Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona?

Arnfríður Guðmundsdóttir

Hér verður gerð tilraun til þess að svara þessari stóru spurningu með stuttu svari. Vona ég að spyrjandi verði einhverju nær.

Það er ekki nýtt að Guð sé karlgerður eða kvengerður, slíkt hefur tíðkast í kristinni hefð frá fyrstu tíð og í Gyðingdómi þar á undan eins og sést í Gamla testamentinu. Kvenlegir og karllegir eiginleikar hafa verið eignaðir Guði og Guð settur í kvenleg og karlleg hlutverk. Guð Gamla testamentisins er gjarnan faðir, konungur eða dómari, en sjaldan lýst í kvenlegum hlutverkum, en þó eru þar undantekningar á (til dæmis Jesaja 66:13). Í Nýja testamentinu er gjarnan talað um Guð sem föður, hirði, konung, en einnig er Guði líkt við konu sem leitar að týndri drökmu (Lúkas 15:8) og aðrar kvenkenningar á Guði eru til í Nýja testamentinu Í kristinni hefð er Guð karlkenndur í yfirgnæfandi mæli og talinn hafa "karllega" eiginleika þó að til séu undantekningar, eins og til dæmis þegar móðurmyndin um Guð og Jesú var mjög sterk á hámiðöldum í kristinni dulúð.

Það er viðtekið í kristinni trú að Guð er hafinn yfir kynferði, er með öðrum orðum hvorki karl né kona. Hins vegar hefur það viðgengist að tjá Guð á kvenlegan eða karllegan hátt eins og þegar hefur verið bent á. Um leið hefur gjarnan verið leitað til náttúrunnar eftir myndum af Guði, þegar til dæmis er talað um Guð sem bjarg. Í 1. Mósebók 1. kafla (fyrri sköpunarsögunni) er sagt frá sköpun heimsins og talað um að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd, "hann skapaði þau karl og konu."

Í ljósi þessa texta, þar sem ítrekað er að bæði karlar og konur séu sköpuð í mynd Guðs, hafa konur á undanförnum áratugum gagnrýnt þá slagsíðu sem verið hefur á notkun kven- og karllíkinga um Guð. Konur hafa bent á að Guði sé nær eingöngu líkt við karla (notaðar karllíkingar og karllegir eiginleikar þegar talað er um Guð) í kristinni kirkju í dag. Þannig séu ekki notaðar þó þær kvenmyndir af Guði sem er að finna í Biblíunni og kristinni hefð. Með einokun karllegs tungumáls um Guð sé kristin kirkja að gefa þau skilaboð að karlar geti frekar tjáð eiginleika og eðli Guðs heldur en konur (eins og til dæmis rómversk-kaþólska kirkjan heldur fram sem rökum gegn prestsvíglsu kvenna). Þetta telja margar konur vera í andstöðu við kristinn boðskap, sem felur í sér að Guð geri ekki greinarmun á fólki eftir kyni, kynþætti og stétt (samanber Galatabréfið 3:28).

Þess vegna hafa margar konur viljað leiðrétta þá slagsíðu, sem hefur verið innan kristinnar kirkju á tungumálinu um Guð, með því að tala um Guð í kvenkyni, og jafnvel sem konu, en hér er auðvitað fyrst og fremst tilgangurinn að ítreka það að Guð hafi kvenlega eiginleika engu síður en karllega. Hér er með öðrum orðum ekki verið að gera Guð að karli eða konu, heldur að árétta þann boðskap Biblíunnar að bæði konan og karlinn séu sköpuð í mynd Guðs, og því eigi það fyllilega rétt á sér að tala um Guð bæði sem karl og konu, þegar við leitumst við að tjá leyndardóma Guðs.

Höfundur

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.2.2000

Spyrjandi

Bjarni Már Magnússon

Tilvísun

Arnfríður Guðmundsdóttir. „Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona? “ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=153.

Arnfríður Guðmundsdóttir. (2000, 28. febrúar). Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=153

Arnfríður Guðmundsdóttir. „Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona? “ Vísindavefurinn. 28. feb. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=153>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona?
Hér verður gerð tilraun til þess að svara þessari stóru spurningu með stuttu svari. Vona ég að spyrjandi verði einhverju nær.

Það er ekki nýtt að Guð sé karlgerður eða kvengerður, slíkt hefur tíðkast í kristinni hefð frá fyrstu tíð og í Gyðingdómi þar á undan eins og sést í Gamla testamentinu. Kvenlegir og karllegir eiginleikar hafa verið eignaðir Guði og Guð settur í kvenleg og karlleg hlutverk. Guð Gamla testamentisins er gjarnan faðir, konungur eða dómari, en sjaldan lýst í kvenlegum hlutverkum, en þó eru þar undantekningar á (til dæmis Jesaja 66:13). Í Nýja testamentinu er gjarnan talað um Guð sem föður, hirði, konung, en einnig er Guði líkt við konu sem leitar að týndri drökmu (Lúkas 15:8) og aðrar kvenkenningar á Guði eru til í Nýja testamentinu Í kristinni hefð er Guð karlkenndur í yfirgnæfandi mæli og talinn hafa "karllega" eiginleika þó að til séu undantekningar, eins og til dæmis þegar móðurmyndin um Guð og Jesú var mjög sterk á hámiðöldum í kristinni dulúð.

Það er viðtekið í kristinni trú að Guð er hafinn yfir kynferði, er með öðrum orðum hvorki karl né kona. Hins vegar hefur það viðgengist að tjá Guð á kvenlegan eða karllegan hátt eins og þegar hefur verið bent á. Um leið hefur gjarnan verið leitað til náttúrunnar eftir myndum af Guði, þegar til dæmis er talað um Guð sem bjarg. Í 1. Mósebók 1. kafla (fyrri sköpunarsögunni) er sagt frá sköpun heimsins og talað um að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd, "hann skapaði þau karl og konu."

Í ljósi þessa texta, þar sem ítrekað er að bæði karlar og konur séu sköpuð í mynd Guðs, hafa konur á undanförnum áratugum gagnrýnt þá slagsíðu sem verið hefur á notkun kven- og karllíkinga um Guð. Konur hafa bent á að Guði sé nær eingöngu líkt við karla (notaðar karllíkingar og karllegir eiginleikar þegar talað er um Guð) í kristinni kirkju í dag. Þannig séu ekki notaðar þó þær kvenmyndir af Guði sem er að finna í Biblíunni og kristinni hefð. Með einokun karllegs tungumáls um Guð sé kristin kirkja að gefa þau skilaboð að karlar geti frekar tjáð eiginleika og eðli Guðs heldur en konur (eins og til dæmis rómversk-kaþólska kirkjan heldur fram sem rökum gegn prestsvíglsu kvenna). Þetta telja margar konur vera í andstöðu við kristinn boðskap, sem felur í sér að Guð geri ekki greinarmun á fólki eftir kyni, kynþætti og stétt (samanber Galatabréfið 3:28).

Þess vegna hafa margar konur viljað leiðrétta þá slagsíðu, sem hefur verið innan kristinnar kirkju á tungumálinu um Guð, með því að tala um Guð í kvenkyni, og jafnvel sem konu, en hér er auðvitað fyrst og fremst tilgangurinn að ítreka það að Guð hafi kvenlega eiginleika engu síður en karllega. Hér er með öðrum orðum ekki verið að gera Guð að karli eða konu, heldur að árétta þann boðskap Biblíunnar að bæði konan og karlinn séu sköpuð í mynd Guðs, og því eigi það fyllilega rétt á sér að tala um Guð bæði sem karl og konu, þegar við leitumst við að tjá leyndardóma Guðs....