Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?

Ólína Þorvarðardóttir

Búkolla er kynjavera í gömlu íslensku ævintýri. Hún er tekin upp í Vættatali Árna Björnssonar (bls. 28) og þar sögð „ævintýraleg kýr sem kann mannamál”. Búkolla er ekki „vættur” í hefðbundnum skilningi þess orðs en hún er engu að síður „yfirnáttúruleg vera" og réttlætir það veru hennar í vættatalinu.

Sagan af Búkollu er mjög gömul og hefur til að bera ýmis séríslensk einkenni. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er að finna tvær gerðir af Búkollusögunni. Önnur þeirra greinir frá Búkollu og stráknum (JÁ II, 444), hin segir frá systrunum Sigríði, Signýju og Helgu karlsdætrum sem fara úr garðshorni að leita Búkollu. Sigríður og Signý bíða fjörtjón við leitina en Helga lendir í því að leysa ýmsar þrautir fyrir skessu með aðstoð Dordinguls (JÁ II, 442). Þessi saga er að líkindum samsetningur úr tveimur ævintýrum eins og Einar Ól. Sveinsson hefur bent á, annarsvegar sögunni af Búkollu og stráknum, hinsvegar úr öðru ævintýri (eða ævintýrum) þar sem þrautaminnið kemur við sögu (EÓS, 233).

En þó að Búkollusagan sé íslenskt ævintýri þá eru í henni minni og frásagnarliðir sem eru sameiginlegir með erlendum ævintýrum, enda eru ævintýri alþjóðlegt fyrirbæri. Þau flakka milli landa og samfélaga og festa rætur í nýjum heimkynnum þar sem þau taka á sig sérþjóðleg einkenni.

Búkollusagan er fjölþjóðleg í þeim skilningi að hún er ævintýri. Hún er hinsvegar séríslensk í þeim skilningi að Búkolla er íslenskt heiti á íslenskri kynjaskepnu sem talar mannamál og er stolið frá karli og kerlingu, stundum ásamt nýbornum kálfi. Hún breytir hnakka- eða halahárum sínum í fljót, bál og bjarg sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Stór kynjaskepna af tröllakyni, naut eða hundur, drekkur upp vatnið, mígur eða spýr því yfir bálið og borar svo gat í fjallið þar sem tröllin festast og verða að steini. Gatið í berginu er fornt minni sem við þekkjum úr Snorra-Eddu og Eddukvæðum. Í Skáldskaparmálum (5) og Hávamálum (104-110) segir frá því þegar Baugi jötunn borar gat í bergið með nafarnum Rata til þess að Óðinn geti skriðið þar í gegn í ormslíki til að ná skáldamiðinum af Gunnlöðu.

Búkolla eftir Ásgrím Jónsson

Minnið um kynjaflótta frá trölli eða óvætti þar sem hinn mennski maður kemst undan með því að kasta einhverju aftur fyrir sig sem verður að vatni, fjalli, eldi eða skógi, er sameiginlegt mörgum ævintýrum. Það mun fyrst koma fyrir í japanskri hetjusögu (Isanagi og Ísanami) frá því um 700 og nokkru síðar í indverskri ævintýrasögu (Kathasaritsagara) frá því um 1100, og einnig í galdrasögu hjá Saxo Grammaticusi um 1200.

Hvernig sagan er til orðin hér á landi er erfitt að segja. Einar Ól. Sveinsson bendir á að hún gæti verið óháð skemmtisaga líkt og sagan af Kolrössu er talin vera. En það er líka til í dæminu að hún sé samin upp úr öðrum ævintýrum (til dæmis um strákinn með gullhárið) eða jafnvel fornum og alvarlegri trúarsögnum um kynjaflóttann (EÓS, 233).

Hvað sem því líður er óhætt að fullyrða að sagan um Búkollu sé íslenskt ævintýri, vissulega ofið úr þeim samþjóðlega menningararfi sem íslensk munnmæli byggja á, en hún er engu að síður til orðin, mótuð og slípuð við íslenskar aðstæður í tímans rás.

Heimildir:

Árni Björnsson 1990: Íslenskt vættatal. Mál og menning. Reykjavík.

Einar Ól. Sveinsson 1940: Íslenzkar þjóðsögur. Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík.

Jón Árnason 1961: Íslenskar þjóðsögur og ævintýri II. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Reykjavík.

Simek, Rudolf 1993: Hugtök og heiti í norrænni goðafræði. Heimir Pálsson ritstýrði. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Heimskringla. Reykjavík.

Mynd fengin af vefsetri Listasafns Íslands

Höfundur

Dr. Phil. í íslenskum bókmenntum og þjóðfræði

Útgáfudagur

23.4.2001

Spyrjandi

Rósa Harðardóttir

Tilvísun

Ólína Þorvarðardóttir. „Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2001, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1523.

Ólína Þorvarðardóttir. (2001, 23. apríl). Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1523

Ólína Þorvarðardóttir. „Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2001. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1523>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?
Búkolla er kynjavera í gömlu íslensku ævintýri. Hún er tekin upp í Vættatali Árna Björnssonar (bls. 28) og þar sögð „ævintýraleg kýr sem kann mannamál”. Búkolla er ekki „vættur” í hefðbundnum skilningi þess orðs en hún er engu að síður „yfirnáttúruleg vera" og réttlætir það veru hennar í vættatalinu.

Sagan af Búkollu er mjög gömul og hefur til að bera ýmis séríslensk einkenni. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er að finna tvær gerðir af Búkollusögunni. Önnur þeirra greinir frá Búkollu og stráknum (JÁ II, 444), hin segir frá systrunum Sigríði, Signýju og Helgu karlsdætrum sem fara úr garðshorni að leita Búkollu. Sigríður og Signý bíða fjörtjón við leitina en Helga lendir í því að leysa ýmsar þrautir fyrir skessu með aðstoð Dordinguls (JÁ II, 442). Þessi saga er að líkindum samsetningur úr tveimur ævintýrum eins og Einar Ól. Sveinsson hefur bent á, annarsvegar sögunni af Búkollu og stráknum, hinsvegar úr öðru ævintýri (eða ævintýrum) þar sem þrautaminnið kemur við sögu (EÓS, 233).

En þó að Búkollusagan sé íslenskt ævintýri þá eru í henni minni og frásagnarliðir sem eru sameiginlegir með erlendum ævintýrum, enda eru ævintýri alþjóðlegt fyrirbæri. Þau flakka milli landa og samfélaga og festa rætur í nýjum heimkynnum þar sem þau taka á sig sérþjóðleg einkenni.

Búkollusagan er fjölþjóðleg í þeim skilningi að hún er ævintýri. Hún er hinsvegar séríslensk í þeim skilningi að Búkolla er íslenskt heiti á íslenskri kynjaskepnu sem talar mannamál og er stolið frá karli og kerlingu, stundum ásamt nýbornum kálfi. Hún breytir hnakka- eða halahárum sínum í fljót, bál og bjarg sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Stór kynjaskepna af tröllakyni, naut eða hundur, drekkur upp vatnið, mígur eða spýr því yfir bálið og borar svo gat í fjallið þar sem tröllin festast og verða að steini. Gatið í berginu er fornt minni sem við þekkjum úr Snorra-Eddu og Eddukvæðum. Í Skáldskaparmálum (5) og Hávamálum (104-110) segir frá því þegar Baugi jötunn borar gat í bergið með nafarnum Rata til þess að Óðinn geti skriðið þar í gegn í ormslíki til að ná skáldamiðinum af Gunnlöðu.

Búkolla eftir Ásgrím Jónsson

Minnið um kynjaflótta frá trölli eða óvætti þar sem hinn mennski maður kemst undan með því að kasta einhverju aftur fyrir sig sem verður að vatni, fjalli, eldi eða skógi, er sameiginlegt mörgum ævintýrum. Það mun fyrst koma fyrir í japanskri hetjusögu (Isanagi og Ísanami) frá því um 700 og nokkru síðar í indverskri ævintýrasögu (Kathasaritsagara) frá því um 1100, og einnig í galdrasögu hjá Saxo Grammaticusi um 1200.

Hvernig sagan er til orðin hér á landi er erfitt að segja. Einar Ól. Sveinsson bendir á að hún gæti verið óháð skemmtisaga líkt og sagan af Kolrössu er talin vera. En það er líka til í dæminu að hún sé samin upp úr öðrum ævintýrum (til dæmis um strákinn með gullhárið) eða jafnvel fornum og alvarlegri trúarsögnum um kynjaflóttann (EÓS, 233).

Hvað sem því líður er óhætt að fullyrða að sagan um Búkollu sé íslenskt ævintýri, vissulega ofið úr þeim samþjóðlega menningararfi sem íslensk munnmæli byggja á, en hún er engu að síður til orðin, mótuð og slípuð við íslenskar aðstæður í tímans rás.

Heimildir:

Árni Björnsson 1990: Íslenskt vættatal. Mál og menning. Reykjavík.

Einar Ól. Sveinsson 1940: Íslenzkar þjóðsögur. Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík.

Jón Árnason 1961: Íslenskar þjóðsögur og ævintýri II. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Reykjavík.

Simek, Rudolf 1993: Hugtök og heiti í norrænni goðafræði. Heimir Pálsson ritstýrði. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Heimskringla. Reykjavík.

Mynd fengin af vefsetri Listasafns Íslands...