Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margir hvalir í sjónum í kringum Ísland?

Jón Már Halldórsson

Hafrannsóknastofnun hefur gert stofnstærðarrannsóknir á þeim tegundum hvala sem kemur til greina að nýta á næstu árum. Þessar tegundir eru langreyður (Balaenoptera physalus), hrefna (Balaenoptera acutorostrata) og sandreyður (Balaenoptera borealis).

Samkvæmt talningunum eru um 16.000 langreyðar á hafsvæðinu milli Íslands og Austur-Grænlands en um 18.900 á hafsvæðinu milli Austur-Grænlands, Íslands og Jan Mayen (norðan 50. breiddargráðu).

Talningar benda til að sandreyðastofninn sem Íslendingar hafa veitt úr undanfarna áratugi telji að minnsta kosti 10.500 dýr.

Á Mið-Atlantshafssvæðinu eru um 72.000 hrefnur og þar af eru um 56.000 dýr á íslensku landgrunni.

Talið er að við Ísland séu um 1.000 steypireyðar (Balaenoptera musculus). Fjöldi andanefja (Hyperoodon ampullatus) á hafsvæðunum umhverfis landið yfir sumartímann er um 42.000 dýr.

Grindhvalir (Globicephala melaena) eru algengir á hafsvæðunum umhverfis landið og talið er að frá 100.000 til 200.000 dýr haldi til á þessu svæði.



Áætlaður fjöldi háhyrninga (Orcinus orca) umhverfis Ísland er frá 6.000 til 7.000 dýr.

Talið er að um það bil 1.400 búrhvalir (Physeter catodon) komi að Íslandsströndum ár hvert. Fjöldi blettahnýða (Lagenorbynchus albirostris) umhverfis Ísland er frá 12.000 til 20.000 dýr.

Stofnstærð hnísunnar og nokkurra höfrungategunda við landið hefur mér vitanlega ekki verið rannsökuð. Hnúfubakurinn (Megaptera movaeangliae) er mjög sjaldgæfur hér við land og má rekja það til ofveiði Norðmanna í nokkra áratugi. Hann er þó farinn að sjást sífellt oftar við landið, sérstaklega í hvalaskoðunarferðum yfir sumarið en hluti stofnsins leitar suður í höf yfir vetrartímann til að bera. Hnúfubakurinn var friðaður árið 1955.

Sumar tegundir eins og náhvalur og mjaldur eru flækingar við Ísland og sjást stöku sinnum en þessar tegundir eru hánorrænar.

Ef menn taka svo saman þessar tölur má sjá að hvalir í kringum Ísland gætu verið á bilinu 3-400.000.

Sjá einnig

Myndin er fengin af vefsetri Seaworld

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.4.2001

Spyrjandi

Ásthildur Kristín, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margir hvalir í sjónum í kringum Ísland?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2001, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1471.

Jón Már Halldórsson. (2001, 5. apríl). Hvað eru margir hvalir í sjónum í kringum Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1471

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margir hvalir í sjónum í kringum Ísland?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2001. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1471>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir hvalir í sjónum í kringum Ísland?
Hafrannsóknastofnun hefur gert stofnstærðarrannsóknir á þeim tegundum hvala sem kemur til greina að nýta á næstu árum. Þessar tegundir eru langreyður (Balaenoptera physalus), hrefna (Balaenoptera acutorostrata) og sandreyður (Balaenoptera borealis).

Samkvæmt talningunum eru um 16.000 langreyðar á hafsvæðinu milli Íslands og Austur-Grænlands en um 18.900 á hafsvæðinu milli Austur-Grænlands, Íslands og Jan Mayen (norðan 50. breiddargráðu).

Talningar benda til að sandreyðastofninn sem Íslendingar hafa veitt úr undanfarna áratugi telji að minnsta kosti 10.500 dýr.

Á Mið-Atlantshafssvæðinu eru um 72.000 hrefnur og þar af eru um 56.000 dýr á íslensku landgrunni.

Talið er að við Ísland séu um 1.000 steypireyðar (Balaenoptera musculus). Fjöldi andanefja (Hyperoodon ampullatus) á hafsvæðunum umhverfis landið yfir sumartímann er um 42.000 dýr.

Grindhvalir (Globicephala melaena) eru algengir á hafsvæðunum umhverfis landið og talið er að frá 100.000 til 200.000 dýr haldi til á þessu svæði.



Áætlaður fjöldi háhyrninga (Orcinus orca) umhverfis Ísland er frá 6.000 til 7.000 dýr.

Talið er að um það bil 1.400 búrhvalir (Physeter catodon) komi að Íslandsströndum ár hvert. Fjöldi blettahnýða (Lagenorbynchus albirostris) umhverfis Ísland er frá 12.000 til 20.000 dýr.

Stofnstærð hnísunnar og nokkurra höfrungategunda við landið hefur mér vitanlega ekki verið rannsökuð. Hnúfubakurinn (Megaptera movaeangliae) er mjög sjaldgæfur hér við land og má rekja það til ofveiði Norðmanna í nokkra áratugi. Hann er þó farinn að sjást sífellt oftar við landið, sérstaklega í hvalaskoðunarferðum yfir sumarið en hluti stofnsins leitar suður í höf yfir vetrartímann til að bera. Hnúfubakurinn var friðaður árið 1955.

Sumar tegundir eins og náhvalur og mjaldur eru flækingar við Ísland og sjást stöku sinnum en þessar tegundir eru hánorrænar.

Ef menn taka svo saman þessar tölur má sjá að hvalir í kringum Ísland gætu verið á bilinu 3-400.000.

Sjá einnig

Myndin er fengin af vefsetri Seaworld

...