Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðtaksins „Þar stendur hnífurinn í kúnni"?

Þetta orðatiltæki er notað til að lýsa aðstæðum þar sem allt situr fast eða þar sem ágreiningsatriði hamlar frekari framgöngu einhvers. Dæmi um notkun: „Búið er að semja um taxtahækkanir en ekki hefur náðst samkomulag um vaktaálag. Þar stendur hnífurinn í kúnni.”

Elsta mynd orðatiltækisins er „Nú stendur hnífurinn í kúnni” en afbrigðið sem spurt er um er kunnugt frá fyrri hluta 19.aldar. Líkingin er óljós en gæti verið dregin af slátrun kúa og vísar þá til þess er sláturhnífurinn festist.

Heimild:

Jón G. Friðjónsson, 1993. Mergur Málsins. Reykjavík: Örn og Örlygur.

Útgáfudagur

9.4.2001

Spyrjandi

Páll Melsted

Höfundur

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hver er uppruni orðtaksins „Þar stendur hnífurinn í kúnni"?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2001. Sótt 18. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1484.

Einar Örn Þorvaldsson. (2001, 9. apríl). Hver er uppruni orðtaksins „Þar stendur hnífurinn í kúnni"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1484

Einar Örn Þorvaldsson. „Hver er uppruni orðtaksins „Þar stendur hnífurinn í kúnni"?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2001. Vefsíða. 18. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1484>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Heiðrún Pétursdóttir

1984

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Ásta hefur unnið að aðferðaþróun til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð.