Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir?

Ólafur Páll Jónsson

Stutta svarið við fyrri spurningunni gæti verið: Skólar geta kennt lýðræði með því að vera lýðræðislegir. Í skólasamhengi er ýmist litið á lýðræði sem markmið – skólinn á að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi – eða sem einkenni á starfsháttum skólans – daglegt starf á að mótast af „lýðræðislegu samstarfi“. Stutta svarið við spurningunni um það, hvernig kenna megi lýðræði í skólum, gerir ráð fyrir að atriðinu verði best náð með því að leggja rækt við hið síðara.

Þetta svar er þó til lítils nema maður viti hvað það er fyrir skóla að vera lýðræðislegur. Og þar vandast málið. Hefðbundin sýn á lýðræði sem stjórnskipulag og samfélagsgerð á sér ekki nema mjög takmarkaða samsvörun í daglegum starfsháttum í skólum. Lýðræði í samfélagi varðar það hvernig sjálfráða jafningjar ráða ráðum sín á milli, útdeila valdi og hvernig fara má með opinbert vald, hvort sem það er bundið tilteknum stofnunum eða embættismönnum. Skólinn er hins vegar ekki samfélag jafningja í sama skilningi því kennarinn er ekki jafningi nemendanna, nemendurnir velja sér ekki yfirmenn og langanir þeirra og óskir hafa ekki nema takmarkað vægi hvort sem um er að ræða daglegt starf eða langtíma markmið. Af þessum sökum er alls ekki ljóst hvað það er fyrir starfshætti skóla að vera lýðræðislegir, og enn síður hvort lýðræðislegir starfshættir (hvernig sem þeir annars eru) séu yfirleitt eftirsóknarverðir í skóla. (sbr. svar við spurningunni Hvað er lýðræði?)



Til að finna hugmyndinni um lýðræðislega starfshætti í skólum viðundandi fótfestu þarf því að líta á lýðræði með öðrum augum en venjulega er gert þegar fjallað er um lýðræði á vettvangi samfélagsins. Slíka sýn má meðal annars sækja til bandaríska heimspekingsins og skólamannsins Johns Dewey (1859–1952). Dewey leit svo á að lýðræði sem stjórnarhættir eða þjóðfélagsgerð gæti einungis orðið að veruleika ef það ætti rætur í einstaklingsbundnum lífsmáta og skapgerð borgaranna. Í stað þess að líta svo á að lýðræðislegt stjórnskipulag gæfi svigrúm fyrir lýðræðislegan lífsmáta, þá taldi hann að samfélagið – hvort heldur um væri að ræða skólasamfélag, sveitarfélag eða ríki – yrði því aðeins lýðræðislegt að einstaklingarnir sjálfir hefðu lýðræðisleg viðhorf hverjir til annars. Trú Deweys á möguleika lýðræðisins var þannig fyrst og fremst trú á að einstaklingar gætu orðið lýðræðislegar manneskjur. En hvað einkennir þá hina lýðræðislegu manneskju?

... lýðræðið sem lífsmáti á rætur í einstaklingsbundinni trú í daglegri samvinnu við aðra. Lýðræði er sú trú að jafnvel þegar þarfir og markmið eða afleiðingar eru ólík frá einni manneskju til annarrar, felur það að temja sér að vinna saman af vinsemd – sem getur falið í sér, t.d. í íþróttum, samkeppni og kapp – ómetanlega viðbót við lífið. Með því að taka sérhvern ásteytingarstein – og þeir hljóta að verða fjölmargir – eftir því sem nokkur kostur er, út úr andrúmslofti og umhverfi valds og aflsmunar sem leið til úrlausnar og inn í umhverfi rökræðu og skynsemi, þá lítum við á þá sem við eigum í ágreiningi við – jafnvel djúpstæðum ágreiningi – sem einstaklinga sem við getum lært af, og að sama marki, sem vini. (Dewey 1998, bls. 342)

Lýðræðislegt einstaklingseðli, í skilningi Deweys, er bæði af toga skynsemi og tilfinninga; við leitum lausna á vettvangi skynseminnar og við nálgumst þá sem okkur greinir á við sem vini. Ágreiningur er alls ekki hnökrar sem æskilegt er að fjarlægja – eða breiða yfir – heldur er hann uppspretta siðferðilegra og menningarlegra verðmæta. Hugmyndir Deweys um lýðræði falla raunar ágætlega að ýmsum nýlegum hugmyndum um lýðræði sem leggja áherslu á að lýðræði feli í sér samræður eða rökræður sem aðferð til að meta og móta hagsmuni, ræða ólík sjónarmið, skapa kringumstæður þar sem mögulegt er að endurskoða hagsmuni og forgangsröðun, og almennt að leitast við að taka réttlátar ákvarðanir en ekki bara vinsælar. Þessar hugmyndir hafa verið settar fram undir yfirskriftinni rökræðulýðræði (e. deliberative democracy).

Dewey hélt því reyndar fram að lýðræðislegir starfshættir væru nauðsynlegir ef skóli ætti yfirleitt að geta risið undir því að teljast menntastofnun. Ólýðræðislegur skóli einkennist af einstefnu frá kennara til nemenda á meðan lýðræðislegt skólasamfélag er opið fyrir fjölbreyttari samskipta- og samveruháttum og þar með líklegra til að glæða fjölbreyttari og jákvæðari reynslu meðal einstaklinganna sem mynda samfélagið. En hið lýðræðislega samfélag krefst virkni af þátttakendum sínum. Sá sem ekki er virkur nýtur ekki kosta hins lýðræðislega samfélags, hann tekur ekki þátt í þeim samskipta- og samveruháttum sem samfélagið kallar á, og hann fer á mis við þá reynslu og þann þroska sem lýðræðislegir samveruhættir gefa kost á.

Skilningur á lýðræði í anda Deweys og mikilvægi þess fyrir nám gerir mjög ríkar kröfur til skólans sem vettvangs menntunar. Til að taka þátt í hinum fjölbreytilegu samskipta- og samveruháttum sem lýðræðislegt skólastarf gerir ráð fyrir þarf nemandi að hafa sterka sjálfsmynd og upplifa sig á heimavelli. Krafan um lýðræðislega starfshætti kallar annars vegar á róttæka rannsókn á félagslegri stöðu nemenda og hins vegar á endurskoðun á þeim kringumstæðum sem nemendum eru búnar innan skólanna. Á endanum kallar slík endurskoðun á nýtt mat á því til hvers skólinn sé yfirleitt. Áskorunin sem slík endurskoðun þarf að takast á við er að umbreyta skólanum í samfélag þar sem hver og einn getur litið á skólasamfélagið sem sanngjarnan samvinnuvettvang þar sem unnið er að verðugum markmiðum. Skortur á lýðræði í skilningi Deweys – það er skortur á lýðræðislegum starfsháttum – felur því í sér skort á sanngjörnum námstækifærum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og frekara lesefni:
  • Dewey, John, Reynsla og menntun, íslensk þýðing eftir Gunnar Ragnarsson, Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands, Reykjavík 2000. Upphaflega gefið út árið 1938.
  • Dewey, John, Hugsun og menntun, íslensk þýðing eftir Gunnar Ragnarsson, Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands, Reykjavík 2000. Upphaflega gefið út árið 1910.
  • Dewey, John, „Creative democracy – The task before us“, The Essential Dewey, bindi 1, Larry A Hickman og Thomas M. Alexander ritstj., Indiana University Press, Indianapolis 1998. Upphaflega gefið út árið 1939.
  • Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, menntun og þátttaka“, Netla, 30. desember 2008.
  • Ólafur Páll Jónsson, „Prútt eða rök og réttlæti“, Náttúra, vald og verðmæti, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2007.
  • Vilhjálmur Árnason, Farsælt líf, réttlátt samfélag, Reykjavík 2008.
  • Þorsteinn Gylfason, Réttlæti og ranglæti, Heimskringla, Reykjavík 1998.

Mynd:

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

16.3.2010

Spyrjandi

Kristín Þórisdóttir

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2010, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=15128.

Ólafur Páll Jónsson. (2010, 16. mars). Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=15128

Ólafur Páll Jónsson. „Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2010. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=15128>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir?
Stutta svarið við fyrri spurningunni gæti verið: Skólar geta kennt lýðræði með því að vera lýðræðislegir. Í skólasamhengi er ýmist litið á lýðræði sem markmið – skólinn á að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi – eða sem einkenni á starfsháttum skólans – daglegt starf á að mótast af „lýðræðislegu samstarfi“. Stutta svarið við spurningunni um það, hvernig kenna megi lýðræði í skólum, gerir ráð fyrir að atriðinu verði best náð með því að leggja rækt við hið síðara.

Þetta svar er þó til lítils nema maður viti hvað það er fyrir skóla að vera lýðræðislegur. Og þar vandast málið. Hefðbundin sýn á lýðræði sem stjórnskipulag og samfélagsgerð á sér ekki nema mjög takmarkaða samsvörun í daglegum starfsháttum í skólum. Lýðræði í samfélagi varðar það hvernig sjálfráða jafningjar ráða ráðum sín á milli, útdeila valdi og hvernig fara má með opinbert vald, hvort sem það er bundið tilteknum stofnunum eða embættismönnum. Skólinn er hins vegar ekki samfélag jafningja í sama skilningi því kennarinn er ekki jafningi nemendanna, nemendurnir velja sér ekki yfirmenn og langanir þeirra og óskir hafa ekki nema takmarkað vægi hvort sem um er að ræða daglegt starf eða langtíma markmið. Af þessum sökum er alls ekki ljóst hvað það er fyrir starfshætti skóla að vera lýðræðislegir, og enn síður hvort lýðræðislegir starfshættir (hvernig sem þeir annars eru) séu yfirleitt eftirsóknarverðir í skóla. (sbr. svar við spurningunni Hvað er lýðræði?)



Til að finna hugmyndinni um lýðræðislega starfshætti í skólum viðundandi fótfestu þarf því að líta á lýðræði með öðrum augum en venjulega er gert þegar fjallað er um lýðræði á vettvangi samfélagsins. Slíka sýn má meðal annars sækja til bandaríska heimspekingsins og skólamannsins Johns Dewey (1859–1952). Dewey leit svo á að lýðræði sem stjórnarhættir eða þjóðfélagsgerð gæti einungis orðið að veruleika ef það ætti rætur í einstaklingsbundnum lífsmáta og skapgerð borgaranna. Í stað þess að líta svo á að lýðræðislegt stjórnskipulag gæfi svigrúm fyrir lýðræðislegan lífsmáta, þá taldi hann að samfélagið – hvort heldur um væri að ræða skólasamfélag, sveitarfélag eða ríki – yrði því aðeins lýðræðislegt að einstaklingarnir sjálfir hefðu lýðræðisleg viðhorf hverjir til annars. Trú Deweys á möguleika lýðræðisins var þannig fyrst og fremst trú á að einstaklingar gætu orðið lýðræðislegar manneskjur. En hvað einkennir þá hina lýðræðislegu manneskju?

... lýðræðið sem lífsmáti á rætur í einstaklingsbundinni trú í daglegri samvinnu við aðra. Lýðræði er sú trú að jafnvel þegar þarfir og markmið eða afleiðingar eru ólík frá einni manneskju til annarrar, felur það að temja sér að vinna saman af vinsemd – sem getur falið í sér, t.d. í íþróttum, samkeppni og kapp – ómetanlega viðbót við lífið. Með því að taka sérhvern ásteytingarstein – og þeir hljóta að verða fjölmargir – eftir því sem nokkur kostur er, út úr andrúmslofti og umhverfi valds og aflsmunar sem leið til úrlausnar og inn í umhverfi rökræðu og skynsemi, þá lítum við á þá sem við eigum í ágreiningi við – jafnvel djúpstæðum ágreiningi – sem einstaklinga sem við getum lært af, og að sama marki, sem vini. (Dewey 1998, bls. 342)

Lýðræðislegt einstaklingseðli, í skilningi Deweys, er bæði af toga skynsemi og tilfinninga; við leitum lausna á vettvangi skynseminnar og við nálgumst þá sem okkur greinir á við sem vini. Ágreiningur er alls ekki hnökrar sem æskilegt er að fjarlægja – eða breiða yfir – heldur er hann uppspretta siðferðilegra og menningarlegra verðmæta. Hugmyndir Deweys um lýðræði falla raunar ágætlega að ýmsum nýlegum hugmyndum um lýðræði sem leggja áherslu á að lýðræði feli í sér samræður eða rökræður sem aðferð til að meta og móta hagsmuni, ræða ólík sjónarmið, skapa kringumstæður þar sem mögulegt er að endurskoða hagsmuni og forgangsröðun, og almennt að leitast við að taka réttlátar ákvarðanir en ekki bara vinsælar. Þessar hugmyndir hafa verið settar fram undir yfirskriftinni rökræðulýðræði (e. deliberative democracy).

Dewey hélt því reyndar fram að lýðræðislegir starfshættir væru nauðsynlegir ef skóli ætti yfirleitt að geta risið undir því að teljast menntastofnun. Ólýðræðislegur skóli einkennist af einstefnu frá kennara til nemenda á meðan lýðræðislegt skólasamfélag er opið fyrir fjölbreyttari samskipta- og samveruháttum og þar með líklegra til að glæða fjölbreyttari og jákvæðari reynslu meðal einstaklinganna sem mynda samfélagið. En hið lýðræðislega samfélag krefst virkni af þátttakendum sínum. Sá sem ekki er virkur nýtur ekki kosta hins lýðræðislega samfélags, hann tekur ekki þátt í þeim samskipta- og samveruháttum sem samfélagið kallar á, og hann fer á mis við þá reynslu og þann þroska sem lýðræðislegir samveruhættir gefa kost á.

Skilningur á lýðræði í anda Deweys og mikilvægi þess fyrir nám gerir mjög ríkar kröfur til skólans sem vettvangs menntunar. Til að taka þátt í hinum fjölbreytilegu samskipta- og samveruháttum sem lýðræðislegt skólastarf gerir ráð fyrir þarf nemandi að hafa sterka sjálfsmynd og upplifa sig á heimavelli. Krafan um lýðræðislega starfshætti kallar annars vegar á róttæka rannsókn á félagslegri stöðu nemenda og hins vegar á endurskoðun á þeim kringumstæðum sem nemendum eru búnar innan skólanna. Á endanum kallar slík endurskoðun á nýtt mat á því til hvers skólinn sé yfirleitt. Áskorunin sem slík endurskoðun þarf að takast á við er að umbreyta skólanum í samfélag þar sem hver og einn getur litið á skólasamfélagið sem sanngjarnan samvinnuvettvang þar sem unnið er að verðugum markmiðum. Skortur á lýðræði í skilningi Deweys – það er skortur á lýðræðislegum starfsháttum – felur því í sér skort á sanngjörnum námstækifærum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og frekara lesefni:
  • Dewey, John, Reynsla og menntun, íslensk þýðing eftir Gunnar Ragnarsson, Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands, Reykjavík 2000. Upphaflega gefið út árið 1938.
  • Dewey, John, Hugsun og menntun, íslensk þýðing eftir Gunnar Ragnarsson, Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands, Reykjavík 2000. Upphaflega gefið út árið 1910.
  • Dewey, John, „Creative democracy – The task before us“, The Essential Dewey, bindi 1, Larry A Hickman og Thomas M. Alexander ritstj., Indiana University Press, Indianapolis 1998. Upphaflega gefið út árið 1939.
  • Ólafur Páll Jónsson, „Lýðræði, menntun og þátttaka“, Netla, 30. desember 2008.
  • Ólafur Páll Jónsson, „Prútt eða rök og réttlæti“, Náttúra, vald og verðmæti, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2007.
  • Vilhjálmur Árnason, Farsælt líf, réttlátt samfélag, Reykjavík 2008.
  • Þorsteinn Gylfason, Réttlæti og ranglæti, Heimskringla, Reykjavík 1998.

Mynd:...