Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?

Páll Hersteinsson (1951-2011)

Þrjár tegundir sebrahesta eru til um þessar mundir. Það eru greifasebra (á ensku Grevy's zebra, á latínu Equus grevyi), fjallasebra (á ensku Mountain zebra, á latínu Equus zebra) og sléttusebra (á ensku Burchell's zebra, á latínu Equus burchelli). Allar eru þessar tegundir bundnar við Afríku. Yfirleitt er talað um að sebrahestar séu hvítir með svörtum röndum en ekki öfugt. Skal það útskýrt nánar.

Greifasebran er með hvítan kvið. Rendurnar eru mjóar og þéttar og liggja lóðrétt frá hrygg og niður eftir síðum en mjókka og hverfa þegar þær nálgast kviðinn. Það er af þessum sökum sem manni finnst dýrið vera með svörtum rákum á hvítum grunni. Á lendum og fótleggjum liggja rákirnar lárétt og ná alveg niður undir hófa. Greifasebran er stærst sebrahesta, vegur á bilinu 350-450 kg og er þar með stærsta villta tegundin af ættkvíslinni Equus, sem asnar og hestar teljast einnig til. Útbreiðslusvæði hennar er í Suður- og Austur-Eþíópíu, Sómalíu og norðurhluta Kenýa.

Fjallasebran er lík greifasebrunni að því leyti að hún er með hvítan kvið og því virðist hún hafa svartar rákir á hvítum grunni. Rákirnar eru mjóar á síðunni og ná neðar á kviðinn en á greifasebrunni. Rákirnar á á lendum og fótleggjum eru láréttar og allbreiðar á lærum og lendum. Útbreiðslusvæði fjallasebrunnar er í sunnanverðri Afríku, frá Suðvestur-Angóla til suðurhuta Suður-Afríku. Þyngdin er 240-370 kg.

Sléttusebran er breytilegust sebrahestanna enda er útbreiðslusvæði tegundarinnar mest, það er frá suðurhluta Eþíópíu til Mið-Angóla og austurhluta Suður-Afríku. Þyngdin er 175-385 kg. Bæði hvítu og svörtu rákirnar eru mun breiðari en á hinum tegundunum tveimur og sums staðar myndast einhvers konar skuggalína á breiðustu hvítu rákunum. Ólíkt hinum tegundunum ná dökku rákirnar alveg að miðlínu á kviði. Rákirnar dofna yfirleitt eftir því sem neðar dregur á fótleggi og er það algengara syðst á útbreiðslusvæðinu þar sem oft má sjá sléttusebra sem eru með nánast hvíta fótleggi.

Af fyrrgreindum ástæðum túlkum við dökku fletina sem rákir á hvítum bakgrunni. Þó eru dæmi um að litasamsetningin snúist við þannig að dýrin virðist svört með hvítum rákum. Þessi dýr eru eins og "negatív" mynd af sebrahesti og leikur þá enginn vafi á að dýrið er með hvítar rákir á dökkum bakgrunni. Þá eru þess einnig dæmi meðal sléttusebra að útlínur svörtu rákanna verða óreglulegar og ná rákirnar þá næstum saman. Þegar við bætist að sléttusebrur eru oft með nánast hvíta fótleggi, virðast viðkomandi dýr stundum vera svört að ofan og hvít að neðan þegar horft er á þau úr fjarska.

Sjá einnig svar Jóns Más Halldórssonar Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?

Höfundur

Páll Hersteinsson (1951-2011)

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

25.2.2000

Spyrjandi

Brynja Bjarnadóttir

Tilvísun

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2000, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=143.

Páll Hersteinsson (1951-2011). (2000, 25. febrúar). Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=143

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2000. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=143>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?
Þrjár tegundir sebrahesta eru til um þessar mundir. Það eru greifasebra (á ensku Grevy's zebra, á latínu Equus grevyi), fjallasebra (á ensku Mountain zebra, á latínu Equus zebra) og sléttusebra (á ensku Burchell's zebra, á latínu Equus burchelli). Allar eru þessar tegundir bundnar við Afríku. Yfirleitt er talað um að sebrahestar séu hvítir með svörtum röndum en ekki öfugt. Skal það útskýrt nánar.

Greifasebran er með hvítan kvið. Rendurnar eru mjóar og þéttar og liggja lóðrétt frá hrygg og niður eftir síðum en mjókka og hverfa þegar þær nálgast kviðinn. Það er af þessum sökum sem manni finnst dýrið vera með svörtum rákum á hvítum grunni. Á lendum og fótleggjum liggja rákirnar lárétt og ná alveg niður undir hófa. Greifasebran er stærst sebrahesta, vegur á bilinu 350-450 kg og er þar með stærsta villta tegundin af ættkvíslinni Equus, sem asnar og hestar teljast einnig til. Útbreiðslusvæði hennar er í Suður- og Austur-Eþíópíu, Sómalíu og norðurhluta Kenýa.

Fjallasebran er lík greifasebrunni að því leyti að hún er með hvítan kvið og því virðist hún hafa svartar rákir á hvítum grunni. Rákirnar eru mjóar á síðunni og ná neðar á kviðinn en á greifasebrunni. Rákirnar á á lendum og fótleggjum eru láréttar og allbreiðar á lærum og lendum. Útbreiðslusvæði fjallasebrunnar er í sunnanverðri Afríku, frá Suðvestur-Angóla til suðurhuta Suður-Afríku. Þyngdin er 240-370 kg.

Sléttusebran er breytilegust sebrahestanna enda er útbreiðslusvæði tegundarinnar mest, það er frá suðurhluta Eþíópíu til Mið-Angóla og austurhluta Suður-Afríku. Þyngdin er 175-385 kg. Bæði hvítu og svörtu rákirnar eru mun breiðari en á hinum tegundunum tveimur og sums staðar myndast einhvers konar skuggalína á breiðustu hvítu rákunum. Ólíkt hinum tegundunum ná dökku rákirnar alveg að miðlínu á kviði. Rákirnar dofna yfirleitt eftir því sem neðar dregur á fótleggi og er það algengara syðst á útbreiðslusvæðinu þar sem oft má sjá sléttusebra sem eru með nánast hvíta fótleggi.

Af fyrrgreindum ástæðum túlkum við dökku fletina sem rákir á hvítum bakgrunni. Þó eru dæmi um að litasamsetningin snúist við þannig að dýrin virðist svört með hvítum rákum. Þessi dýr eru eins og "negatív" mynd af sebrahesti og leikur þá enginn vafi á að dýrið er með hvítar rákir á dökkum bakgrunni. Þá eru þess einnig dæmi meðal sléttusebra að útlínur svörtu rákanna verða óreglulegar og ná rákirnar þá næstum saman. Þegar við bætist að sléttusebrur eru oft með nánast hvíta fótleggi, virðast viðkomandi dýr stundum vera svört að ofan og hvít að neðan þegar horft er á þau úr fjarska.

Sjá einnig svar Jóns Más Halldórssonar Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?...