- Vegalengdin sem þarf að fara með boltann til að skora í bandarískum fótbolta. Helsti gallinn við þessa skýringu er að umrædd vegalengd er 10 „yardar” en ekki 9.
- Rúmmál moldar í stórum grafreit.
- Efnið sem þarf til að sauma jakkaföt með vesti.
- Lengdin á „almennilegu" brúðarslöri.
- Magnið af sorpi sem þarf til að fylla sorpbíl.
- Stærðin á bakpoka hermanns. Stór bakpoki, það!
- Magn steypu í fullum steypubíl.
- Lengd skotfærabeltis í árásarflugvélum í seinni heimsstyrjöldinni.
- Samanlögð lengd segla á stóru seglskipi, mæld eftir möstrunum.
- Hæðin sem þyrfti að stökkva til að komast yfir fangelsismúr.
- Lengdin á klæðum nunnu.
- Lengd reipis í snöru ætlaðri til hengingar.

Ein skýringin enn er sú að orðatiltækið feli í sér vísun í 10 „yarda" í bandarískum fótbolta og upphafleg merking þess feli því í sér hæðni. Heimildir: Wilton's Word and Phrase Origins World Wide Words The Straight Dope Mynd: HB og Reuters (Michael Westbrook , Levon Kirkland)