Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver var Marcus Garvey?

Björgvin Sigurðsson

Marcus Moziah Garvey var blökkumannaleiðtogi og skipulagði fyrstu þjóðernishreyfingu blökkumanna í Ameríku sem eitthvað kvað að. Hann var fæddur 17. ágúst 1887 í St. Ann’s Bay á Jamaíku. Á unga aldri ferðaðist hann um Mið-Ameríku og Evrópu en hann bjó í London á árunum 1912-1914. Þá sneri hann aftur til Jamaíku og þann 1. ágúst 1914 stofnaði hann samtökin Universal Negro Improvement and Conservation Association and African Communities League. Samtökin eru oftast kölluð Universal Negro Improvement Association, skammstafað UNIA. Markmið samtakanna var meðal annars að stofna sjálfstætt ríki í Afríku sem yrði stjórnað af blökkumönnum.

Árið 1916 hélt Garvey til Bandaríkjanna og stofnaði deildir í UNIA. Árið 1919 staðhæfði Garvey, eða „Black Moses“ eins og hann var oft nefndur, að fylgismenn hans væru um 2 milljónir.

Skoðun Garveys var að vildu blökkumenn hafa áhrif yrðu þeir að vera efnahagslega vel settir. Einnig setti hann fram hugmyndir um sjálfstætt „svart“ hagkerfi. Hann var einlægur talsmaður þess að aðskilja kynstofnana og gekk meira að segja svo langt að falast eftir samstarfi við Ku Klux Klan til að ná því markmiði.

Árið 1919 giftist Garvey Amy Ashwood sem var meðal stofnenda UNIA. Um 1920 var hann á hátindi ferils síns en þá náði starfsemi samtaka hans til 25 landa. Hann kom á fót fjölmörgum fyrirtækjum og rak meðal annars matvörukeðju, þvottahús, hótel og prentsmiðju. Garvey ritstýrði einnig eigin blaði sem hann kallaði Negro World.

Skoðanir hans á kynþáttaaðskilnaði og hugmyndir hans um hreinan kynstofn öfluðu honum óvinsælda meðal annarra blökkumannaleiðtoga og vinsældir hans dvínuðu mikið árið 1922. Þá varð Garvey uppvís að svindli í tengslum við eitt fyrirtækja sinna og í kjölfarið var hann dæmdur í fimm ára fangelsi. Garvey sat bak við lás og slá í tvö ár en þá mildaði Calvin Coolidge, þáverandi forseti Bandaríkjanna, dóm hans. Honum var sleppt úr haldi árið 1927, hann var rekinn úr landi og mátti aldrei aftur snúa til Bandaríkjanna. Hreyfing hans náði aldrei vinsældum eftir fangelsisdvölina. Þegar hann dó í London þann 10. júní árið 1940 var hann flestum gleymdur.

Heimildir:

Höfundur

sagnfræðingur

Útgáfudagur

26.4.2001

Spyrjandi

Jóhann Axel Stefánsson

Tilvísun

Björgvin Sigurðsson. „Hver var Marcus Garvey?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2001. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1535.

Björgvin Sigurðsson. (2001, 26. apríl). Hver var Marcus Garvey? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1535

Björgvin Sigurðsson. „Hver var Marcus Garvey?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2001. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1535>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Marcus Garvey?
Marcus Moziah Garvey var blökkumannaleiðtogi og skipulagði fyrstu þjóðernishreyfingu blökkumanna í Ameríku sem eitthvað kvað að. Hann var fæddur 17. ágúst 1887 í St. Ann’s Bay á Jamaíku. Á unga aldri ferðaðist hann um Mið-Ameríku og Evrópu en hann bjó í London á árunum 1912-1914. Þá sneri hann aftur til Jamaíku og þann 1. ágúst 1914 stofnaði hann samtökin Universal Negro Improvement and Conservation Association and African Communities League. Samtökin eru oftast kölluð Universal Negro Improvement Association, skammstafað UNIA. Markmið samtakanna var meðal annars að stofna sjálfstætt ríki í Afríku sem yrði stjórnað af blökkumönnum.

Árið 1916 hélt Garvey til Bandaríkjanna og stofnaði deildir í UNIA. Árið 1919 staðhæfði Garvey, eða „Black Moses“ eins og hann var oft nefndur, að fylgismenn hans væru um 2 milljónir.

Skoðun Garveys var að vildu blökkumenn hafa áhrif yrðu þeir að vera efnahagslega vel settir. Einnig setti hann fram hugmyndir um sjálfstætt „svart“ hagkerfi. Hann var einlægur talsmaður þess að aðskilja kynstofnana og gekk meira að segja svo langt að falast eftir samstarfi við Ku Klux Klan til að ná því markmiði.

Árið 1919 giftist Garvey Amy Ashwood sem var meðal stofnenda UNIA. Um 1920 var hann á hátindi ferils síns en þá náði starfsemi samtaka hans til 25 landa. Hann kom á fót fjölmörgum fyrirtækjum og rak meðal annars matvörukeðju, þvottahús, hótel og prentsmiðju. Garvey ritstýrði einnig eigin blaði sem hann kallaði Negro World.

Skoðanir hans á kynþáttaaðskilnaði og hugmyndir hans um hreinan kynstofn öfluðu honum óvinsælda meðal annarra blökkumannaleiðtoga og vinsældir hans dvínuðu mikið árið 1922. Þá varð Garvey uppvís að svindli í tengslum við eitt fyrirtækja sinna og í kjölfarið var hann dæmdur í fimm ára fangelsi. Garvey sat bak við lás og slá í tvö ár en þá mildaði Calvin Coolidge, þáverandi forseti Bandaríkjanna, dóm hans. Honum var sleppt úr haldi árið 1927, hann var rekinn úr landi og mátti aldrei aftur snúa til Bandaríkjanna. Hreyfing hans náði aldrei vinsældum eftir fangelsisdvölina. Þegar hann dó í London þann 10. júní árið 1940 var hann flestum gleymdur.

Heimildir:...