Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er barnasjúkdómurinn Perthes?

Sjúkdómur Legg-Calvé-Perthes ber nafn þeirra sem lýstu honum fyrst. Um er að ræða drep í efsta hluta lærleggsins (caput femoris), það er í þeim hluta sem liggur í mjaðmaskálinni. Drepið orsakast af því að þessi hluti lærleggsins fær ekki nægilegt súrefni vegna minnkaðs blóðflæðis og deyr þá beinvefurinn.

Þessi sjúkdómur kemur oftar fyrir hjá drengjum en stúlkum. Algengastur er hann á aldrinum 5 - 9 ára, en getur komið fyrir allt niður í 2 ára og upp í 11 ára aldur. Einkenni sjúkdómsins eru verkir í mjöðm og helti. Á röntgenmynd sést að það eru eyður í beininu þar sem beinvefurinn hefur dáið. Nýtt bein myndast á 2 - 3 árum, en yfirleitt veldur þessi sjúkdómur aflögun á beininu sem aftur getur valdið skemmd á mjaðmarliðnum. Meðferðin miðast að því að koma í veg fyrir, eins og hægt er, að mikil aflögun verði á beininu. Það er gert með því að setja barnið í gifs eða með skurðaðgerð.

Útgáfudagur

24.4.2001

Spyrjandi

Magnús Sveinbjörnsson

Höfundur

Tilvísun

Þórður Þórkelsson. „Hvernig er barnasjúkdómurinn Perthes?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2001. Sótt 28. maí 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=1525.

Þórður Þórkelsson. (2001, 24. apríl). Hvernig er barnasjúkdómurinn Perthes? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1525

Þórður Þórkelsson. „Hvernig er barnasjúkdómurinn Perthes?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2001. Vefsíða. 28. maí. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1525>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Flugeldar

Flugeldar þróuðust í Kína fyrir um 1000 árum í kjölfar þess að púðrið var fundið upp. Litadýrð flugelda orsakast af málmflögum sem settar eru í púðrið, t.d. flögum úr áli, járni, stáli, sinki eða magnesíni. Auk þess eru oft notuð málmsölt eins og t.d. koparklóríð, kalsínklóríð eða barínklórið. Kopar gefur bláan lit, kalsín appelsínugulan lit og barín grænan.