Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er til íslenskt orð í staðinn fyrir hálf-íslenska orðið „töffari”?

Guðrún Kvaran

Orðið töffari hefur fleiri en eina merkingu. Það er haft um þann sem klæðir sig á áberandi hátt og er þá notað svipað og stælgæi. En það er einnig notað um þann sem lætur mikið á sér bera á ákveðnu sviði, vill ganga í augun á félögunum. Hann er sem sagt kaldur karl eða svalur náungi.

Íslenska á afar mörg orð notuð bæði í jákvæðri og neikvæðri merkingu um karla og konur. Um töffari í fyrri merkingunni komast líklegast næst orð eins og buxnaskjóni, gleiðgosi, puðrureddi, snipparamenni, stertimenni, spjátrungur, sundurgerðarmaður eða spóki en um töffari í síðari merkingunni gassi, gomsari eða hágóni.

Um orð af þessu tagi má lesa í greininni „Ambindrylla og puðrureddi” eftir Guðrúnu Kvaran í tímaritinu Íslenskt mál 16.-17. árgangi, bls. 171-208 .Mynd af töffaranum James Dean: allwall.com

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.4.2001

Spyrjandi

Sigurður Jónsson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er til íslenskt orð í staðinn fyrir hálf-íslenska orðið „töffari”?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2001. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1529.

Guðrún Kvaran. (2001, 24. apríl). Er til íslenskt orð í staðinn fyrir hálf-íslenska orðið „töffari”? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1529

Guðrún Kvaran. „Er til íslenskt orð í staðinn fyrir hálf-íslenska orðið „töffari”?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2001. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1529>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til íslenskt orð í staðinn fyrir hálf-íslenska orðið „töffari”?
Orðið töffari hefur fleiri en eina merkingu. Það er haft um þann sem klæðir sig á áberandi hátt og er þá notað svipað og stælgæi. En það er einnig notað um þann sem lætur mikið á sér bera á ákveðnu sviði, vill ganga í augun á félögunum. Hann er sem sagt kaldur karl eða svalur náungi.

Íslenska á afar mörg orð notuð bæði í jákvæðri og neikvæðri merkingu um karla og konur. Um töffari í fyrri merkingunni komast líklegast næst orð eins og buxnaskjóni, gleiðgosi, puðrureddi, snipparamenni, stertimenni, spjátrungur, sundurgerðarmaður eða spóki en um töffari í síðari merkingunni gassi, gomsari eða hágóni.

Um orð af þessu tagi má lesa í greininni „Ambindrylla og puðrureddi” eftir Guðrúnu Kvaran í tímaritinu Íslenskt mál 16.-17. árgangi, bls. 171-208 .Mynd af töffaranum James Dean: allwall.com...