Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar?

Trúmál geta á ýmsan hátt haft áhrif á tungumál þjóðar. Helgirit varðveita oft eldri málstig og geta átt þátt í að varðveita orð, orðasambönd og ýmis málfræðileg atriði. Ef litið er til Íslands þá er saga íslenskrar biblíuhefðar orðin ærið löng. Elstu biblíutextar, sem þekktir eru, eru varðveittir í handriti Íslensku hómelíubókarinnar frá 12. öld og segja má að síðan ríki óslitin hefð í íslensku biblíumáli.

Nýja testamentið var fyrst prentað í íslenskri þýðingu 1540 og Biblían öll 1584. Því hefur verið haldið fram að hefðu Íslendingar ekki eignast Biblíuna á eigin máli svo snemma, og fengið danska Biblíu eins og Norðmenn, þá hefðu þeir auðveldlega getað glatað tungu sinni. Menn eru fastheldnir á gamla texta í Biblíuþýðingum og Biblían hefur því átt þátt í að því að halda lífi í ýmsum mállegum atriðum, eins og aðgreiningu tvítölu og fleirtölu, og hún hefur mótað málfar Íslendinga um aldir.

Útgáfudagur

26.4.2001

Spyrjandi

Thelma Traustadóttir
Jónína H. Gunnlaugsdóttir
Anna K. Jónasdóttir
fæddar 1983

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2001. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=1532.

Guðrún Kvaran. (2001, 26. apríl). Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1532

Guðrún Kvaran. „Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2001. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1532>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jón Gunnar Bernburg

1973

Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns Gunnars spanna fjölmörg svið félagsfræðinnar. Núverandi rannsóknarefni hans eru fjöldamótmæli í samtímanum, en hann hefur einnig fengist við rannsóknir sem tengjast vandamálum ungmenna og afbrotum, svo dæmi séu tekin.