Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Árið 1891 fann Whitcomp L. Judson upp fyrstu gerðina af rennilás og var hann kallaður Clasp locker. En árið 1913 fann Gideon Sundback hins vegar upp rennilásinn eins og við þekkjum hann og fékk á honum einkaleyfi 1917. Hann var kallaður separable fastener. Seinna ákvað fyrirtækið Goodrich Co. að prófa rennilásinn á stígvélum. Það reyndist vel og kölluðu þeir hann nú zipper. Það nafn hefur sem kunnugt er fest við rennilásinn á ensku.
Nú er fyrirtæki í Japan að nafni YKK Co. sem framleiðir 7 milljón rennilása á dag og er með 1.500 tegundir og 427 liti af rennilásum.
Rennilásar eru notaðir til að halda allskonar fatnaði saman og einnig er hægt að setja þá á margar aðrar vörur svo sem fatnað, töskur og fleira. Einnig er til franskur rennilás sem hægt er að nota á allskonar hluti en hann verkar allt öðru vísi.
Heimild og mynd: How Stuff Works
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Frá ritstjórn: Rennilás er samsettur úr krókum eða tönnum sem festir eru á víxl á tvo renninga og einskonar lykli sem hægt er að renna upp eða niður eftir tönnunum. Á miðjum lyklinum er hak og þegar honum er rennt upp læsir hann tönnunum þannig að þær krækjast saman en þegar honum er rennt niður opnar hann lásinn aftur. Þetta má skoða betur hér.
Bjarni Grétar Ingólfsson. „Hver fann upp rennilásinn og hvernig verkar hann?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2001, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1543.
Bjarni Grétar Ingólfsson. (2001, 27. apríl). Hver fann upp rennilásinn og hvernig verkar hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1543
Bjarni Grétar Ingólfsson. „Hver fann upp rennilásinn og hvernig verkar hann?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2001. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1543>.