Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Plútó þungur?

Valdís Guðrún Þórhallsdóttir

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Plútó er ysta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hann var uppgötvaður þann 18. febrúar árið 1930 af Clyde W. Tombaugh en hann lést núna nýlega. Plútó er ískaldur og minni en tunglið okkar.

Sú saga hefur komist á kreik að eitt sinn hafi átt að fara að rannsaka Plútó á könnunarskipi en þá var Plútó hinum megin í sólkerfinu. Þessi saga er nú samt varla sönn því að geimferðir eru yfirleitt vandlega undirbúnar.

Tunglið Karon gengur kringum Plútó á sama tíma og Plútó snýst í hring. Þau snúa því alltaf sömu hlið að hvor öðru. Karon var uppgötvaður árið 1978.

Massi Plútó er 1,29 x 1022 kg. Meðalfjarlægð Plútó frá sólu er 39,59 AU (stjarnfræðieiningar) eða 5,916 x 109 km.

Hitastigið á Plútó getur farið allt niður í -240°C.

Þvermál Plútó er 2.320 km og þvermál Karon er 1.270 km.

Heimildir:

Stjörnufræðiritgerð nemenda í Ölduselsskóla

Kennsluvefur Verslunarskólans

Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J., 1998. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Freeman and Company.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

Útgáfudagur

9.4.2001

Spyrjandi

Katrín Thoroddsen, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

Valdís Guðrún Þórhallsdóttir. „Hvað er Plútó þungur?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2001, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1487.

Valdís Guðrún Þórhallsdóttir. (2001, 9. apríl). Hvað er Plútó þungur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1487

Valdís Guðrún Þórhallsdóttir. „Hvað er Plútó þungur?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2001. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1487>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Plútó þungur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Plútó er ysta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hann var uppgötvaður þann 18. febrúar árið 1930 af Clyde W. Tombaugh en hann lést núna nýlega. Plútó er ískaldur og minni en tunglið okkar.

Sú saga hefur komist á kreik að eitt sinn hafi átt að fara að rannsaka Plútó á könnunarskipi en þá var Plútó hinum megin í sólkerfinu. Þessi saga er nú samt varla sönn því að geimferðir eru yfirleitt vandlega undirbúnar.

Tunglið Karon gengur kringum Plútó á sama tíma og Plútó snýst í hring. Þau snúa því alltaf sömu hlið að hvor öðru. Karon var uppgötvaður árið 1978.

Massi Plútó er 1,29 x 1022 kg. Meðalfjarlægð Plútó frá sólu er 39,59 AU (stjarnfræðieiningar) eða 5,916 x 109 km.

Hitastigið á Plútó getur farið allt niður í -240°C.

Þvermál Plútó er 2.320 km og þvermál Karon er 1.270 km.

Heimildir:

Stjörnufræðiritgerð nemenda í Ölduselsskóla

Kennsluvefur Verslunarskólans

Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J., 1998. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Freeman and Company.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...