Sólin Sólin Rís 05:59 • sest 20:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:46 • Sest 24:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:42 • Síðdegis: 19:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:38 • Síðdegis: 13:49 í Reykjavík

Hver fann upp heftarann og hvaða ár var það?

Valdís Guðrún Þórhallsdóttir

Heftarinn á sér langa sögu. Um 1200 byrjuðu menn að festa saman pappír með því að gera göt vinstra megin á pappírinn og festa þau saman með borða. Nær 600 ár liðu án mikilla framfara. Fyrsta heftivélin sem sögur fara af á að hafa verið gerð á fyrri hluta 18. aldar fyrir Lúðvík XV. Frakklandskonung, en í þeirri heftivél var hvert hefti handunnið.

Á seinni hluta 18. aldar komu fram járnheftarar sem gátu þó einungis tekið eitt hefti í einu. Skömmu eftir aldamótin 1900 var byrjað á því að festa hefti í ræmur úr þunnu blikki. Þessi hefti voru kölluð síldarbeinshefti af því að það var bil á milli heftanna í ræmunni. Á þessum tíma voru komnar fram margar mismunandi heftivélar. Meðal annars var til heftari sem notaði laus hefti. Hann var óþjáll í notkun af því heftin flæktust alltaf í mataranum. Næstu árin voru síldarbeinsheftararnir mest notaðir þó að þeir þættu óþjálir.

Árið 1910 kom fyrirtækið Hotchkiss með þjálli síldarbeinsheftara.

1920 urðu heftin í ræmunum eins og í dag, það er að segja límd saman.

1930 komu fram heftarar sambærilegir þeim sem notaðir eru í dag.

1950 komu rafmagnsheftararnir.

Enginn sérstakur maður á heiðurinn af því að hafa búið til heftarann; það hefur tekið margar aldir að þróa hann. Þannig er því einnig varið með mörg önnur áhöld og tæki af þessu tagi.

Heimild: Calcampus.com

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Mynd: The Stapler Database

Höfundur

Útgáfudagur

6.4.2001

Spyrjandi

Pála Björk Kúld, fædd 1987

Tilvísun

Valdís Guðrún Þórhallsdóttir. „Hver fann upp heftarann og hvaða ár var það? “ Vísindavefurinn, 6. apríl 2001. Sótt 14. apríl 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=1478.

Valdís Guðrún Þórhallsdóttir. (2001, 6. apríl). Hver fann upp heftarann og hvaða ár var það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1478

Valdís Guðrún Þórhallsdóttir. „Hver fann upp heftarann og hvaða ár var það? “ Vísindavefurinn. 6. apr. 2001. Vefsíða. 14. apr. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1478>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp heftarann og hvaða ár var það?
Heftarinn á sér langa sögu. Um 1200 byrjuðu menn að festa saman pappír með því að gera göt vinstra megin á pappírinn og festa þau saman með borða. Nær 600 ár liðu án mikilla framfara. Fyrsta heftivélin sem sögur fara af á að hafa verið gerð á fyrri hluta 18. aldar fyrir Lúðvík XV. Frakklandskonung, en í þeirri heftivél var hvert hefti handunnið.

Á seinni hluta 18. aldar komu fram járnheftarar sem gátu þó einungis tekið eitt hefti í einu. Skömmu eftir aldamótin 1900 var byrjað á því að festa hefti í ræmur úr þunnu blikki. Þessi hefti voru kölluð síldarbeinshefti af því að það var bil á milli heftanna í ræmunni. Á þessum tíma voru komnar fram margar mismunandi heftivélar. Meðal annars var til heftari sem notaði laus hefti. Hann var óþjáll í notkun af því heftin flæktust alltaf í mataranum. Næstu árin voru síldarbeinsheftararnir mest notaðir þó að þeir þættu óþjálir.

Árið 1910 kom fyrirtækið Hotchkiss með þjálli síldarbeinsheftara.

1920 urðu heftin í ræmunum eins og í dag, það er að segja límd saman.

1930 komu fram heftarar sambærilegir þeim sem notaðir eru í dag.

1950 komu rafmagnsheftararnir.

Enginn sérstakur maður á heiðurinn af því að hafa búið til heftarann; það hefur tekið margar aldir að þróa hann. Þannig er því einnig varið með mörg önnur áhöld og tæki af þessu tagi.

Heimild: Calcampus.com

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Mynd: The Stapler Database

...