Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:53 • Sest 07:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:00 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er hægt að nota forliðinn forkunn til að lýsa hlutum á neikvæðan hátt, til dæmis forkunnarljótur?

Guðrún Kvaran

Nafnorðið forkunn merkir ‛ágæti, snilld’ og í eldra máli einnig ‛löngun, þrá’. Eignarfallið forkunnar- er notað sem áhersluliður lýsingarorða, langoftast í jákvæðri merkingu. Dæmi: forkunnarfagur, forkunnarfríður, forkunnarglaður, forkunnargóður og mörg fleiri.

Eignarfallið forkunnar- er notað sem áhersluliður lýsingarorða, langoftast í jákvæðri merkingu, til dæmis forkunnarfagur

Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru einnig tvö dæmi um neikvæða herðandi merkingu. Þau eru: forkunnaraumlegur og forkunnarskammir. Bæði eru frá síðari hluta 19. aldar. Eftir þeim að dæma virðast menn hafa getað skilið herðandi merkinguna sem ‛mikið af einhverju’. Forliðurinn er ekki eins virkur nú eins og hann var á 19. og 20. öld en af því sem á undan er komið er alveg hugsanlegt að einhver geti talað um forkunnarljótan mann ef sá hinn sami er afar ófríður.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvaða forkunn er þetta hjá þeim sem eru forkunnarfagrir og er hægt að nota forliðinn forkunn til að lýsa hlutum á neikvæðan hátt, til dæmis forkunnarljótur?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.8.2012

Spyrjandi

María Rúnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er hægt að nota forliðinn forkunn til að lýsa hlutum á neikvæðan hátt, til dæmis forkunnarljótur?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2012. Sótt 2. apríl 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=15232.

Guðrún Kvaran. (2012, 16. ágúst). Er hægt að nota forliðinn forkunn til að lýsa hlutum á neikvæðan hátt, til dæmis forkunnarljótur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=15232

Guðrún Kvaran. „Er hægt að nota forliðinn forkunn til að lýsa hlutum á neikvæðan hátt, til dæmis forkunnarljótur?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2012. Vefsíða. 2. apr. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=15232>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að nota forliðinn forkunn til að lýsa hlutum á neikvæðan hátt, til dæmis forkunnarljótur?
Nafnorðið forkunn merkir ‛ágæti, snilld’ og í eldra máli einnig ‛löngun, þrá’. Eignarfallið forkunnar- er notað sem áhersluliður lýsingarorða, langoftast í jákvæðri merkingu. Dæmi: forkunnarfagur, forkunnarfríður, forkunnarglaður, forkunnargóður og mörg fleiri.

Eignarfallið forkunnar- er notað sem áhersluliður lýsingarorða, langoftast í jákvæðri merkingu, til dæmis forkunnarfagur

Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru einnig tvö dæmi um neikvæða herðandi merkingu. Þau eru: forkunnaraumlegur og forkunnarskammir. Bæði eru frá síðari hluta 19. aldar. Eftir þeim að dæma virðast menn hafa getað skilið herðandi merkinguna sem ‛mikið af einhverju’. Forliðurinn er ekki eins virkur nú eins og hann var á 19. og 20. öld en af því sem á undan er komið er alveg hugsanlegt að einhver geti talað um forkunnarljótan mann ef sá hinn sami er afar ófríður.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvaða forkunn er þetta hjá þeim sem eru forkunnarfagrir og er hægt að nota forliðinn forkunn til að lýsa hlutum á neikvæðan hátt, til dæmis forkunnarljótur?
...