Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er móðurmál?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (1983) er „móðurmál” skilgreint sem 'mál sem e-r hefur lært sem barn og er alinn upp við; ríkismál í heimalandi'. En merking orðsins er víðari. Með hugtakinu er ekki aðeins átt við það mál sem móðirin talar. Í hefðbundnum skilningi merkir það oft málið sem menn hugsa á, þá dreymir á og svo framvegis. Móðurmál getur verið málið, sem börn læra á undan öðrum málum, eða málið sem málnotendur ráða best við.

Margir líta svo á að einstaklingur geti haft tvö móðurmál ef hann er tvítyngdur og getur skilið, talað, lesið og skrifað á tveimur tungumálum. Táknmál heyrnarlausra er gjarnan talið móðurmál þeirra þar sem þeir læra það fyrst mála.

Útgáfudagur

27.4.2001

Spyrjandi

Arnþór Hreinsson

Efnisorð

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er móðurmál?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2001. Sótt 24. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=1546.

Guðrún Kvaran. (2001, 27. apríl). Hvað er móðurmál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1546

Guðrún Kvaran. „Hvað er móðurmál?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2001. Vefsíða. 24. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1546>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ari Ólafsson

1950

Ari Ólafsson er dósent í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaviðfangsefni Ara snúa öll að ljósfræði.