Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verkar miðflóttaaflið í þyngdarleysi?

Spurningin í heild var sem hér segir:
Í vísindaskáldskap er stundum skapað gerfiaðdráttarafl í geimskipum með því að nota miðflóttafl. Með því að láta hjól snúast um öxul og labba svo innan á veggjum þess. Glæsileg hugmynd, en einu sinni þegar ég var að ræða þetta, þá kom upp einföld spurning sem frysti umræðuna: Verkar miðflóttaaflið í þyngdarleysi?
Eðlisfræðingar taka ekki svo til orða að þarna sé "miðflóttaafl" að verki heldur verkar miðsóknarkraftur frá veggjunum eins og spyrjandi lýsir þeim. Hlutirnir inni í geimfarinu leitast við að halda áfram eftir beinni línu en miðsóknarkrafturinn beinir þeim sífellt inn á við þannig að þeir fara í hringi. Orðið "miðflóttaafl" á væntanlega rætur að rekja til fyrrgreindrar tilhneigingar til að fara eftir beinni línu en er í raun og veru villandi eins og sjá má.

Svarið við því sem spyrjandi ber í rauninni fyrir brjósti er JÁ: Miðsóknarkraftur verkar alltaf þegar hlutur er hindraður í að fara beint áfram og er í staðinn á hringhreyfingu um tiltekna miðju.

Nánari grein er gerð fyrir þessu í svörum Þorsteins Vilhjálmssonar við eftirtöldum spurningum:

Er hægt að búa til gerviþyngdarafl eða þyngdarhermi?

Er hægt að sveifla pendúl í geimnum? Yrðu þá lengd hans og hraða takmörk sett, og gæti hann náð ljóshraða?

Er bráðlega hægt að nota gerviþyngdarafl svo að menn geti gengið á venjulegan hátt í geimskutlum?

Útgáfudagur

2.4.2001

Spyrjandi

Friðrik Svanur Sigurðarson,
Ágúst Guðmundsson

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

ÞV. „Verkar miðflóttaaflið í þyngdarleysi?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2001. Sótt 21. mars 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1450.

ÞV. (2001, 2. apríl). Verkar miðflóttaaflið í þyngdarleysi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1450

ÞV. „Verkar miðflóttaaflið í þyngdarleysi?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2001. Vefsíða. 21. mar. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1450>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Áslaug Geirsdóttir

1955

Áslaug Geirsdóttir er prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og stundar rannsóknir í jöklajarðfræði og fornloftslagsfræðum. Hún hefur fengist við rannsóknir á loftslagsbreytingum á Íslandi og Norður-Atlantshafssvæðinu með sérstakri áherslu á jöklunarsögu Íslands.