-Asíu. Hún er fengin af vefsetri Britannicu....