Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ekki réttara að segja „Haga seglum eftir vindi” en „Aka seglum eftir vindi”?

Ekki er hægt að segja að önnur mynd orðatiltækisins sé réttari en hin. Í eldri myndinni er talað um að menn „aki seglum eftir vindi” en í nútímamáli er venjan að „haga seglum eftir vindi”. Menn verða svo sjálfir að gera upp við sig hvora myndina þeir nota.

Merking orðatiltækisins er „að haga sér eftir aðstæðum" og er það oft notað til að lýsa tækifærismennsku: „Gummi hagar seglum eftir vindi, áður hélt hann með Skagamönnum en er nú kominn á band KR-inga.”

Heimild:

Jón G. Friðjónsson, 1993. Mergur Málsins. Reykjavík: Örn og Örlygur.

Útgáfudagur

9.4.2001

Spyrjandi

Agnar Júlíusson

Höfundur

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Er ekki réttara að segja „Haga seglum eftir vindi” en „Aka seglum eftir vindi”? “ Vísindavefurinn, 9. apríl 2001. Sótt 24. júní 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1485.

Einar Örn Þorvaldsson. (2001, 9. apríl). Er ekki réttara að segja „Haga seglum eftir vindi” en „Aka seglum eftir vindi”? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1485

Einar Örn Þorvaldsson. „Er ekki réttara að segja „Haga seglum eftir vindi” en „Aka seglum eftir vindi”? “ Vísindavefurinn. 9. apr. 2001. Vefsíða. 24. jún. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1485>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Karl G. Kristinsson

1953

Karl G. Kristinsson er prófessor í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að útbreiðslu og áhættuþáttum sýklalyfjaónæmis, pneumókokkum, pneumókokkasýkingum og áhrifum bólusetninga á þær, sýkingum af völdum streptókokka af flokki A og erfðafræði þeirra.