Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Er Antares stærsta sól sem vitað er um? Ef ekki, hver þá?

Björn Einar Björnsson og Gunnar Dofri ÓlafssonAntares er mjög stór af reginrisa að vera. Hún er um 700 sinnum stærri en okkar sól í þvermál en er "aðeins" 10-15 sinnum þyngri. Antares er fimmtánda skærasta stjarnan á himninum. Þó að Antares hafi um langa hríð verið talin vera bjartasta sólin í heimi (að raunbirtu, það er að segja miðað við fjarlægð) er hún það ekki. Við litum í Universe og komumst að því að til eru skærari stjörnur. Má þar til dæmis nefna Rigel og Deneb. Birtustig er helsta aðferðin sem við höfum til að meta stærð stjörnu.

Viðbót ritstjórnar:

Stærsta stjarna sem þekkt er í dag nefnist Pistol star eða Skammbyssustjarnan. Hún er 25.000 ljósár frá jörðu, staðsett í Skammbyssu-geimþokunni. Skammbyssustjarnan er um 100 sólarmassar og 10 milljón sinnum bjartari en sólin okkar. Þrátt fyrir þessa gífurlegu birtu er ekki hægt að sjá hana með berum augum sökum geimryks milli hennar og jarðarinnar.

Heimildir:

Kaufmann og Freedman, 1999. Universe, 5. útg. New York: Freeman.

Síða um Skammbyssustjörnuna hjá NASA.

Myndin er í eigu Royal Observatory, Edinburg og er fengin héðan

Áhugaverðir tenglar:

The Nine Planets
Astronomy Picture of the Day

Sjá einnig:

Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Útgáfudagur

11.4.2001

Spyrjandi

Katrín Thoroddsen, f. 1989

Tilvísun

Björn Einar Björnsson og Gunnar Dofri Ólafsson. „Er Antares stærsta sól sem vitað er um? Ef ekki, hver þá?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2001. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1495.

Björn Einar Björnsson og Gunnar Dofri Ólafsson. (2001, 11. apríl). Er Antares stærsta sól sem vitað er um? Ef ekki, hver þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1495

Björn Einar Björnsson og Gunnar Dofri Ólafsson. „Er Antares stærsta sól sem vitað er um? Ef ekki, hver þá?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2001. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1495>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Antares stærsta sól sem vitað er um? Ef ekki, hver þá?


Antares er mjög stór af reginrisa að vera. Hún er um 700 sinnum stærri en okkar sól í þvermál en er "aðeins" 10-15 sinnum þyngri. Antares er fimmtánda skærasta stjarnan á himninum. Þó að Antares hafi um langa hríð verið talin vera bjartasta sólin í heimi (að raunbirtu, það er að segja miðað við fjarlægð) er hún það ekki. Við litum í Universe og komumst að því að til eru skærari stjörnur. Má þar til dæmis nefna Rigel og Deneb. Birtustig er helsta aðferðin sem við höfum til að meta stærð stjörnu.

Viðbót ritstjórnar:

Stærsta stjarna sem þekkt er í dag nefnist Pistol star eða Skammbyssustjarnan. Hún er 25.000 ljósár frá jörðu, staðsett í Skammbyssu-geimþokunni. Skammbyssustjarnan er um 100 sólarmassar og 10 milljón sinnum bjartari en sólin okkar. Þrátt fyrir þessa gífurlegu birtu er ekki hægt að sjá hana með berum augum sökum geimryks milli hennar og jarðarinnar.

Heimildir:

Kaufmann og Freedman, 1999. Universe, 5. útg. New York: Freeman.

Síða um Skammbyssustjörnuna hjá NASA.

Myndin er í eigu Royal Observatory, Edinburg og er fengin héðan

Áhugaverðir tenglar:

The Nine Planets
Astronomy Picture of the Day

Sjá einnig:

Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....