Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru menn dýr?

Orðin í máli okkar geta haft svolítið mismunandi merkingu eftir því hver segir þau og í hvaða samhengi þau eru. Á máli líffræði og raunvísinda merkir orðið "maður" einstakling af tegundinni sem kölluð er á vísindamáli Homo sapiens. Orðið "tegund" hefur síðan nánar skilgreinda merkingu sem óþarft er að tíunda hér. Á sama hátt hefur orðið "dýr" líka ákveðna merkingu í líffræði.

Samkvæmt þeirri merkingu sem lögð er í orðin í raunvísindum er svarið við spurningunni skýlaust JÁ: Homo sapiens, tegundin maður, er dýrategund; menn eru dýr.

Þetta varð mönnum smám saman fullljóst eftir að Charles Darwin setti fram þróunarkenningu sína á árunum 1858-1859. Í bókinni Um uppruna tegundanna frá 1859 segir Darwin þó sem minnst um manninn sérstaklega, en hann tók af allan vafa um það í síðari ritum sínum að maðurinn teldist til dýranna og væri kominn til með þróun eins og allar aðrar lífverur jarðar. Þá niðurstöðu hafa raunvísindamenn tekið gilda æ síðan.

Hitt kann að vera að litið sé að einhverju leyti öðru vísi á þessi mál í fræðigreinum eins og heimspeki eða guðfræði. Ef til vill kynnumst við sjónarmiðum þeirra síðar hér á Vísindavefnum.

Útgáfudagur

28.2.2000

Spyrjandi

Kristrún Ester Kristjánsdóttir, f. 1992

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Eru menn dýr? “ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2000. Sótt 21. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=155.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 28. febrúar). Eru menn dýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=155

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Eru menn dýr? “ Vísindavefurinn. 28. feb. 2000. Vefsíða. 21. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=155>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Elsa Eiríksdóttir

1975

Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif.