Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hver er árásargjarnastur hunda?

Jón Már Halldórsson

Hundurinn (Canis familiaris) er vinsælasta gæludýr mannsins ásamt heimiliskettinum. Hundurinn er þó oft ekki aðeins gæludýr heldur gegnir hann öðrum hlutverkum í þágu mannsins, svo sem smölun, hjarðgæslu, ýmiss konar aðstoð við veiðar og sömuleiðis verndun og vörnum. Í rúm 12 þúsund ár hefur hann verið veiðifélagi, verndari og félagi mannsins í mörgum ólíkum menningarsamfélögum. Í dag eru til meira en 400 ræktunarafbrigði.

Doberman.

Yfirleitt eru það samverkandi þættir eins og umhverfi og uppeldi hundsins sem eru helstu orsakir árásarhneigðar. Sumir hundar eru þjálfaðir til árása en aðrir eru einfaldlega illa upp aldir. Þó verðum við að hafa það hugfast að stutt er í úlfinn í hverjum hundi, þrátt fyrir allan þann tíma sem hann hefur lifað í nánu sambýli við okkur mennina. Flestir hundar sýna tilburði til árása þegar þeim mislíkar eitthvað, eins og til dæmis þegar tveir karlhundar berjast um hylli tíkur sem er á lóðaríi. Sérfræðingar á sviði uppeldistækni hunda telja að rekja megi orsakir árásarhneigðar hunda í fyrsta lagi til eðlis þeirra og í öðru lagi til uppeldis. Ennfremur hafa þeir nefnt eftirfarandi þætti sem áhrifavalda í þessu sambandi:
 • Valdabarátta á heimili
 • Hræðsla
 • Annar hundur (oftast af sama kyni)
 • Sjálfsvarnarviðbrögð
 • Ráneðli
 • Leikir
 • Verndun afkvæma

Bullmastiff.

Nokkur afbrigði hunda hafa verið ræktuð sérstaklega til að gegna því hlutverki að verja eigur eða jafnvel til árása. Uppeldisaðferðir slíkra hunda eru mjög ólíkar þeim sem fólk á að venjast með hinn hefðbundna heimilishund. Víða um heim njóta hinir þýsk-ættuðu fjárhundar eða Schäfer-hundar vinsælda við öryggisstörf bæði hjá her og lögreglu. Önnur afbrigði eins og Bullmastiff, Doberman Pinscher og Rotweiler hafa einnig verið mikið notuð til að sinna slíkum hlutverkum. Þessir hundar hafa marga kosti til að bera, meðal annars sterka líkamsbyggingu, enda hafa þeir verið markvisst ræktaðir með þessa eiginleika í huga. En það er andlega uppeldið sem er mótandi fyrir þessa hunda, líkt og aðra, og eru þeir einnig vinsælir heimilishundar víða um heim. Sérstaklega á það við Schäfer-hundana sem geta orðið ljúfir heimilishundar, eins og hvert annað afbrigði hunda, með réttu uppeldi.

Ef benda á á eitt tiltekið afbrigði hunda sem hið árásargjarnasta liggur svarið ekki á lausu. Einfaldast væri að benda á ofangreind ræktunarafbrigði en vegna fyrrgreindra ástæðna eru hlutirnir ekki svo einfaldir. Litlu máli skiptir hvort um er að ræða lítinn púðluhund eða stórvaxinn Schäfer-hund; það er jafn stutt í úlfinn hjá þeim báðum og uppeldi viðkomandi dýrs ræður úrslitum um hegðunina.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.3.2001

Spyrjandi

Aron Leifsson

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er árásargjarnastur hunda?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2001. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1439.

Jón Már Halldórsson. (2001, 29. mars). Hver er árásargjarnastur hunda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1439

Jón Már Halldórsson. „Hver er árásargjarnastur hunda?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2001. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1439>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er árásargjarnastur hunda?
Hundurinn (Canis familiaris) er vinsælasta gæludýr mannsins ásamt heimiliskettinum. Hundurinn er þó oft ekki aðeins gæludýr heldur gegnir hann öðrum hlutverkum í þágu mannsins, svo sem smölun, hjarðgæslu, ýmiss konar aðstoð við veiðar og sömuleiðis verndun og vörnum. Í rúm 12 þúsund ár hefur hann verið veiðifélagi, verndari og félagi mannsins í mörgum ólíkum menningarsamfélögum. Í dag eru til meira en 400 ræktunarafbrigði.

Doberman.

Yfirleitt eru það samverkandi þættir eins og umhverfi og uppeldi hundsins sem eru helstu orsakir árásarhneigðar. Sumir hundar eru þjálfaðir til árása en aðrir eru einfaldlega illa upp aldir. Þó verðum við að hafa það hugfast að stutt er í úlfinn í hverjum hundi, þrátt fyrir allan þann tíma sem hann hefur lifað í nánu sambýli við okkur mennina. Flestir hundar sýna tilburði til árása þegar þeim mislíkar eitthvað, eins og til dæmis þegar tveir karlhundar berjast um hylli tíkur sem er á lóðaríi. Sérfræðingar á sviði uppeldistækni hunda telja að rekja megi orsakir árásarhneigðar hunda í fyrsta lagi til eðlis þeirra og í öðru lagi til uppeldis. Ennfremur hafa þeir nefnt eftirfarandi þætti sem áhrifavalda í þessu sambandi:
 • Valdabarátta á heimili
 • Hræðsla
 • Annar hundur (oftast af sama kyni)
 • Sjálfsvarnarviðbrögð
 • Ráneðli
 • Leikir
 • Verndun afkvæma

Bullmastiff.

Nokkur afbrigði hunda hafa verið ræktuð sérstaklega til að gegna því hlutverki að verja eigur eða jafnvel til árása. Uppeldisaðferðir slíkra hunda eru mjög ólíkar þeim sem fólk á að venjast með hinn hefðbundna heimilishund. Víða um heim njóta hinir þýsk-ættuðu fjárhundar eða Schäfer-hundar vinsælda við öryggisstörf bæði hjá her og lögreglu. Önnur afbrigði eins og Bullmastiff, Doberman Pinscher og Rotweiler hafa einnig verið mikið notuð til að sinna slíkum hlutverkum. Þessir hundar hafa marga kosti til að bera, meðal annars sterka líkamsbyggingu, enda hafa þeir verið markvisst ræktaðir með þessa eiginleika í huga. En það er andlega uppeldið sem er mótandi fyrir þessa hunda, líkt og aðra, og eru þeir einnig vinsælir heimilishundar víða um heim. Sérstaklega á það við Schäfer-hundana sem geta orðið ljúfir heimilishundar, eins og hvert annað afbrigði hunda, með réttu uppeldi.

Ef benda á á eitt tiltekið afbrigði hunda sem hið árásargjarnasta liggur svarið ekki á lausu. Einfaldast væri að benda á ofangreind ræktunarafbrigði en vegna fyrrgreindra ástæðna eru hlutirnir ekki svo einfaldir. Litlu máli skiptir hvort um er að ræða lítinn púðluhund eða stórvaxinn Schäfer-hund; það er jafn stutt í úlfinn hjá þeim báðum og uppeldi viðkomandi dýrs ræður úrslitum um hegðunina.

Myndir:

...