Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp húðflúr?

Sveinn Eggertsson

Húðflúr hefur örugglega margoft verið fundið upp og þá sennilega oftast óvart. Til dæmis þarf ekki annað en að sótugt bein stingist óvart í húð manns til að vísir að húðflúri sé kominn og veiðimaður sem hagræðir sér við eld sem hann hefur nýverið notað til matreiðslu veiðibráðar á á nokkurri hættu að slíkt óhapp hendi. En óhöppum má snúa sér í hag og það er einmitt það sem meðlimir ýmissa þjóðflokka, til dæmis á Nýju Gíneu, virðast hafa gert en þeir nota bein og sót til að teikna varanleg mynstur á húð hver annars.

En í stað þess að leita þess sem fann upp húðflúrið má rekja sögulegan (og forsögulegan) feril þess. Fornleifafræðingar sem rannsakað hafa mannamyndir sem Evrópufólk frá því 6000 árum fyrir Krist tálgaði telja að það hafi flúrað myndir á andlit sitt og skrokk. Fornleifar frá Egyptalandi 4000 árum f. Kr. gefa vísbendingar um að fólk af tilteknum stéttum - aðallega konur - hafi borið húðflúr. Fræðimenn hafa síðan getið sér þess til að húðflúrið hafi borist frá botni Miðjarðarhafs um Asíu til Pólýnesíu um 2000 árum f. Kr.

Í Evrópu fornaldar var húðflúr algengt. Sérstaklega virðast þeir hópar sem byggðu Bretlandseyjar hafa stundað þessa iðju af kappi, og rómverskir hermenn eru sagðir hafa fengið mikið dálæti á húðflúri eftir kynni sín af eyjaskeggjum. Kirkjunnar menn voru þó ekki hrifnir af því að menn skyldu vanhelga sköpunarverk Guðs með þessum hætti og töluðu gegn húðflúri eða bönnuðu á tímabilum alfarið.

Á tímum krossferðanna varð húðflúr krossmarks eða annars trúarlegs tákns þó að sið meðal krossfara sem vildu með því tryggja kristilega útför ef þeir gæfu upp öndina meðal ókunnra í fjarlægum löndum. Annars konar húðflúrun virðist hafa liðið undir lok í Evrópu á þessum tíma.

Með kynnum evrópskra sæfara af Pólýnesum um 1800 hófst nýtt tímabil í sögu húðflúrs í Evrópu. Meðal Pólýnesíubúa er húðflúr mjög algengt og evrópsku ferðalangarnir hrifust margir af því og létu gera á sig myndir sem síðan bárust með þeim heim. Húðflúraðir Pólýnesar voru einnig fluttir til Evrópu og sýndir sem furðugripir.

Húðflúr varð mjög vinsælt meðal tiltekinna hópa í Evrópu; annars vegar meðal aðalsmanna, en ýmsir konungar og keisarar létu tattúera sig, og hins vegar meðal vændiskvenna og glæpamanna. Þessi síðari hópur virðist hafa haft mun meiri áhrif á þá ímynd sem húðflúr fékk í huga evrópskrar millistéttar. Þekktur 19. aldar afbrotafræðingur, Lombroso að nafni, taldi til dæmis þörfina á að láta húðflúra sig vera eitt af einkennum meðfæddrar glæpahneigðar. Líklega eru fáir sammála Lombroso í dag.

En varðandi uppruna húðflúrs má í lokin minna á að það er af margvíslegum toga. Þótt við flokkum tilteknar athafnir saman undir merkimiðanum „húðflúr” er ekki þar með sagt að nokkuð sé líkt með athöfnunum annað en það að sett eru litarefni í húð. Tilgangur myndanna og merkingin sem fólk leggur í þær eru oft mjög ólík. Frá merkingarlegu sjónarhorni er til að mynda fátt sameiginlegt með húðflúri sem Pólýnesíumaður lætur gera á líkama sinn til að loka honum og mynda vörn gegn hættulegum öflum og númerunum sem nasistar í Þýskalandi skráðu á handleggi Gyðinga og annarra fanga í útrýmingarbúðum.

Heimildir:

  • Gell, A. 1993, Wrapping in images: Tattooing in Polynesia. Oxford: Clarendon Press.
  • Gell, A. 1995, „Closure and multiplication: an essay on Polynesian cosmology and ritual”, í Cosmos and society in Oceania. Ritstj. D. de Coppet og A. Iteanu. Oxford: Berg.
  • Sanders, C.R. 1989, Customizing the body: The art and culture of tattooing. Philadelphia: Temple University Press.



Saga húðflúrs (á ensku) eftirTerence Lynn, M.Ed.

Höfundur

lektor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.4.2001

Spyrjandi

Svanur Þór Smárason

Tilvísun

Sveinn Eggertsson. „Hver fann upp húðflúr?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2001, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1526.

Sveinn Eggertsson. (2001, 24. apríl). Hver fann upp húðflúr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1526

Sveinn Eggertsson. „Hver fann upp húðflúr?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2001. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1526>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp húðflúr?
Húðflúr hefur örugglega margoft verið fundið upp og þá sennilega oftast óvart. Til dæmis þarf ekki annað en að sótugt bein stingist óvart í húð manns til að vísir að húðflúri sé kominn og veiðimaður sem hagræðir sér við eld sem hann hefur nýverið notað til matreiðslu veiðibráðar á á nokkurri hættu að slíkt óhapp hendi. En óhöppum má snúa sér í hag og það er einmitt það sem meðlimir ýmissa þjóðflokka, til dæmis á Nýju Gíneu, virðast hafa gert en þeir nota bein og sót til að teikna varanleg mynstur á húð hver annars.

En í stað þess að leita þess sem fann upp húðflúrið má rekja sögulegan (og forsögulegan) feril þess. Fornleifafræðingar sem rannsakað hafa mannamyndir sem Evrópufólk frá því 6000 árum fyrir Krist tálgaði telja að það hafi flúrað myndir á andlit sitt og skrokk. Fornleifar frá Egyptalandi 4000 árum f. Kr. gefa vísbendingar um að fólk af tilteknum stéttum - aðallega konur - hafi borið húðflúr. Fræðimenn hafa síðan getið sér þess til að húðflúrið hafi borist frá botni Miðjarðarhafs um Asíu til Pólýnesíu um 2000 árum f. Kr.

Í Evrópu fornaldar var húðflúr algengt. Sérstaklega virðast þeir hópar sem byggðu Bretlandseyjar hafa stundað þessa iðju af kappi, og rómverskir hermenn eru sagðir hafa fengið mikið dálæti á húðflúri eftir kynni sín af eyjaskeggjum. Kirkjunnar menn voru þó ekki hrifnir af því að menn skyldu vanhelga sköpunarverk Guðs með þessum hætti og töluðu gegn húðflúri eða bönnuðu á tímabilum alfarið.

Á tímum krossferðanna varð húðflúr krossmarks eða annars trúarlegs tákns þó að sið meðal krossfara sem vildu með því tryggja kristilega útför ef þeir gæfu upp öndina meðal ókunnra í fjarlægum löndum. Annars konar húðflúrun virðist hafa liðið undir lok í Evrópu á þessum tíma.

Með kynnum evrópskra sæfara af Pólýnesum um 1800 hófst nýtt tímabil í sögu húðflúrs í Evrópu. Meðal Pólýnesíubúa er húðflúr mjög algengt og evrópsku ferðalangarnir hrifust margir af því og létu gera á sig myndir sem síðan bárust með þeim heim. Húðflúraðir Pólýnesar voru einnig fluttir til Evrópu og sýndir sem furðugripir.

Húðflúr varð mjög vinsælt meðal tiltekinna hópa í Evrópu; annars vegar meðal aðalsmanna, en ýmsir konungar og keisarar létu tattúera sig, og hins vegar meðal vændiskvenna og glæpamanna. Þessi síðari hópur virðist hafa haft mun meiri áhrif á þá ímynd sem húðflúr fékk í huga evrópskrar millistéttar. Þekktur 19. aldar afbrotafræðingur, Lombroso að nafni, taldi til dæmis þörfina á að láta húðflúra sig vera eitt af einkennum meðfæddrar glæpahneigðar. Líklega eru fáir sammála Lombroso í dag.

En varðandi uppruna húðflúrs má í lokin minna á að það er af margvíslegum toga. Þótt við flokkum tilteknar athafnir saman undir merkimiðanum „húðflúr” er ekki þar með sagt að nokkuð sé líkt með athöfnunum annað en það að sett eru litarefni í húð. Tilgangur myndanna og merkingin sem fólk leggur í þær eru oft mjög ólík. Frá merkingarlegu sjónarhorni er til að mynda fátt sameiginlegt með húðflúri sem Pólýnesíumaður lætur gera á líkama sinn til að loka honum og mynda vörn gegn hættulegum öflum og númerunum sem nasistar í Þýskalandi skráðu á handleggi Gyðinga og annarra fanga í útrýmingarbúðum.

Heimildir:

  • Gell, A. 1993, Wrapping in images: Tattooing in Polynesia. Oxford: Clarendon Press.
  • Gell, A. 1995, „Closure and multiplication: an essay on Polynesian cosmology and ritual”, í Cosmos and society in Oceania. Ritstj. D. de Coppet og A. Iteanu. Oxford: Berg.
  • Sanders, C.R. 1989, Customizing the body: The art and culture of tattooing. Philadelphia: Temple University Press.



Saga húðflúrs (á ensku) eftirTerence Lynn, M.Ed.

...