Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvers vegna missir maður tennurnar?

Bjarni Grétar Ingólfsson

Það telst vera hluti af eðlilegu þroskaferli barna að missa tönn. Börnin verða hreykin og upp með sér þegar fyrsta tönnin losnar og fellur. Það gerist oft við sjö ára aldur.

Þegar börn eldast og höfuðkúpan stækkar þurfa tennurnar að stækka í samræmi við vöxtinn. Smáar barnatennur kæmu að litlu gagni fyrir fullvaxinn einstakling.



Þegar fólk verður eldra missir það oft tennurnar aftur. Margar ástæður eru fyrir því, til dæmis tannholdsbólga. Á okkar dögum er tannholdsbólga meðal algengustu kvilla sem hrjá mannkynið. Talið er að fleiri tennur tapist af völdum hennar eftir 40 ára aldur en af nokkrum öðrum ástæðum.

Heimildir:

=tannheilsa" target="_blank">Grein um tannheilsu á netdoktor.is

Greinar af tannheilsu.is:

Tannheilsa aldraðra

Koma fullorðinstanna

Myndin er fengin hjá tannheilsu.is

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

Útgáfudagur

19.4.2001

Spyrjandi

Katrín Lea, f. 1989

Tilvísun

Bjarni Grétar Ingólfsson. „Hvers vegna missir maður tennurnar?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2001. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1515.

Bjarni Grétar Ingólfsson. (2001, 19. apríl). Hvers vegna missir maður tennurnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1515

Bjarni Grétar Ingólfsson. „Hvers vegna missir maður tennurnar?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2001. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1515>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna missir maður tennurnar?
Það telst vera hluti af eðlilegu þroskaferli barna að missa tönn. Börnin verða hreykin og upp með sér þegar fyrsta tönnin losnar og fellur. Það gerist oft við sjö ára aldur.

Þegar börn eldast og höfuðkúpan stækkar þurfa tennurnar að stækka í samræmi við vöxtinn. Smáar barnatennur kæmu að litlu gagni fyrir fullvaxinn einstakling.



Þegar fólk verður eldra missir það oft tennurnar aftur. Margar ástæður eru fyrir því, til dæmis tannholdsbólga. Á okkar dögum er tannholdsbólga meðal algengustu kvilla sem hrjá mannkynið. Talið er að fleiri tennur tapist af völdum hennar eftir 40 ára aldur en af nokkrum öðrum ástæðum.

Heimildir:

=tannheilsa" target="_blank">Grein um tannheilsu á netdoktor.is

Greinar af tannheilsu.is:

Tannheilsa aldraðra

Koma fullorðinstanna

Myndin er fengin hjá tannheilsu.is

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...