Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Hér er jafnframt svarað spurningu Björgvins Ármannssonar Hver er uppruni orðsins eykt? Hver er skyldleiki þess við önnur orð í íslensku eða öðrum málum?

Orðið eykt er notað annars vegar um þrjár klukkustundir og hins vegar um tímann frá 3.30–4.30. Það finnst einnig í öðrum Norðurlandamálum, til dæmis nýnorsku øykt 'vinnutími milli tveggja máltíða, tíminn milli 3 og 4 eftir hádegi', í sænskum mállýskum ökt, öft 'vinnustund, matarhlé kl. 5 eftir hádegi' og í dönskum mállýskum øttønder 'aukamáltíð um fimmleytið'.

Eykt er skylt orðinu eykur 'dráttardýr, burðardýr'. Sama orð er til í öðrum Norðurlandamálum. Í norsku er það øk 'gamall og lélegur hestur', í nýnorsku øyk 'hestur', í dönsku øg 'gamall, slitinn hestur' og í sænsku ök 'hestur'. Rótin er því samnorræn og gömul.

Eykt er skylt orðinu eykur sem merkir dráttardýr, burðardýr.

Í Íslenskri orðsifjabók (1989:158–159) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið eykt sé hugsanlega leitt af sögninni *eykja 'spenna fyrir' og að átt hafi verið við tímann sem dráttardýrin voru spennt fyrir plógi eða hlassi, og að eykur sé þá dráttardýr spennt fyrir æki. Orðið er skylt lat. jūgis 'ævarandi, sífelldur', jungō 'tengi saman' og jugum 'ok' (sbr. einnig ísl. ok og þýsku Joch). Enn lengra aftur er unnt að rekja orðið til sanskr. yōgya- 'dráttardýr'.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans: Reykjavík.
  • Pokorny, Julius. 1959. Indogermanisches etymologisches Wörterbuch. Francke Verlag: Bern og München.

Mynd:
  • Horse Ploughing Championship at Selborne, Hampshire | Flickr - Photo Sharing!. (Sótt 3.03.2014). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-NonCommercial-NoDerivs 2.0 Generic — CC BY-NC-ND 2.0

  • Svar við þessari spurningu birtist upprunalega 26.4.2001 en var endurskoðað 3.3.2014.

    Höfundur

    Guðrún Kvaran

    prófessor

    Útgáfudagur

    26.4.2001

    Spyrjandi

    Ragnar Böðvarsson

    Tilvísun

    Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2001, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1534.

    Guðrún Kvaran. (2001, 26. apríl). Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1534

    Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2001. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1534>.

    Chicago | APA | MLA

    Senda grein til vinar

    =

    Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess?

    Hér er jafnframt svarað spurningu Björgvins Ármannssonar Hver er uppruni orðsins eykt? Hver er skyldleiki þess við önnur orð í íslensku eða öðrum málum?

    Orðið eykt er notað annars vegar um þrjár klukkustundir og hins vegar um tímann frá 3.30–4.30. Það finnst einnig í öðrum Norðurlandamálum, til dæmis nýnorsku øykt 'vinnutími milli tveggja máltíða, tíminn milli 3 og 4 eftir hádegi', í sænskum mállýskum ökt, öft 'vinnustund, matarhlé kl. 5 eftir hádegi' og í dönskum mállýskum øttønder 'aukamáltíð um fimmleytið'.

    Eykt er skylt orðinu eykur 'dráttardýr, burðardýr'. Sama orð er til í öðrum Norðurlandamálum. Í norsku er það øk 'gamall og lélegur hestur', í nýnorsku øyk 'hestur', í dönsku øg 'gamall, slitinn hestur' og í sænsku ök 'hestur'. Rótin er því samnorræn og gömul.

    Eykt er skylt orðinu eykur sem merkir dráttardýr, burðardýr.

    Í Íslenskri orðsifjabók (1989:158–159) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið eykt sé hugsanlega leitt af sögninni *eykja 'spenna fyrir' og að átt hafi verið við tímann sem dráttardýrin voru spennt fyrir plógi eða hlassi, og að eykur sé þá dráttardýr spennt fyrir æki. Orðið er skylt lat. jūgis 'ævarandi, sífelldur', jungō 'tengi saman' og jugum 'ok' (sbr. einnig ísl. ok og þýsku Joch). Enn lengra aftur er unnt að rekja orðið til sanskr. yōgya- 'dráttardýr'.

    Heimildir:
    • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans: Reykjavík.
    • Pokorny, Julius. 1959. Indogermanisches etymologisches Wörterbuch. Francke Verlag: Bern og München.

    Mynd:
  • Horse Ploughing Championship at Selborne, Hampshire | Flickr - Photo Sharing!. (Sótt 3.03.2014). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-NonCommercial-NoDerivs 2.0 Generic — CC BY-NC-ND 2.0

  • Svar við þessari spurningu birtist upprunalega 26.4.2001 en var endurskoðað 3.3.2014.

    ...