Sólin Sólin Rís 06:05 • sest 20:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:45 • Síðdegis: 21:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:36 • Síðdegis: 14:49 í Reykjavík

Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?

Ívar Daði Þorvaldsson

„Gunnarshólmi“ er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845). Ljóðið birtist fyrst í Fjölni árið 1838. Þriðja þríhenda ljóðsins er svona:

Beljandi foss við hamrabúann hjalar

á hengiflugi undir jökulrótum,

þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar.

Frosti og Fjalar eru dvergar sem koma fyrir í svokölluðu dvergatali í Völuspá. Erindi 10-16 í Völuspá teljast til dvergatalsins. Frosti og Fjalar koma við sögu í 16. erindinu:

Álfur og Yngvi,

Eikinskjaldi,

Fjalar og Frosti,

Finnur og Ginnar;

það mun upp

meðan öld lifir,

langniðja tal

Lofars hafað.

Jónas hefur þetta að segja um kvæðið:

Sunnan á Íslandi, í héraði því sem gengur upp af Landeyjum, millum Eyjafjalla og Fljótshlíðar, er allmikið sléttlendi, og hefir fyrrum verið grasi gróið, en er nú nálega allt komið undir eyrar og sanda af vatnagangi. Á einum stað þar á söndunum, fyrir austan Þverá stendur eftir grænn reitur óbrotinn, og kallaður Gunnarshólmi, því það er enn sögn manna, að þar hafi Gunnar frá Hlíðarenda snúið aftur, þegar þeir bræður riðu til skips, eins og alkunnugt er af Njálu. Þetta er tilefni til smákvæðis þess, sem hér er prentað neðan við.

Kvæðið í heild sinni, ásamt inngangi Jónasar, má sjá hér. Ekki er víst að menn taki undir þau orð Jónasar að „Gunnarshólmi“ sé smákvæði!

Heimildir og mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.12.2010

Spyrjandi

María Bjarkadóttir

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2010. Sótt 12. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=14408.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 10. desember). Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=14408

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2010. Vefsíða. 12. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=14408>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?
„Gunnarshólmi“ er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845). Ljóðið birtist fyrst í Fjölni árið 1838. Þriðja þríhenda ljóðsins er svona:

Beljandi foss við hamrabúann hjalar

á hengiflugi undir jökulrótum,

þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar.

Frosti og Fjalar eru dvergar sem koma fyrir í svokölluðu dvergatali í Völuspá. Erindi 10-16 í Völuspá teljast til dvergatalsins. Frosti og Fjalar koma við sögu í 16. erindinu:

Álfur og Yngvi,

Eikinskjaldi,

Fjalar og Frosti,

Finnur og Ginnar;

það mun upp

meðan öld lifir,

langniðja tal

Lofars hafað.

Jónas hefur þetta að segja um kvæðið:

Sunnan á Íslandi, í héraði því sem gengur upp af Landeyjum, millum Eyjafjalla og Fljótshlíðar, er allmikið sléttlendi, og hefir fyrrum verið grasi gróið, en er nú nálega allt komið undir eyrar og sanda af vatnagangi. Á einum stað þar á söndunum, fyrir austan Þverá stendur eftir grænn reitur óbrotinn, og kallaður Gunnarshólmi, því það er enn sögn manna, að þar hafi Gunnar frá Hlíðarenda snúið aftur, þegar þeir bræður riðu til skips, eins og alkunnugt er af Njálu. Þetta er tilefni til smákvæðis þess, sem hér er prentað neðan við.

Kvæðið í heild sinni, ásamt inngangi Jónasar, má sjá hér. Ekki er víst að menn taki undir þau orð Jónasar að „Gunnarshólmi“ sé smákvæði!

Heimildir og mynd: