Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver uppgötvaði frumuna?

Halldór Þormar

Uppgötvanir í vísindum eru oftast ekki gerðar af einum manni eða eru einstakir atburðir heldur eru þær ferli sem taka mismunandi langan tíma.

Þannig var það einnig um uppgötvun frumunnar. Hún tengist þróun smásjárinnar og framförum í smásjárrannsóknum. Eftir að tókst að búa til litvísar (akrómatískar) linsur í byrjun 19. aldar gerðu menn sér grein fyrir að plöntuvefir voru uppbyggðir af litlum einingum sem voru afmarkaðar af vegg sem var sýnilegur í smásjá. Þessar einingar voru nefndar "cells", en höfundur þeirrar nafngiftar var Robert Hooke (1665) sem sá þessi "hólf" í korki en gerði sér þó enga grein fyrir þýðingu þeirra. Löngu síðar fengu þessar einingar heitið fruma á íslensku.

Robert Brown (1831) sá fyrstur frumukjarnann (nucleus) í frumum í húðvef orkídea og fljótlega var staðfest að frumukjarni var til staðar í öllum plöntufrumum og einkenndi þær engu síður en frumuveggurinn. Grasafræðingurinn Matthias Schleiden birti rannsóknir sínar á frumukjarna plöntufruma árið 1838. Þar gerði hann grein fyrir uppgötvun sinni á kjarnakorninu (nucleolus) sem hann taldi vera mikilvægasta hluta frumunnar.

Rannsóknir Schleiden vöktu mikla athygli og Theodor Schwann, sem var að rannsaka fósturþroskun hjá froskum, fann fljótlega kjarna með kjarnakornum í vefjum halakörtu og skömmu síðar í vefjum froska. Hann dró þá ályktun að dýravefir væru uppbyggðir af frumum eins og plöntuvefir, þó að dýrafrumur hefðu ekki um sig frumuvegg eins og plöntufrumurnar. Seinna kom í ljós að dýrafrumur hafa frumuhimnu sem er ekki sýnileg í ljóssmásjá.

Saman eru Schleiden og Schwann taldir höfundar frumukenningarinnar (1839) sem segir að fruman sé frumeining allra lífvera, plantna og dýra, og undirstaða lífsstarfsemi þeirra. Einnig að hún sé minnsta eining sem getur lifað sjálfstæðu lífi. Rudolf Virchow setti fram viðbót við frumukenninguna laust eftir miðja 19. öld þess efnis að frumur geti aðeins orðið til af öðrum frumum:
"Wo eine Zelle entsteht, da muss eine Zelle vorausgegangen sein, ebenso wie das Tier nur aus dem Tiere, die Pflanze nur aus der Pflanze entstehen kann". (Þar sem fruma myndast, þar hlýtur að hafa verið fruma fyrir, rétt eins og dýr geta aðeins myndast af dýrum og plöntur af plöntum.)

Frumukenningin var fljótlega viðurkennd af öllum líffræðingum og varð upphaf að miklum framförum í líffræði sem lögðu grundvöllinn að erfðafræði og sameindalíffræði nútímans.

Höfundur

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

28.2.2000

Spyrjandi

Björgvin Gauti Bæringsson

Efnisorð

Tilvísun

Halldór Þormar. „Hver uppgötvaði frumuna?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2000, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=152.

Halldór Þormar. (2000, 28. febrúar). Hver uppgötvaði frumuna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=152

Halldór Þormar. „Hver uppgötvaði frumuna?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2000. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=152>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver uppgötvaði frumuna?
Uppgötvanir í vísindum eru oftast ekki gerðar af einum manni eða eru einstakir atburðir heldur eru þær ferli sem taka mismunandi langan tíma.

Þannig var það einnig um uppgötvun frumunnar. Hún tengist þróun smásjárinnar og framförum í smásjárrannsóknum. Eftir að tókst að búa til litvísar (akrómatískar) linsur í byrjun 19. aldar gerðu menn sér grein fyrir að plöntuvefir voru uppbyggðir af litlum einingum sem voru afmarkaðar af vegg sem var sýnilegur í smásjá. Þessar einingar voru nefndar "cells", en höfundur þeirrar nafngiftar var Robert Hooke (1665) sem sá þessi "hólf" í korki en gerði sér þó enga grein fyrir þýðingu þeirra. Löngu síðar fengu þessar einingar heitið fruma á íslensku.

Robert Brown (1831) sá fyrstur frumukjarnann (nucleus) í frumum í húðvef orkídea og fljótlega var staðfest að frumukjarni var til staðar í öllum plöntufrumum og einkenndi þær engu síður en frumuveggurinn. Grasafræðingurinn Matthias Schleiden birti rannsóknir sínar á frumukjarna plöntufruma árið 1838. Þar gerði hann grein fyrir uppgötvun sinni á kjarnakorninu (nucleolus) sem hann taldi vera mikilvægasta hluta frumunnar.

Rannsóknir Schleiden vöktu mikla athygli og Theodor Schwann, sem var að rannsaka fósturþroskun hjá froskum, fann fljótlega kjarna með kjarnakornum í vefjum halakörtu og skömmu síðar í vefjum froska. Hann dró þá ályktun að dýravefir væru uppbyggðir af frumum eins og plöntuvefir, þó að dýrafrumur hefðu ekki um sig frumuvegg eins og plöntufrumurnar. Seinna kom í ljós að dýrafrumur hafa frumuhimnu sem er ekki sýnileg í ljóssmásjá.

Saman eru Schleiden og Schwann taldir höfundar frumukenningarinnar (1839) sem segir að fruman sé frumeining allra lífvera, plantna og dýra, og undirstaða lífsstarfsemi þeirra. Einnig að hún sé minnsta eining sem getur lifað sjálfstæðu lífi. Rudolf Virchow setti fram viðbót við frumukenninguna laust eftir miðja 19. öld þess efnis að frumur geti aðeins orðið til af öðrum frumum:
"Wo eine Zelle entsteht, da muss eine Zelle vorausgegangen sein, ebenso wie das Tier nur aus dem Tiere, die Pflanze nur aus der Pflanze entstehen kann". (Þar sem fruma myndast, þar hlýtur að hafa verið fruma fyrir, rétt eins og dýr geta aðeins myndast af dýrum og plöntur af plöntum.)

Frumukenningin var fljótlega viðurkennd af öllum líffræðingum og varð upphaf að miklum framförum í líffræði sem lögðu grundvöllinn að erfðafræði og sameindalíffræði nútímans....