Sólin Sólin Rís 10:05 • sest 17:18 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:40 • Síðdegis: 17:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:05 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað eru margir hafernir lifandi á Íslandi?

Rósa Björk Þórólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir

Hafernir eru konungar loftsins á Íslandi. Ernir eru sjaldgæfir, en undir 100 pör eru til og hafa þeir verið í útrýmingarhættu í áratugi. Á síðustu árum hefur örnum fjölgað aðeins. Ernir verptu fyrrum um allt land en bændur töldu að þeir legðust á búfénað og drápu þá miskunnarlaust þar til þeir voru komnir í útrýmingarhættu í byrjun tuttugustu aldarinnar. Árið 1913 voru einungis örfáir ernir eftir, á Vestfjörðum. Þá voru þeir friðaðir og síðan hefur þeim fjölgað smám saman. Árið 1999 var afkoma arnarstofnsins með besta móti en talið er að 26 ungar hafi komist á legg. Ernir eru mjög viðkvæmir fyrir truflunum og það er óleyfilegt að nálgast hreiður þeirra. Það er samt sem áður ekki erfitt að koma auga á þessa konunga himinsins sérstaklega á Vestfjörðum og í kringum Breiðafjörð þar sem meginhluta stofnsins er að finna.

Heimild: Íslandsvefurinn. Svarið er nær orðrétt tekið þaðan og við bendum lesendum á sérlega fallega mynd sem þar er.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Útgáfudagur

10.4.2001

Spyrjandi

Hákon Logi Sigurðarson, f. 1989,
Hildur Lovísa Rúnarsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Rósa Björk Þórólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. „Hvað eru margir hafernir lifandi á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2001. Sótt 2. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1488.

Rósa Björk Þórólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. (2001, 10. apríl). Hvað eru margir hafernir lifandi á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1488

Rósa Björk Þórólfsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. „Hvað eru margir hafernir lifandi á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2001. Vefsíða. 2. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1488>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir hafernir lifandi á Íslandi?
Hafernir eru konungar loftsins á Íslandi. Ernir eru sjaldgæfir, en undir 100 pör eru til og hafa þeir verið í útrýmingarhættu í áratugi. Á síðustu árum hefur örnum fjölgað aðeins. Ernir verptu fyrrum um allt land en bændur töldu að þeir legðust á búfénað og drápu þá miskunnarlaust þar til þeir voru komnir í útrýmingarhættu í byrjun tuttugustu aldarinnar. Árið 1913 voru einungis örfáir ernir eftir, á Vestfjörðum. Þá voru þeir friðaðir og síðan hefur þeim fjölgað smám saman. Árið 1999 var afkoma arnarstofnsins með besta móti en talið er að 26 ungar hafi komist á legg. Ernir eru mjög viðkvæmir fyrir truflunum og það er óleyfilegt að nálgast hreiður þeirra. Það er samt sem áður ekki erfitt að koma auga á þessa konunga himinsins sérstaklega á Vestfjörðum og í kringum Breiðafjörð þar sem meginhluta stofnsins er að finna.

Heimild: Íslandsvefurinn. Svarið er nær orðrétt tekið þaðan og við bendum lesendum á sérlega fallega mynd sem þar er.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....