Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?

Hjalti Hugason

Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónarhóli kristninnar, endurómur af gleðisöng páskanna: „Hann er sannarlega upprisinn!” Því er sunnudagurinn einnig nefndur Drottinsdagur.

Sögu páskanna má rekja langt aftur fyrir daga Krists og raunar aftur fyrir gyðingdóminn sem sjálfstæðra þróaðra trúarbragða eða aftur til daga hinna fornu Hebrea eða Ísraelsmanna. Hebrearnir voru hirðingjaþjóð og hátíðarhald þeirra hefur án efa tengst atvinnu- og þjóðháttum líkt og algengt er með forna þjóðflokka. Líkur eru til að meðal þeirra hafi verið bannað að slátra sauðfé þegar sauðburður nálgaðist að vori (mars-apríl hjá okkur). Þegar burðurinn var um garð genginn hefur aftur á móti verið efnt til nokkurs konar „uppskeru-“ eða afurðahátíðar þar sem nýmetis var neytt og ugglaust brugðið á leik í dansleikum af ýmsu tagi. Hátíðin bar heiti sem kalla mætti pesah eða pesach og má þýða sem „hlaup”, „stökk”, „hökt” eða því um líkt og gæti það vísað til leikanna.

Í 12. kap. 2. Mósebókar má hins vegar lesa um upphaf páskanna eins og Gyðingar túlkuðu hátíðina. Þar tengist hún útförinni af Egyptalandi (Exodus) er Móse leiddi Ísraelsmenn út úr ánauðinni hjá faraó, gegnum Rauðahafið og eyðimörkina í átt til hins fyrirheitna lands. Þetta voru frásagnir sem lögðu grunninn að sjálfsmynd Ísralesþjóðarinnar og síðar Gyðinga og hafa því svipaða stöðu og sagnir íslenskra fornrita af landnámi, stofnun alþingis og kristnitökunni. Þarna segir meðal annars:
Þá mælti Drottinn við þá Móse og Aron í Egyptalandi á þessa leið: ... Á tíunda degi þessa mánaðar skal hver húsbóndi taka lamb fyrir fjölskyldu sína, eitt lamb fyrir hvert heimili... Lambið skal vera gallalaust, hrútlamb veturgamalt, og má vera hvort sem vill ásauðarlamb eða hafurkið. Og þér skuluð varðveita það til hins fjórtánda dags þessa mánaðar. Þá skal öll samkoma Ísraelssafnaðar slátra því um sólsetur. Þá skuluð þér taka nokkuð af blóðinu og ríða því á báða dyrastafi og dyratré húsa þeirra, þar sem þeir eta lambið... Þér skuluð vera gyrtir um lendar yðar, hafa skó á fótum og staf í höndum. Þér skuluð eta það í flýti. Það eru páskar Drottins. Því þessa sömu nótt vil ég fara um Egyptaland og deyða alla frumburði í Egyptalandi bæði menn og fénað... Og blóðið skal vera yður tákn á þeim húsum, þar sem þér eruð: Er ég sé blóðið, mun ég ganga fram hjá yður, og engin skæð plága skal yfir yður koma, þegar ég slæ Egyptaland.

Í ljósi þessa texta hefur orðið pesah (páskar) verið þýtt sem „framhjáganga” og látið vísa til þess að Drottinn hafði heitið að „ganga fram hjá dyrunum og ekki láta eyðandann koma í húsið til að ljósta...” þá er riðið höfðu blóði á dyrastafi sína.

Eins og fram kemur í píslarsögum guðspjallanna (Matt. 26.-27. kap., Mark. 14.-15. kap., Lúk. 22.-23. kap. og Jóh. 18.-19. kap.) bar handtöku og krossfestingu Krists upp á páskahátíð gyðinga. Þess vegna varð páskalambið að tákni fyrir Krist í hugum kristinna manna eins og sjá má í Fyrra Korintubréfi Páls postula þar sem hann segir: „Því að páskalambi voru er slátrað, sem er Kristur.” (5:7) Milli páskahátíðar gyðinga og páska kristinna manna eru því bein söguleg og hugmyndafræðileg tengsl sem meðal annars koma fram í hinu sameiginlega heiti hátíðanna.

Sú staðreynd að einhverjar mikilvægustu hátíðir kristni og gyðingdóms bera sama heiti minna okkur auðvitað á að Kristur var gyðingur, að hugtakaheimur kristninnar er að verulegu leyti frá gyðingum kominn og trúarritin eru að hluta hin sömu (rit Gamla testamentisins) þótt túlkanirnar séu um margt frábrugðnar. Milli þessara tveggja trúarhefða ætti því að geta ríkt meiri eining en oft hefur því miður verið raunin.

Heimildir:

Biblían

Árni Björnsson, 1993. Saga daganna, Reykjavík, Mál og menning.

Dahlby, F./Lundberg, L. Å., 1983: Nya kyrkokalendern. Älvsjö, Verbum.

Sjá einnig:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.4.2001

Spyrjandi

Guðrún Sóley Gestsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2001, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1486.

Hjalti Hugason. (2001, 9. apríl). Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1486

Hjalti Hugason. „Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2001. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1486>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?
Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónarhóli kristninnar, endurómur af gleðisöng páskanna: „Hann er sannarlega upprisinn!” Því er sunnudagurinn einnig nefndur Drottinsdagur.

Sögu páskanna má rekja langt aftur fyrir daga Krists og raunar aftur fyrir gyðingdóminn sem sjálfstæðra þróaðra trúarbragða eða aftur til daga hinna fornu Hebrea eða Ísraelsmanna. Hebrearnir voru hirðingjaþjóð og hátíðarhald þeirra hefur án efa tengst atvinnu- og þjóðháttum líkt og algengt er með forna þjóðflokka. Líkur eru til að meðal þeirra hafi verið bannað að slátra sauðfé þegar sauðburður nálgaðist að vori (mars-apríl hjá okkur). Þegar burðurinn var um garð genginn hefur aftur á móti verið efnt til nokkurs konar „uppskeru-“ eða afurðahátíðar þar sem nýmetis var neytt og ugglaust brugðið á leik í dansleikum af ýmsu tagi. Hátíðin bar heiti sem kalla mætti pesah eða pesach og má þýða sem „hlaup”, „stökk”, „hökt” eða því um líkt og gæti það vísað til leikanna.

Í 12. kap. 2. Mósebókar má hins vegar lesa um upphaf páskanna eins og Gyðingar túlkuðu hátíðina. Þar tengist hún útförinni af Egyptalandi (Exodus) er Móse leiddi Ísraelsmenn út úr ánauðinni hjá faraó, gegnum Rauðahafið og eyðimörkina í átt til hins fyrirheitna lands. Þetta voru frásagnir sem lögðu grunninn að sjálfsmynd Ísralesþjóðarinnar og síðar Gyðinga og hafa því svipaða stöðu og sagnir íslenskra fornrita af landnámi, stofnun alþingis og kristnitökunni. Þarna segir meðal annars:
Þá mælti Drottinn við þá Móse og Aron í Egyptalandi á þessa leið: ... Á tíunda degi þessa mánaðar skal hver húsbóndi taka lamb fyrir fjölskyldu sína, eitt lamb fyrir hvert heimili... Lambið skal vera gallalaust, hrútlamb veturgamalt, og má vera hvort sem vill ásauðarlamb eða hafurkið. Og þér skuluð varðveita það til hins fjórtánda dags þessa mánaðar. Þá skal öll samkoma Ísraelssafnaðar slátra því um sólsetur. Þá skuluð þér taka nokkuð af blóðinu og ríða því á báða dyrastafi og dyratré húsa þeirra, þar sem þeir eta lambið... Þér skuluð vera gyrtir um lendar yðar, hafa skó á fótum og staf í höndum. Þér skuluð eta það í flýti. Það eru páskar Drottins. Því þessa sömu nótt vil ég fara um Egyptaland og deyða alla frumburði í Egyptalandi bæði menn og fénað... Og blóðið skal vera yður tákn á þeim húsum, þar sem þér eruð: Er ég sé blóðið, mun ég ganga fram hjá yður, og engin skæð plága skal yfir yður koma, þegar ég slæ Egyptaland.

Í ljósi þessa texta hefur orðið pesah (páskar) verið þýtt sem „framhjáganga” og látið vísa til þess að Drottinn hafði heitið að „ganga fram hjá dyrunum og ekki láta eyðandann koma í húsið til að ljósta...” þá er riðið höfðu blóði á dyrastafi sína.

Eins og fram kemur í píslarsögum guðspjallanna (Matt. 26.-27. kap., Mark. 14.-15. kap., Lúk. 22.-23. kap. og Jóh. 18.-19. kap.) bar handtöku og krossfestingu Krists upp á páskahátíð gyðinga. Þess vegna varð páskalambið að tákni fyrir Krist í hugum kristinna manna eins og sjá má í Fyrra Korintubréfi Páls postula þar sem hann segir: „Því að páskalambi voru er slátrað, sem er Kristur.” (5:7) Milli páskahátíðar gyðinga og páska kristinna manna eru því bein söguleg og hugmyndafræðileg tengsl sem meðal annars koma fram í hinu sameiginlega heiti hátíðanna.

Sú staðreynd að einhverjar mikilvægustu hátíðir kristni og gyðingdóms bera sama heiti minna okkur auðvitað á að Kristur var gyðingur, að hugtakaheimur kristninnar er að verulegu leyti frá gyðingum kominn og trúarritin eru að hluta hin sömu (rit Gamla testamentisins) þótt túlkanirnar séu um margt frábrugðnar. Milli þessara tveggja trúarhefða ætti því að geta ríkt meiri eining en oft hefur því miður verið raunin.

Heimildir:

Biblían

Árni Björnsson, 1993. Saga daganna, Reykjavík, Mál og menning.

Dahlby, F./Lundberg, L. Å., 1983: Nya kyrkokalendern. Älvsjö, Verbum.

Sjá einnig:

...