Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju hafa sumir meiri kynlífslöngun en aðrir?

Sóley S. Bender

Sálkönnuðurinn Sigmund Freud fjallaði um libido sem ákveðna lífsorku en lagði sérstaka áherslu á kynlífsorkuna (Garsee og Schuster, 1992). Oftast er fjallað um libido sem kynlöngun einstaklingsins. Aðeins um tuttugu ár eru síðan byrjað var að greina skerta kynlöngun (hypoactive sexual desire). Við frekari rannsóknir kom í ljós að skert kynlöngun er algeng. Ein rannsókn leiddi í ljós að 16% karla og 33% kvenna eiga við slíkt vandamál að stríða (Hyde og DeLamater, 2000).

Fólk er margbreytilegt og kynlöngun mismunandi. Hér spila líklega saman upplag einstaklingsins, það er líffræðileg starfsemi, einstaklingseðlið og samspil við aðra (Hyde og DeLamater, 2000). Sumir hallast meira að líkamlegum skýringarþáttum, aðrir að einstaklingseðlinu og enn aðrir að samspili beggja (biosocial interaction model) (Baldwin og Baldwin, 1997). Hér er lögð áhersla á margvíslega skýringarþætti.

Ef litið er til líffræðilegrar starfsemi er testósterón það hormón sem einkum er talið stjórna kynlöngun (Kaplan, 1981). Hjá karlmönnum sjá eistun um að framleiða testósterón en eggjastokkarnir hjá konum. Karlmenn hafa meira af þessu hormóni en konur, sem að hluta til getur skýrt meiri kynlöngun karla. Með lækkandi magni testósteróns minnnkar kynlöngun (Davis, 2000; Kaplan, 1981). Margt getur haft áhrif á líkamlega starfsemi og þar með kynlöngun mannsins. Minni kynlöngun tengist ýmsum sjúkdómum svo sem þunglyndi og jafnframt margvíslegri lyfjameðferð. Eftir fæðingu barns getur tímabundið komið fram minni kynlöngun hjá konum (Barrett, o.fl., 1999). Konur hafa jafnframt greint frá mismikilli kynlöngun eftir því hvar þær eru staddar í tíðahringnum (Kitzinger, 1986).

Hvað einstaklingseðlið og andlega starfsemi varðar þá virðist andlegt jafnvægi einstaklingsins, skynjun og næði skipta máli í sambandi við kynlöngun og skapa þannig aðstæður að kynferðisleg örvun sé möguleg. Rannsókn Mitchell, DiBartolo, Brown og Barlow (1998) meðal karla sýndi að jákvæð skaphöfn þeirra hefði kynferðislega örvandi áhrif. Önnur rannsókn leiddi í ljós að reiði og kvíði minnkaði kynferðislega löngun (Beck og Bozman, 1995). Hjá konum hafði reiðin meiri áhrif en hjá körlum. Rannsókn sem byggði á mismunandi sjónörvun sýndi fram á að kynlífsefni veitti meiri kynferðislega örvun en hlutlaust efni. Styrkur testósteróns var hærri undir þeim kringumstæðum (Stoléru, o.fl., 1999).

Einnig virðist það næði sem einstaklingurinn hefur til kynferðislegrar örvunar skipta máli. Rannsókn Elliott, William og O´Donohue (1997) sýndi fram á að truflun í umhverfinu dregur úr kynferðislegri örvun. Margt fleira getur haft áhrif á einstaklingseðlið og þar með kynlöngun. Má þar nefna skerta líkamsímynd eins og ef einstaklingurinn upplifir sig of feitan, hvort fólk hefur erfiða fyrri reynslu af kynlífi (kynferðisleg misnotkun) og hvort ótti sé til staðar gagnvart kynlífi (Wiederman, 2000, Hyde og DeLamater, 2000).

Samspil tveggja einstaklinga í kynferðislegu sambandi getur að auki skipt máli í sambandi við kynlöngun. Er fólk ánægt í parsambandi sínu? Nær það að tala eðlilega saman um kynlíf? Getur það sagt við hvort annað hvað það vill og hvað ekki? Hefur það gert góðar ráðstafanir til að stjórna barneignum? Tveir einstaklingar í parsambandi hafa iðulega ekki sama áhugann á kynlífi á sama tíma. Mjög líklegt er að einn daginn hafi annar aðilinn meiri áhuga og annan daginn hinn aðilinn. Þannig getur áhuginn og löngunin verið mismikil (Kitzinger, 1986).

Af þessum upplýsingum má draga þá ályktun að margvíslegar skýringar eru á því hvers vegna kynlífslöngun getur verið mismikil hjá fólki.

Heimildir:

Baldwin, J.D. og Baldwin, J.I. (1997). „Gender differences in sexual interest”. Archives of Sexual Behavior, 26(2), 181-210.

Barrett, G., Pendry, E., Peacock, J., Victor, C., Thakar, R., Manyonda, J. (1999). „Women´s sexuality after childbirth: A pilot study”. Archives of Sexual Behavior, 28(2), 179-191.

Beck, J.G. og Bogzman, A.W. (1995). „Gender differences in sexual desire: The effects of anger and anxiety”. Archives of Sexual Behavior, 24(6), 595-612.

Davis, S. (2000). „Testosterone and sexual desire in women”. Journal of Sex Education and Therapy, 25(1), 25-32.

Elliott, A.N., og O´Donohue, W.T. (1997). „The effects of anxiety and distraction on sexual arousal in a nonclinical sample of heterosexual women”. Archives of Sexual Behavior, 26(6), 607-624.

Garsee, J.W. og Schuster, C.S. (1992). „Moral development.” Í C.S. Schuster og S.S. Ashburn. The process of human development (3. útg.). London: J.B. Lippincott Company.

Hyde, J.S. og DeLamater, J.D. (2000). Understanding human sexuality (7. útg.). New York: Mc Graw Hill.

Kaplan, H.S. (1981). The new sex therapy. New York: Brunner/Mazrel Publishers.

Kitzinger, S. (1986). Women´s experience of sex. Indiana: R.R. Donnelley and Sons Company.

Mitchell, W.B., DiBartolo, P.M., Brown, T.A. og Barlow, D.H. (1998). „Effects of positive and negative mood on sexual arousal in sexually functional males”. Archives of Sexual Behavior, 27(2), 197-207.

Stoléru, S., Grégoire, M-C., Gérard, D., Decety, J., Lafarge, E., Cinotti, L. Lavenne, F., Bars, D.L., Vernet-Maury, E., Rada, H., Collet, C., Mazoyer, B. Forest, M.G., Magnin, F., Spira, A., og Comar, D. (1999). „Neuroanatomical correlates of visually evoked sexual arousal in human males”. Archives of Sexual Behavior, 28(1), 1-21.

Wiederman, M.W. (2000). „Women´s body image self-consciousness during physical intimacy with a partner”. The Journal of Sex Research, 37(1), 60-68.

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

30.4.2001

Spyrjandi

Ásta Magnúsdóttir, fædd 1984

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Af hverju hafa sumir meiri kynlífslöngun en aðrir?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2001, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1552.

Sóley S. Bender. (2001, 30. apríl). Af hverju hafa sumir meiri kynlífslöngun en aðrir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1552

Sóley S. Bender. „Af hverju hafa sumir meiri kynlífslöngun en aðrir?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2001. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1552>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa sumir meiri kynlífslöngun en aðrir?
Sálkönnuðurinn Sigmund Freud fjallaði um libido sem ákveðna lífsorku en lagði sérstaka áherslu á kynlífsorkuna (Garsee og Schuster, 1992). Oftast er fjallað um libido sem kynlöngun einstaklingsins. Aðeins um tuttugu ár eru síðan byrjað var að greina skerta kynlöngun (hypoactive sexual desire). Við frekari rannsóknir kom í ljós að skert kynlöngun er algeng. Ein rannsókn leiddi í ljós að 16% karla og 33% kvenna eiga við slíkt vandamál að stríða (Hyde og DeLamater, 2000).

Fólk er margbreytilegt og kynlöngun mismunandi. Hér spila líklega saman upplag einstaklingsins, það er líffræðileg starfsemi, einstaklingseðlið og samspil við aðra (Hyde og DeLamater, 2000). Sumir hallast meira að líkamlegum skýringarþáttum, aðrir að einstaklingseðlinu og enn aðrir að samspili beggja (biosocial interaction model) (Baldwin og Baldwin, 1997). Hér er lögð áhersla á margvíslega skýringarþætti.

Ef litið er til líffræðilegrar starfsemi er testósterón það hormón sem einkum er talið stjórna kynlöngun (Kaplan, 1981). Hjá karlmönnum sjá eistun um að framleiða testósterón en eggjastokkarnir hjá konum. Karlmenn hafa meira af þessu hormóni en konur, sem að hluta til getur skýrt meiri kynlöngun karla. Með lækkandi magni testósteróns minnnkar kynlöngun (Davis, 2000; Kaplan, 1981). Margt getur haft áhrif á líkamlega starfsemi og þar með kynlöngun mannsins. Minni kynlöngun tengist ýmsum sjúkdómum svo sem þunglyndi og jafnframt margvíslegri lyfjameðferð. Eftir fæðingu barns getur tímabundið komið fram minni kynlöngun hjá konum (Barrett, o.fl., 1999). Konur hafa jafnframt greint frá mismikilli kynlöngun eftir því hvar þær eru staddar í tíðahringnum (Kitzinger, 1986).

Hvað einstaklingseðlið og andlega starfsemi varðar þá virðist andlegt jafnvægi einstaklingsins, skynjun og næði skipta máli í sambandi við kynlöngun og skapa þannig aðstæður að kynferðisleg örvun sé möguleg. Rannsókn Mitchell, DiBartolo, Brown og Barlow (1998) meðal karla sýndi að jákvæð skaphöfn þeirra hefði kynferðislega örvandi áhrif. Önnur rannsókn leiddi í ljós að reiði og kvíði minnkaði kynferðislega löngun (Beck og Bozman, 1995). Hjá konum hafði reiðin meiri áhrif en hjá körlum. Rannsókn sem byggði á mismunandi sjónörvun sýndi fram á að kynlífsefni veitti meiri kynferðislega örvun en hlutlaust efni. Styrkur testósteróns var hærri undir þeim kringumstæðum (Stoléru, o.fl., 1999).

Einnig virðist það næði sem einstaklingurinn hefur til kynferðislegrar örvunar skipta máli. Rannsókn Elliott, William og O´Donohue (1997) sýndi fram á að truflun í umhverfinu dregur úr kynferðislegri örvun. Margt fleira getur haft áhrif á einstaklingseðlið og þar með kynlöngun. Má þar nefna skerta líkamsímynd eins og ef einstaklingurinn upplifir sig of feitan, hvort fólk hefur erfiða fyrri reynslu af kynlífi (kynferðisleg misnotkun) og hvort ótti sé til staðar gagnvart kynlífi (Wiederman, 2000, Hyde og DeLamater, 2000).

Samspil tveggja einstaklinga í kynferðislegu sambandi getur að auki skipt máli í sambandi við kynlöngun. Er fólk ánægt í parsambandi sínu? Nær það að tala eðlilega saman um kynlíf? Getur það sagt við hvort annað hvað það vill og hvað ekki? Hefur það gert góðar ráðstafanir til að stjórna barneignum? Tveir einstaklingar í parsambandi hafa iðulega ekki sama áhugann á kynlífi á sama tíma. Mjög líklegt er að einn daginn hafi annar aðilinn meiri áhuga og annan daginn hinn aðilinn. Þannig getur áhuginn og löngunin verið mismikil (Kitzinger, 1986).

Af þessum upplýsingum má draga þá ályktun að margvíslegar skýringar eru á því hvers vegna kynlífslöngun getur verið mismikil hjá fólki.

Heimildir:

Baldwin, J.D. og Baldwin, J.I. (1997). „Gender differences in sexual interest”. Archives of Sexual Behavior, 26(2), 181-210.

Barrett, G., Pendry, E., Peacock, J., Victor, C., Thakar, R., Manyonda, J. (1999). „Women´s sexuality after childbirth: A pilot study”. Archives of Sexual Behavior, 28(2), 179-191.

Beck, J.G. og Bogzman, A.W. (1995). „Gender differences in sexual desire: The effects of anger and anxiety”. Archives of Sexual Behavior, 24(6), 595-612.

Davis, S. (2000). „Testosterone and sexual desire in women”. Journal of Sex Education and Therapy, 25(1), 25-32.

Elliott, A.N., og O´Donohue, W.T. (1997). „The effects of anxiety and distraction on sexual arousal in a nonclinical sample of heterosexual women”. Archives of Sexual Behavior, 26(6), 607-624.

Garsee, J.W. og Schuster, C.S. (1992). „Moral development.” Í C.S. Schuster og S.S. Ashburn. The process of human development (3. útg.). London: J.B. Lippincott Company.

Hyde, J.S. og DeLamater, J.D. (2000). Understanding human sexuality (7. útg.). New York: Mc Graw Hill.

Kaplan, H.S. (1981). The new sex therapy. New York: Brunner/Mazrel Publishers.

Kitzinger, S. (1986). Women´s experience of sex. Indiana: R.R. Donnelley and Sons Company.

Mitchell, W.B., DiBartolo, P.M., Brown, T.A. og Barlow, D.H. (1998). „Effects of positive and negative mood on sexual arousal in sexually functional males”. Archives of Sexual Behavior, 27(2), 197-207.

Stoléru, S., Grégoire, M-C., Gérard, D., Decety, J., Lafarge, E., Cinotti, L. Lavenne, F., Bars, D.L., Vernet-Maury, E., Rada, H., Collet, C., Mazoyer, B. Forest, M.G., Magnin, F., Spira, A., og Comar, D. (1999). „Neuroanatomical correlates of visually evoked sexual arousal in human males”. Archives of Sexual Behavior, 28(1), 1-21.

Wiederman, M.W. (2000). „Women´s body image self-consciousness during physical intimacy with a partner”. The Journal of Sex Research, 37(1), 60-68.

...