Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Heimildum ber ekki mjög vel saman þar sem hver þúfa og steinn skiptir máli í þessu tilviki. Þó eru tvö fjöll sem helst eru nefnd, Ejer Bavnehöj (um 171 m) og Yding Skovhöj (um 173 m).
Danmörk er mjög láglent land svo að varla er hægt að tala um eiginleg fjöll þegar talað er um „hæsta fjall í Danmörku". Það segir sig til dæmis sjálft að margir hafa tekið eftir því að skíðaíþrótt er lítið stunduð í Danmörku andstætt við önnur Norðurlönd og er ástæðan aðeins láglendið.
Ejer Bavnehöj og Yding Skovhöj eru bæði á Jótlandi. Samkvæmt Íslensku alfræðiorðabókinni (1990) er Yding Skovhöj hæsti punktur Danmerkur, 172,6 m. Yding Skovhöj er þá líklegast hærra heldur en Ejer Bavnehöj en það hefur breyst svo að einhvern tíma hefur það verið öfugt. Endanlegar tölur geta meðal annars farið eftir því hvort mannvirki, forn eða ný, eru talin með þegar hæðin er tilgreind.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Auður Hreiðarsdóttir. „Hvað heitir hæsta fjallið í Danmörku?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2001, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1443.
Auður Hreiðarsdóttir. (2001, 31. mars). Hvað heitir hæsta fjallið í Danmörku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1443
Auður Hreiðarsdóttir. „Hvað heitir hæsta fjallið í Danmörku?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2001. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1443>.