Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt okkur um jötunuxa? Fljúga þeir og eru þeir varasamir?

Erling Ólafsson

Jötunuxi (Creophilus maxillosus) er skordýr sem finnst helst í hræjum og skíthaugum, meðal annars í gripahúsum, einnig í safnhaugum og undir þangi reknu á fjörur. Hann liggur í dvala sem fullorðinn og kemur fram í apríl til að verpa. Uppvaxtarskeið lirfa er um hásumarið og ný kynslóð bjallna skríður úr púpum síðsumars og á haustin og leggst hún í dvala. Jötunuxi er argasta rándýr, bæði bjöllur og lirfur.

Jötunuxi er langstærstur fjölmargra tegunda uxa hérlendis. Hann á það til að skelfa viðkvæma þegar hann kemur aðvífandi á flugi og sest í óhóflegu návígi. Hann flýgur nefnilega gjarnan á hlýjum, sólbjörtum dögum. Jötunuxi er almeinlaus en getur þó bitið með öflugum kjálkum sínum ef hann er gripinn á milli fingurgóma. Hann er auðþekktur á stærð og gráhærðu belti yfir skjaldvængina.


Jötunuxinn er almeinlaus en getur bitið með öflugum kjálkum ef hann er gripinn á milli fingurgóma. © Erling Ólafsson.

Samkvæmt gamalli trú mátti hafa af jötunuxa gagn. Reynt var að halda börnum frá varasömum vatnsbökkum með þeirri sögu að brunnklukkur gætu flogið upp úr vatninu, upp í munn og áfram niður í „maga“ þar sem þær myndu éta lifrina. Það eitt var þá til ráðs að gleypa jötunuxa sem myndi drepa brunnklukkuna. Ekki verður lagt mat á ágæti þeirrar ráðleggingar hér.

Hér á landi finnst jötunuxi á láglendi um land allt. Hann hefur einnig fundist í Hvannalindum norðan Vatnajökuls, væntanlega sem flækingur með vindum.

Heimildir:
  • Anderson, F.W. & P. Falk 1935. Observations of the ecology of the central desert of Iceland. Journ. of Ecology 23: 406–421.
  • Larsson, S.G. & Geir Gígja 1959. Coleoptera 1. Synopsis. Zoology of Iceland III, Part 46a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 218 bls.

Mynd:
  • Jötunuxi. © Erling Ólafsson.Sótt 26.8.2009.


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd. Upprunalegi textinn er hér og lesendur eru hvattir til að kynna sér hann og afla sér frekari fróðleiks um pöddur.

Höfundur

Erling Ólafsson

skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun

Útgáfudagur

26.8.2009

Spyrjandi

Karel Geir, Hugrún Sigurðardótti, Ragnar Pálmason, Hulda Sigurðardóttir

Tilvísun

Erling Ólafsson. „Hvað getið þið sagt okkur um jötunuxa? Fljúga þeir og eru þeir varasamir?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=15258.

Erling Ólafsson. (2009, 26. ágúst). Hvað getið þið sagt okkur um jötunuxa? Fljúga þeir og eru þeir varasamir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=15258

Erling Ólafsson. „Hvað getið þið sagt okkur um jötunuxa? Fljúga þeir og eru þeir varasamir?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=15258>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt okkur um jötunuxa? Fljúga þeir og eru þeir varasamir?
Jötunuxi (Creophilus maxillosus) er skordýr sem finnst helst í hræjum og skíthaugum, meðal annars í gripahúsum, einnig í safnhaugum og undir þangi reknu á fjörur. Hann liggur í dvala sem fullorðinn og kemur fram í apríl til að verpa. Uppvaxtarskeið lirfa er um hásumarið og ný kynslóð bjallna skríður úr púpum síðsumars og á haustin og leggst hún í dvala. Jötunuxi er argasta rándýr, bæði bjöllur og lirfur.

Jötunuxi er langstærstur fjölmargra tegunda uxa hérlendis. Hann á það til að skelfa viðkvæma þegar hann kemur aðvífandi á flugi og sest í óhóflegu návígi. Hann flýgur nefnilega gjarnan á hlýjum, sólbjörtum dögum. Jötunuxi er almeinlaus en getur þó bitið með öflugum kjálkum sínum ef hann er gripinn á milli fingurgóma. Hann er auðþekktur á stærð og gráhærðu belti yfir skjaldvængina.


Jötunuxinn er almeinlaus en getur bitið með öflugum kjálkum ef hann er gripinn á milli fingurgóma. © Erling Ólafsson.

Samkvæmt gamalli trú mátti hafa af jötunuxa gagn. Reynt var að halda börnum frá varasömum vatnsbökkum með þeirri sögu að brunnklukkur gætu flogið upp úr vatninu, upp í munn og áfram niður í „maga“ þar sem þær myndu éta lifrina. Það eitt var þá til ráðs að gleypa jötunuxa sem myndi drepa brunnklukkuna. Ekki verður lagt mat á ágæti þeirrar ráðleggingar hér.

Hér á landi finnst jötunuxi á láglendi um land allt. Hann hefur einnig fundist í Hvannalindum norðan Vatnajökuls, væntanlega sem flækingur með vindum.

Heimildir:
  • Anderson, F.W. & P. Falk 1935. Observations of the ecology of the central desert of Iceland. Journ. of Ecology 23: 406–421.
  • Larsson, S.G. & Geir Gígja 1959. Coleoptera 1. Synopsis. Zoology of Iceland III, Part 46a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 218 bls.

Mynd:
  • Jötunuxi. © Erling Ólafsson.Sótt 26.8.2009.


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd. Upprunalegi textinn er hér og lesendur eru hvattir til að kynna sér hann og afla sér frekari fróðleiks um pöddur....