Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Er vitað hvaðan enska orðtakið „the whole nine yards“ er komið?

EMB

Orðatiltækið „the whole nine yards” mun vera bandarískt að uppruna og hefur verið notað frá miðjum 7. áratug 20. aldar. Merking þess er „allt”, „allt saman” eða „allt heila klabbið.”

Uppruni orðatiltækisins er óþekktur þótt ekki vanti getgáturnar um hann. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á hvaða níu „yarda” er verið að tala um og hafa margar verið með kostulegra móti. Þannig hafa yardarnir níu meðal annars verið tengdir við þær stærðir sem nefndar eru hér á eftir. Rétt er að geta þess að yardinn er tæpur metri, eða 91,44 cm.
  • Vegalengdin sem þarf að fara með boltann til að skora í bandarískum fótbolta. Helsti gallinn við þessa skýringu er að umrædd vegalengd er 10 „yardar” en ekki 9.
  • Rúmmál moldar í stórum grafreit.
  • Efnið sem þarf til að sauma jakkaföt með vesti.
  • Lengdin á „almennilegu" brúðarslöri.
  • Magnið af sorpi sem þarf til að fylla sorpbíl.
  • Stærðin á bakpoka hermanns. Stór bakpoki, það!
  • Magn steypu í fullum steypubíl.
  • Lengd skotfærabeltis í árásarflugvélum í seinni heimsstyrjöldinni.
  • Samanlögð lengd segla á stóru seglskipi, mæld eftir möstrunum.
  • Hæðin sem þyrfti að stökkva til að komast yfir fangelsismúr.
  • Lengdin á klæðum nunnu.
  • Lengd reipis í snöru ætlaðri til hengingar.

Eins og sjá má eru skýringarnar af ýmsum toga og mistrúlegar. Þær skýringar sem settar hafa verið fram eru reyndar mun fleiri en þetta. Hugsanlega er einhver þessara skýringa rétt en allt eins líklegt er að sagan af hinum raunverulega uppruna „the whole nine yards" sé löngu gleymd.



Ein skýringin enn er sú að orðatiltækið feli í sér vísun í 10 „yarda" í bandarískum fótbolta og upphafleg merking þess feli því í sér hæðni.

Heimildir:

Wilton's Word and Phrase Origins

World Wide Words

The Straight Dope

Mynd: HB og Reuters (Michael Westbrook , Levon Kirkland)

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

5.4.2001

Spyrjandi

Elías Alfreðsson

Tilvísun

EMB. „Er vitað hvaðan enska orðtakið „the whole nine yards“ er komið?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2001. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1469.

EMB. (2001, 5. apríl). Er vitað hvaðan enska orðtakið „the whole nine yards“ er komið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1469

EMB. „Er vitað hvaðan enska orðtakið „the whole nine yards“ er komið?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2001. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1469>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er vitað hvaðan enska orðtakið „the whole nine yards“ er komið?
Orðatiltækið „the whole nine yards” mun vera bandarískt að uppruna og hefur verið notað frá miðjum 7. áratug 20. aldar. Merking þess er „allt”, „allt saman” eða „allt heila klabbið.”

Uppruni orðatiltækisins er óþekktur þótt ekki vanti getgáturnar um hann. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á hvaða níu „yarda” er verið að tala um og hafa margar verið með kostulegra móti. Þannig hafa yardarnir níu meðal annars verið tengdir við þær stærðir sem nefndar eru hér á eftir. Rétt er að geta þess að yardinn er tæpur metri, eða 91,44 cm.
  • Vegalengdin sem þarf að fara með boltann til að skora í bandarískum fótbolta. Helsti gallinn við þessa skýringu er að umrædd vegalengd er 10 „yardar” en ekki 9.
  • Rúmmál moldar í stórum grafreit.
  • Efnið sem þarf til að sauma jakkaföt með vesti.
  • Lengdin á „almennilegu" brúðarslöri.
  • Magnið af sorpi sem þarf til að fylla sorpbíl.
  • Stærðin á bakpoka hermanns. Stór bakpoki, það!
  • Magn steypu í fullum steypubíl.
  • Lengd skotfærabeltis í árásarflugvélum í seinni heimsstyrjöldinni.
  • Samanlögð lengd segla á stóru seglskipi, mæld eftir möstrunum.
  • Hæðin sem þyrfti að stökkva til að komast yfir fangelsismúr.
  • Lengdin á klæðum nunnu.
  • Lengd reipis í snöru ætlaðri til hengingar.

Eins og sjá má eru skýringarnar af ýmsum toga og mistrúlegar. Þær skýringar sem settar hafa verið fram eru reyndar mun fleiri en þetta. Hugsanlega er einhver þessara skýringa rétt en allt eins líklegt er að sagan af hinum raunverulega uppruna „the whole nine yards" sé löngu gleymd.



Ein skýringin enn er sú að orðatiltækið feli í sér vísun í 10 „yarda" í bandarískum fótbolta og upphafleg merking þess feli því í sér hæðni.

Heimildir:

Wilton's Word and Phrase Origins

World Wide Words

The Straight Dope

Mynd: HB og Reuters (Michael Westbrook , Levon Kirkland)...