Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir blótsyrðið ekkisens?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Uppruni blótsyrðisins ekkisens liggur alls ekki í augum uppi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um þessa notkun eru frá síðari hluta 19. aldar. Ýmsar myndir koma þá fram eins og ekkisens, ekkisins, ekki sinn, ekki-sin, ekki-sen og ekkins. Helst koma tvær skýringar í hugann og eru báðar sóttar til Danmerkur. Önnur er sú að um sé að ræða blótsyrðið satans með herðandi forliðnum ærke- sem lagað hefði verið til í íslensku og mildað, líkt og andskotans varð ansans.

Hin skýringin, sem mér þykir allt eins sennileg, er að um sé að ræða ummyndun úr danska blótsyrðingu ærkeste. Það varð vinsælt í Danmörku í lok 19. aldar í niðrandi merkingu. Um er að ræða forliðinn ærke-, sem farið var að nota sem sjálfstætt lýsingarorð í merkingunni 'allra versti'. Oftast var það notað með nafnorðum sem hafa neikvæða merkingu. Forliðurinn erki- er einnig er notaður í íslensku í merkingunni 'aðal-, höfuð-', þar á meðal í neikvæðri merkingu í orðum eins og erkifjandi, erkibófi.

Vel má hugsa sér að skammaryrðið ærkeste hafi ummyndast í máli íslenskra stúdenta í Danmörku og borist heim til Íslands í myndinni ekkisens. Aðrar myndir hafi síðan myndast af henni. Í elstu dæmum Orðabókarinnar standa ekkisens, og hliðarmyndir þess, í fremur neikvæðum samböndum eins og „ekki-sinn rotturnar”, „ekki sinn hóruunginn”, „ekkisens læti” o.s.frv. En allt eru þetta tilgátur.Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.4.2001

Spyrjandi

Halldór Berg Harðarson, f. 1986

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir blótsyrðið ekkisens?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2001, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1533.

Guðrún Kvaran. (2001, 26. apríl). Hvað þýðir blótsyrðið ekkisens? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1533

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir blótsyrðið ekkisens?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2001. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1533>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir blótsyrðið ekkisens?
Uppruni blótsyrðisins ekkisens liggur alls ekki í augum uppi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um þessa notkun eru frá síðari hluta 19. aldar. Ýmsar myndir koma þá fram eins og ekkisens, ekkisins, ekki sinn, ekki-sin, ekki-sen og ekkins. Helst koma tvær skýringar í hugann og eru báðar sóttar til Danmerkur. Önnur er sú að um sé að ræða blótsyrðið satans með herðandi forliðnum ærke- sem lagað hefði verið til í íslensku og mildað, líkt og andskotans varð ansans.

Hin skýringin, sem mér þykir allt eins sennileg, er að um sé að ræða ummyndun úr danska blótsyrðingu ærkeste. Það varð vinsælt í Danmörku í lok 19. aldar í niðrandi merkingu. Um er að ræða forliðinn ærke-, sem farið var að nota sem sjálfstætt lýsingarorð í merkingunni 'allra versti'. Oftast var það notað með nafnorðum sem hafa neikvæða merkingu. Forliðurinn erki- er einnig er notaður í íslensku í merkingunni 'aðal-, höfuð-', þar á meðal í neikvæðri merkingu í orðum eins og erkifjandi, erkibófi.

Vel má hugsa sér að skammaryrðið ærkeste hafi ummyndast í máli íslenskra stúdenta í Danmörku og borist heim til Íslands í myndinni ekkisens. Aðrar myndir hafi síðan myndast af henni. Í elstu dæmum Orðabókarinnar standa ekkisens, og hliðarmyndir þess, í fremur neikvæðum samböndum eins og „ekki-sinn rotturnar”, „ekki sinn hóruunginn”, „ekkisens læti” o.s.frv. En allt eru þetta tilgátur.Mynd: HB...