Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerir maður ef hófar á hestum vaxa vitlaust?

Sigríður Björnsdóttir

Léleg hófhirða eða mistök við járningar eru helstu orsakir þess að hófar á hestum vaxa vitlaust. Misjafnt er þó hvað hófar eru efnisgóðir og fótstaða hrossanna hefur líka mikil áhrif á hófvöxtinn.

Með sértækum járningum er oft hægt að leiðrétta vitlausan hófvöxt. Taka þarf mið af fótstöðu hestsins þegar hófurinn er tálgaður og velja skeifur við hæfi. Almenna reglan er sú að hófurinn elti skeifuna og því er hún látin standa aðeins út fyrir þegar þörf er á að víkka hófinn. Ef um flata hófa er að ræða þarf hins vegar að raspa af hófköntunum. Þá skal þess gætt að ekki sé neglt fyrir aftan breiðasta hluta skeifunnar til að hófurinn fái tækifæri til að víkka út að aftan þegar stigið er í hann.

Hófurinn fær næringu úr æðum sem liggja í kvikunni sem er innan við hornlagið. Hreyfing eykur blóðflæði til hófanna og bætir þar með hófvöxtinn.

Höfundur

Útgáfudagur

27.4.2001

Spyrjandi

Katrín Hlynsdóttir, fædd 1989

Tilvísun

Sigríður Björnsdóttir. „Hvað gerir maður ef hófar á hestum vaxa vitlaust?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2001, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1542.

Sigríður Björnsdóttir. (2001, 27. apríl). Hvað gerir maður ef hófar á hestum vaxa vitlaust? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1542

Sigríður Björnsdóttir. „Hvað gerir maður ef hófar á hestum vaxa vitlaust?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2001. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1542>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir maður ef hófar á hestum vaxa vitlaust?
Léleg hófhirða eða mistök við járningar eru helstu orsakir þess að hófar á hestum vaxa vitlaust. Misjafnt er þó hvað hófar eru efnisgóðir og fótstaða hrossanna hefur líka mikil áhrif á hófvöxtinn.

Með sértækum járningum er oft hægt að leiðrétta vitlausan hófvöxt. Taka þarf mið af fótstöðu hestsins þegar hófurinn er tálgaður og velja skeifur við hæfi. Almenna reglan er sú að hófurinn elti skeifuna og því er hún látin standa aðeins út fyrir þegar þörf er á að víkka hófinn. Ef um flata hófa er að ræða þarf hins vegar að raspa af hófköntunum. Þá skal þess gætt að ekki sé neglt fyrir aftan breiðasta hluta skeifunnar til að hófurinn fái tækifæri til að víkka út að aftan þegar stigið er í hann.

Hófurinn fær næringu úr æðum sem liggja í kvikunni sem er innan við hornlagið. Hreyfing eykur blóðflæði til hófanna og bætir þar með hófvöxtinn.

...