Sólin Sólin Rís 06:05 • sest 20:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:45 • Síðdegis: 21:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:36 • Síðdegis: 14:49 í Reykjavík

Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?

Pétur Knútsson

Á 14. öld var töluð í Bretlandi svokölluð 'miðenska', sem var töluvert frábrugðin þeirri ensku sem við þekkjum nú. Hún hafði breyst mikið frá engilsaxnesku eða fornensku, sem töluð var í Englandi fram eftir 12. öld, en fornenska var mun líkari íslensku en nútímaenska. Miðenska var rík af mállýskum, bæði rituðum og töluðum, og hafði engar fastmótaðar ritreglur. Hún hafði einnig fengið mörg orð að láni frá frönsku, en mállýskurnar í Norður-Englandi höfðu einnig tekið upp mörg orð úr norrænu. Hvorki nútíma Englendingar né Bandaríkjamenn geta lesið miðensku án orðabóka og málfræðibóka.

Á 16. öld, þegar enskumælandi landnemar tóku sér bólfestu á vesturströnd Norður Ameríku, hafði enska orðið mjög lík því sem hún er í dag. Þetta var málið sem Shakespeare skrifaði á og er hún ekki ýkja frábrugðin nútímaensku. Þótt framburðurinn væri á margan hátt ólíkur því sem við þekkjum í dag mundu nútíma Bretar og Bandaríkjamenn líklega skilja Shakespeare nokkuð vel.

Fyrst um sinn töluðu Englendingar og enskumælandi Ameríkumenn svotil eins, en þar sem heimshöfin skildu þá að tóku mállýskurnar að þróast hvor í sína áttina - enda ekkert sameiginlegt sjónvarpsefni eða kvikmyndir í þá daga! Stundum heyrist sagt að sú enska sem er töluð nú í Bandaríkjunum sé líkari ensku Shakespeares en nútíma bresk enska, en það er misskilningur: Tungumál eru sífellt að breytast, þótt sum einkenni kunni að varðveitast nokkuð vel. Í Bretlandi og Bandaríkjunum er ólík blanda gamalla og nýrra þátta. En ritmálið í þessum tveimur löndum er svo líkt, að oft getur reynst örðugt eða ómögulegt að finna nokkurn mismun.

Hér eru dæmi um ensku frá mismunandi tímum. Allar setningarnar merkja 'Ég veit ekki hvað hún meinar.'

1050:ic ne wat hwæt heo meneþ
1350:(suðurenska) ich wot nat hwat ho meneþ
 (norðurenska) I wot nat quhat sche menes
1550:I know not what she meaneth

1850:I do not know what she means
Nútíma talmál bæði breskt og amerískt:I dunno what she means

Sjá einnig svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?

Höfundur

lektor í ensku við HÍ

Útgáfudagur

4.4.2001

Spyrjandi

Jóhann Gizurarson, f. 1986

Tilvísun

Pétur Knútsson. „Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2001. Sótt 12. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1467.

Pétur Knútsson. (2001, 4. apríl). Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1467

Pétur Knútsson. „Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2001. Vefsíða. 12. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1467>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?
Á 14. öld var töluð í Bretlandi svokölluð 'miðenska', sem var töluvert frábrugðin þeirri ensku sem við þekkjum nú. Hún hafði breyst mikið frá engilsaxnesku eða fornensku, sem töluð var í Englandi fram eftir 12. öld, en fornenska var mun líkari íslensku en nútímaenska. Miðenska var rík af mállýskum, bæði rituðum og töluðum, og hafði engar fastmótaðar ritreglur. Hún hafði einnig fengið mörg orð að láni frá frönsku, en mállýskurnar í Norður-Englandi höfðu einnig tekið upp mörg orð úr norrænu. Hvorki nútíma Englendingar né Bandaríkjamenn geta lesið miðensku án orðabóka og málfræðibóka.

Á 16. öld, þegar enskumælandi landnemar tóku sér bólfestu á vesturströnd Norður Ameríku, hafði enska orðið mjög lík því sem hún er í dag. Þetta var málið sem Shakespeare skrifaði á og er hún ekki ýkja frábrugðin nútímaensku. Þótt framburðurinn væri á margan hátt ólíkur því sem við þekkjum í dag mundu nútíma Bretar og Bandaríkjamenn líklega skilja Shakespeare nokkuð vel.

Fyrst um sinn töluðu Englendingar og enskumælandi Ameríkumenn svotil eins, en þar sem heimshöfin skildu þá að tóku mállýskurnar að þróast hvor í sína áttina - enda ekkert sameiginlegt sjónvarpsefni eða kvikmyndir í þá daga! Stundum heyrist sagt að sú enska sem er töluð nú í Bandaríkjunum sé líkari ensku Shakespeares en nútíma bresk enska, en það er misskilningur: Tungumál eru sífellt að breytast, þótt sum einkenni kunni að varðveitast nokkuð vel. Í Bretlandi og Bandaríkjunum er ólík blanda gamalla og nýrra þátta. En ritmálið í þessum tveimur löndum er svo líkt, að oft getur reynst örðugt eða ómögulegt að finna nokkurn mismun.

Hér eru dæmi um ensku frá mismunandi tímum. Allar setningarnar merkja 'Ég veit ekki hvað hún meinar.'

1050:ic ne wat hwæt heo meneþ
1350:(suðurenska) ich wot nat hwat ho meneþ
 (norðurenska) I wot nat quhat sche menes
1550:I know not what she meaneth

1850:I do not know what she means
Nútíma talmál bæði breskt og amerískt:I dunno what she means

Sjá einnig svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?

...