Sólin Sólin Rís 03:32 • sest 23:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:00 • Sest 07:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:38 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:37 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?

Guðrún Kvaran

Í rannsóknum innan nútíma málvísinda á þeim hljóðum sem tungumál nýta sér hafa orðið til tvær undirgreinar, hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Orðið hljóðfræði er íslenskun á enska orðinu phonetics en hljóðkerfisfræði er notað um það sem á ensku er kallað phonology.

Hljóðkerfi tungumáls byggist upp á þeim hljóðum sem í því eru og innbyrðis tengslum þeirra. Hljóðkerfisfræðin fæst við að skoða og skilgreina þessi hljóð og athuga hvaða hlutverki munur á þeim gegnir í málkerfinu en hljóðkerfisreglur stjórna víxlum milli hljóða. Verði breyting á hljóðkerfinu er það nefnt hljóðkerfisbreyting.

Flámæli má telja til hljóðkerfisbreytingar en í því felst að sérhljóðin i, e, u og ö breytast í framburði, i og u ,,lækka” þannig að til dæmis orð eins og skyr og sker falla næstum saman í framburði og orðið hundur er borið fram nánast sem höndur. Hljóðin e og ö ,,hækka” aftur á móti þannig að melur hljómar líkt og milur og spölur sem spulur. Miklu eldra dæmi um hljóðkerfisbreytingu er samfall i og y annars vegar og í og ý hins vegar.

Sjá einnig Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður? eftir Guðvarð Má Gunnlaugsson.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.4.2001

Spyrjandi

Steinar Ásgrímsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2001. Sótt 28. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1503.

Guðrún Kvaran. (2001, 17. apríl). Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1503

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2001. Vefsíða. 28. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1503>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?
Í rannsóknum innan nútíma málvísinda á þeim hljóðum sem tungumál nýta sér hafa orðið til tvær undirgreinar, hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Orðið hljóðfræði er íslenskun á enska orðinu phonetics en hljóðkerfisfræði er notað um það sem á ensku er kallað phonology.

Hljóðkerfi tungumáls byggist upp á þeim hljóðum sem í því eru og innbyrðis tengslum þeirra. Hljóðkerfisfræðin fæst við að skoða og skilgreina þessi hljóð og athuga hvaða hlutverki munur á þeim gegnir í málkerfinu en hljóðkerfisreglur stjórna víxlum milli hljóða. Verði breyting á hljóðkerfinu er það nefnt hljóðkerfisbreyting.

Flámæli má telja til hljóðkerfisbreytingar en í því felst að sérhljóðin i, e, u og ö breytast í framburði, i og u ,,lækka” þannig að til dæmis orð eins og skyr og sker falla næstum saman í framburði og orðið hundur er borið fram nánast sem höndur. Hljóðin e og ö ,,hækka” aftur á móti þannig að melur hljómar líkt og milur og spölur sem spulur. Miklu eldra dæmi um hljóðkerfisbreytingu er samfall i og y annars vegar og í og ý hins vegar.

Sjá einnig Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður? eftir Guðvarð Má Gunnlaugsson.

...