Álandseyjar eru 6.500 eyjar í hafinu milli Svíþjóðar og Finnlands. Íbúarnir, sem eru um 25.000, búa núorðið á 65 eyjum. Það sem gerir Álandseyjar sérstakar er að íbúarnir eru sænskumælandi, enda tilheyrðu eyjarnar Svíþjóð fram til 1809, þegar Rússneska keisaraveldið náði þeim undir sig ásamt Finnlandi í kjölfar stríðsins 1808-09. Þær urðu þá hluti af finnska stórfurstadæminu. Í ágúst 1917 kom saman leynilegt þing í Mariehamn, stærsta bæ Álandseyja, þar sem ákveðið var að skipuleggja sameiningu við Svíþjóð. Finnland fékk hins vegar sjálfstæði í desember 1917, í kjölfar októberbyltingarinnar í Rússlandi, og krafðist þess að Álandseyjar yrðu áfram hluti af landinu. Niðurstaðan varð sú að eyjarnar fengu nokkra og síðar vaxandi sérstöðu innan finnska ríkisins og ekki má vera her þar.
Upplýsingar: Virtual Åland
Álandseyjar eru 6.500 eyjar í hafinu milli Svíþjóðar og Finnlands. Íbúarnir, sem eru um 25.000, búa núorðið á 65 eyjum. Það sem gerir Álandseyjar sérstakar er að íbúarnir eru sænskumælandi, enda tilheyrðu eyjarnar Svíþjóð fram til 1809, þegar Rússneska keisaraveldið náði þeim undir sig ásamt Finnlandi í kjölfar stríðsins 1808-09. Þær urðu þá hluti af finnska stórfurstadæminu. Í ágúst 1917 kom saman leynilegt þing í Mariehamn, stærsta bæ Álandseyja, þar sem ákveðið var að skipuleggja sameiningu við Svíþjóð. Finnland fékk hins vegar sjálfstæði í desember 1917, í kjölfar októberbyltingarinnar í Rússlandi, og krafðist þess að Álandseyjar yrðu áfram hluti af landinu. Niðurstaðan varð sú að eyjarnar fengu nokkra og síðar vaxandi sérstöðu innan finnska ríkisins og ekki má vera her þar.
Upplýsingar: Virtual Åland