Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?

Sigrún Júlíusdóttir

Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa meðal annars leitt í ljós að heppileg viðbrögð og aðgerðir geta skipt sköpum fyrir hagstæða aðlögun annars vegar og hins vegar þann skaða sem áfallið kann að valda barninu. Þar vega þyngst jákvæð samskipti og samvinna foreldra og órofin tengsl barnsins við báða foreldra.

Umönnun barna hefur lengst af verið í höndum mæðranna í hjónabandinu, ekki aðeins af líffræðilegum ástæðum, heldur einnig félagslegum. Ennþá er tilhneiging til að þær haldi því áfram eftir skilnað hvort sem þær fara einar með forsjána eða hún er sameiginleg. Til skamms tíma hefur reyndin líka verið sú að mæður hafa ekki aðeins haldið ábyrgð og skyldum í uppeldi barnanna hjá sér bæði fyrir og eftir skilnað, heldur hefur verið tilhneiging í þá átt að þær væru nær einráðar um samskipti feðra og barna eftir skilnað.

Foreldrar eiga oft í erfiðleikum með að endurskipuleggja líf sitt með börnunum á jafnræðisgrundvelli nema til komi ytri stuðningur, viðhorfsbreyting og skýrari lagsetning en nú er fyrir hendi. Foreldrar vita oft heldur ekki hvernig þeir eiga að geta endurskoðað og mótað samskipti sín út frá breyttum forsendum og hagsmunum barnanna nema ráðgjöf og aðstoð í því í efni komi til.

Umfangsmiklum langtímarannsóknum á skilnuðum frá síðustu áratugum ber saman um eftirfarandi: Þegar á heildina er litið eru skilnaðarbörn líklegri til að eiga við meiri erfiðleika að stríða en börn úr öðrum fjölskyldugerðum og andleg heilsa þeirra er í fleiri atriðum lakari. Íslenskar samanburðarniðurstöður um líðan barna eftir fjölskyldugerð, þar sem fráskildir foreldrar gefa meðal annarra upplýsingar um líðan og heilsu barna sinna, benda til þess að þau séu oftar döpur og ráðvillt og stríði oftar við tilfinningasveiflur en börn í öðrum fjölskyldugerðum.

Rannsókn á ungu fólki sem hafði reynt skilnað foreldra hefur sýnt langtímaáhrif fram á fullorðinsár. Þau komu fram í erfiðleikum í skóla, hegðunarvandkvæðum og þörf fyrir meðferð. Einnig áttu ungmennin óuppgerð foreldratengsl, meðal annars vegna takmarkaðra og í vissum tilvikum alls engra tengsla við föður.

Samanburður á áhrifum skilnaðar á unglinga í ólíkum fjölskyldugerðum (fráskildar mæður einar með forsjá, endurgiftar fráskildar mæður með forsjá í samanburði við foreldra í sambúð) hefur sýnt að unglingar sem bjuggu áfram með fráskildum mæðrum sínum glímdu við aðlögunarerfiðleika í 4-6 ár og áttu í meiri mæli en aðrir unglingar í togstreitu og tengslaerfiðleikum gagnvart mæðrum sínum.

Fyrir nokkru var birt víðtæk rannsókn þar sem svarendur voru fullorðnar konur sem í bernsku höfðu reynt skilnað foreldra sinna. Niðurstöður sýndu að erfiðleikar þeirra og vanlíðan birtust í meiri líkum á erfiðum tengslum og í frestun á því að binda sig og hafna sjálfar í hnappheldu skilnaðarátaka

Þegar skilnaður stendur fyrir dyrum skiptist fjölskylda sem áður var ein eining eða einn kjarni í tvennt. Skilnaður felur þannig óhjákvæmilega í sér að barn hefur yfirleitt ekki daglega umgengni við báða foreldra sína áfram. Skilnaður foreldra er því alltaf áfall fyrir barn. Skilnaður er líka í flestum tilvikum erfiður missir fyrir barn. Það skiptir miklu að geta dregið úr áhrifum þessa missis.

Í versta tilfelli getur missirinn falið í sér að annað foreldrið hverfur algjörlega út úr lífi barnsins og fyrir kemur að það sama gerist með ytri fjölskyldu, afa og ömmu og annað frændfólk. Stundum hverfa einhverjir úr vinahópnum, gamla heimilið leysist upp og skipta þarf um húsnæði og skóla. Oftast eiga sér stað búferlaflutningar og mikil breyting verður á efnahagsafkomu fjölskyldunnar. Margvísleg röskun er yfirleitt óhjákvæmileg.

Það linar missinn og er mikil huggun þegar foreldrarnir tryggja að barnið eigi öruggan og opinn aðgang að þeim báðum eftir ákveðnu fyrirkomulagi sem þau hafa komið sér saman um. Öll viðleitni foreldra til að stuðla að því að rætur barnsins raskist sem minnst í hinu tilfinningalega umróti, til að fylgjast með viðbrögðum þess og hlú að þörfum þess, skiptir sköpum um möguleika barnsins til að aðlagast og bera sitt barr á ný við breyttar aðstæður.

Vinir og upprunafjölskylda geta líka myndað skjólvegg fyrir barnið sem hlífa því fyrir skaðlegum átökum og tilfinningasviftingum. Það er hægt að bregðast við áföllum og uppákomum í lífinu, eins og skilnaði foreldra, þannig að úr þeim vinnist farsællega þrátt fyrir vonbrigði, sorg og andstreymi. Í þeim tilvikum getur erfið reynsla orðið til þess að styrkja viðkomandi einstakling, gera hann hæfari í mannlegum samskiptum og auðvelda honum að takast á við ýmis síðari áföll í lífinu.

Rannsóknarniðurstöður ber ávallt að taka með vissum fyrirvara og hafa þarf í huga að oftast er verið að skoða afmarkaða þætti og aðstæður. Einnig þarf að minna á að í vissum tilvikum hafa börn sýnt hegðunarerfiðleika líka áður en skilnaður kom til.

Það er fagnaðarefni að allra nýjustu rannsóknir á þessum sömu þáttum benda til að talsverðar breytingar séu að eiga sér stað. Ber rannsóknar- og meðferðarfólki saman um að það tengist að hluta aukinni tíðni skilnaða og viðurkenningu á þeim í samfélaginu, en um fram allt aukinni fræðslu og möguleikum á aðstoð ásamt áhrifaríkari greiningu og meðferðartækni. Umbrot og sársauki fylgja áfram skilnaði en foreldrar eru að læra að höndla skilnað öðruvísi en algengast var fyrir 1-2 áratugum. Fjölmargir foreldrar hafa nú sjálfir reynt skilnað foreldra sinna og bera oft með sér sársauka sem þeim er í mun að hlífa sínum eigin börnum við, þótt þeim hafi ekki tekist að komast hjá skilnaði. Þau finna til meiri ábyrgðar, nýta sér þekkingu á því hvernig sé hægt að undirbúa börnin og hvernig þau geta gert upp málin sín á milli og byggt upp jafnara foreldrasamstarf.

Hér að framan hefur aðallega verið byggt á rannsóknarniðurstöðum og fræðilegum efnivið úr tveimur íslenskum bókum, Barnafjölskyldur. Samfélag - lífsgildi - mótun frá 1995 og Áfram foreldrar frá 2000. Í þeirri síðarnefndu er viðauki þar sem fróðleik og beinum ráðum er beint til foreldra sem eiga í skilnaði, í þeim tilgangi að draga úr skaðlegum áhrifum hjónaskilnaðar á börn.

Heimildir:

Björnberg, U. (1992). European Parents in the 1990s: Contradictions and Comparisons. London: Transactions Publ.

Marsiglio, W. (ritstj.) (1995). Fatherhood: Contemporary Theory, Research and Social Policy. Thousand Oaks: Sage Publ. Bls. 190.

Sigrún Júlíusdóttir (ritstj.), Friðrik H. Jónssson, Nanna K. Sigurðardóttir og Sigurður J. Grétarsson (1995). Barnafjölskyldur. Samfélag - lífsgildi - mótun. Reykjavík: Félagsmálaráðuneytið.

Sigrún Júlíusdóttir og Nanna K. Sigurðardóttir (2000). Áfram foreldrar. Rannsókn um sameiginlega forsjá og velferð barna við skilnað foreldra. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Schaffer, H.R. (1998). Making Dicisions about Children: Psychological Questions and Answers. Oxford: Black Publ.

Zill, N., Morrisson, D.R,. og Coiro, M.J (1993). „Long-term effects of parental divorce on parent-child relationships: Adjustment and achievement in young adulthood”. J. of Family Psych., 7. 91-103.

Öberg, G., og Öberg, B. (1987). Skiljas - men inte från barnen. Borås: Natur & Kultur.

Höfundur

Sigrún Júlíusdóttir

prófessor í félagsráðgjöf við HÍ

Útgáfudagur

3.5.2001

Spyrjandi

Hrönn Guðmundsdóttir, f. 1985

Tilvísun

Sigrún Júlíusdóttir. „Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2001, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1561.

Sigrún Júlíusdóttir. (2001, 3. maí). Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1561

Sigrún Júlíusdóttir. „Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2001. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1561>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?
Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa meðal annars leitt í ljós að heppileg viðbrögð og aðgerðir geta skipt sköpum fyrir hagstæða aðlögun annars vegar og hins vegar þann skaða sem áfallið kann að valda barninu. Þar vega þyngst jákvæð samskipti og samvinna foreldra og órofin tengsl barnsins við báða foreldra.

Umönnun barna hefur lengst af verið í höndum mæðranna í hjónabandinu, ekki aðeins af líffræðilegum ástæðum, heldur einnig félagslegum. Ennþá er tilhneiging til að þær haldi því áfram eftir skilnað hvort sem þær fara einar með forsjána eða hún er sameiginleg. Til skamms tíma hefur reyndin líka verið sú að mæður hafa ekki aðeins haldið ábyrgð og skyldum í uppeldi barnanna hjá sér bæði fyrir og eftir skilnað, heldur hefur verið tilhneiging í þá átt að þær væru nær einráðar um samskipti feðra og barna eftir skilnað.

Foreldrar eiga oft í erfiðleikum með að endurskipuleggja líf sitt með börnunum á jafnræðisgrundvelli nema til komi ytri stuðningur, viðhorfsbreyting og skýrari lagsetning en nú er fyrir hendi. Foreldrar vita oft heldur ekki hvernig þeir eiga að geta endurskoðað og mótað samskipti sín út frá breyttum forsendum og hagsmunum barnanna nema ráðgjöf og aðstoð í því í efni komi til.

Umfangsmiklum langtímarannsóknum á skilnuðum frá síðustu áratugum ber saman um eftirfarandi: Þegar á heildina er litið eru skilnaðarbörn líklegri til að eiga við meiri erfiðleika að stríða en börn úr öðrum fjölskyldugerðum og andleg heilsa þeirra er í fleiri atriðum lakari. Íslenskar samanburðarniðurstöður um líðan barna eftir fjölskyldugerð, þar sem fráskildir foreldrar gefa meðal annarra upplýsingar um líðan og heilsu barna sinna, benda til þess að þau séu oftar döpur og ráðvillt og stríði oftar við tilfinningasveiflur en börn í öðrum fjölskyldugerðum.

Rannsókn á ungu fólki sem hafði reynt skilnað foreldra hefur sýnt langtímaáhrif fram á fullorðinsár. Þau komu fram í erfiðleikum í skóla, hegðunarvandkvæðum og þörf fyrir meðferð. Einnig áttu ungmennin óuppgerð foreldratengsl, meðal annars vegna takmarkaðra og í vissum tilvikum alls engra tengsla við föður.

Samanburður á áhrifum skilnaðar á unglinga í ólíkum fjölskyldugerðum (fráskildar mæður einar með forsjá, endurgiftar fráskildar mæður með forsjá í samanburði við foreldra í sambúð) hefur sýnt að unglingar sem bjuggu áfram með fráskildum mæðrum sínum glímdu við aðlögunarerfiðleika í 4-6 ár og áttu í meiri mæli en aðrir unglingar í togstreitu og tengslaerfiðleikum gagnvart mæðrum sínum.

Fyrir nokkru var birt víðtæk rannsókn þar sem svarendur voru fullorðnar konur sem í bernsku höfðu reynt skilnað foreldra sinna. Niðurstöður sýndu að erfiðleikar þeirra og vanlíðan birtust í meiri líkum á erfiðum tengslum og í frestun á því að binda sig og hafna sjálfar í hnappheldu skilnaðarátaka

Þegar skilnaður stendur fyrir dyrum skiptist fjölskylda sem áður var ein eining eða einn kjarni í tvennt. Skilnaður felur þannig óhjákvæmilega í sér að barn hefur yfirleitt ekki daglega umgengni við báða foreldra sína áfram. Skilnaður foreldra er því alltaf áfall fyrir barn. Skilnaður er líka í flestum tilvikum erfiður missir fyrir barn. Það skiptir miklu að geta dregið úr áhrifum þessa missis.

Í versta tilfelli getur missirinn falið í sér að annað foreldrið hverfur algjörlega út úr lífi barnsins og fyrir kemur að það sama gerist með ytri fjölskyldu, afa og ömmu og annað frændfólk. Stundum hverfa einhverjir úr vinahópnum, gamla heimilið leysist upp og skipta þarf um húsnæði og skóla. Oftast eiga sér stað búferlaflutningar og mikil breyting verður á efnahagsafkomu fjölskyldunnar. Margvísleg röskun er yfirleitt óhjákvæmileg.

Það linar missinn og er mikil huggun þegar foreldrarnir tryggja að barnið eigi öruggan og opinn aðgang að þeim báðum eftir ákveðnu fyrirkomulagi sem þau hafa komið sér saman um. Öll viðleitni foreldra til að stuðla að því að rætur barnsins raskist sem minnst í hinu tilfinningalega umróti, til að fylgjast með viðbrögðum þess og hlú að þörfum þess, skiptir sköpum um möguleika barnsins til að aðlagast og bera sitt barr á ný við breyttar aðstæður.

Vinir og upprunafjölskylda geta líka myndað skjólvegg fyrir barnið sem hlífa því fyrir skaðlegum átökum og tilfinningasviftingum. Það er hægt að bregðast við áföllum og uppákomum í lífinu, eins og skilnaði foreldra, þannig að úr þeim vinnist farsællega þrátt fyrir vonbrigði, sorg og andstreymi. Í þeim tilvikum getur erfið reynsla orðið til þess að styrkja viðkomandi einstakling, gera hann hæfari í mannlegum samskiptum og auðvelda honum að takast á við ýmis síðari áföll í lífinu.

Rannsóknarniðurstöður ber ávallt að taka með vissum fyrirvara og hafa þarf í huga að oftast er verið að skoða afmarkaða þætti og aðstæður. Einnig þarf að minna á að í vissum tilvikum hafa börn sýnt hegðunarerfiðleika líka áður en skilnaður kom til.

Það er fagnaðarefni að allra nýjustu rannsóknir á þessum sömu þáttum benda til að talsverðar breytingar séu að eiga sér stað. Ber rannsóknar- og meðferðarfólki saman um að það tengist að hluta aukinni tíðni skilnaða og viðurkenningu á þeim í samfélaginu, en um fram allt aukinni fræðslu og möguleikum á aðstoð ásamt áhrifaríkari greiningu og meðferðartækni. Umbrot og sársauki fylgja áfram skilnaði en foreldrar eru að læra að höndla skilnað öðruvísi en algengast var fyrir 1-2 áratugum. Fjölmargir foreldrar hafa nú sjálfir reynt skilnað foreldra sinna og bera oft með sér sársauka sem þeim er í mun að hlífa sínum eigin börnum við, þótt þeim hafi ekki tekist að komast hjá skilnaði. Þau finna til meiri ábyrgðar, nýta sér þekkingu á því hvernig sé hægt að undirbúa börnin og hvernig þau geta gert upp málin sín á milli og byggt upp jafnara foreldrasamstarf.

Hér að framan hefur aðallega verið byggt á rannsóknarniðurstöðum og fræðilegum efnivið úr tveimur íslenskum bókum, Barnafjölskyldur. Samfélag - lífsgildi - mótun frá 1995 og Áfram foreldrar frá 2000. Í þeirri síðarnefndu er viðauki þar sem fróðleik og beinum ráðum er beint til foreldra sem eiga í skilnaði, í þeim tilgangi að draga úr skaðlegum áhrifum hjónaskilnaðar á börn.

Heimildir:

Björnberg, U. (1992). European Parents in the 1990s: Contradictions and Comparisons. London: Transactions Publ.

Marsiglio, W. (ritstj.) (1995). Fatherhood: Contemporary Theory, Research and Social Policy. Thousand Oaks: Sage Publ. Bls. 190.

Sigrún Júlíusdóttir (ritstj.), Friðrik H. Jónssson, Nanna K. Sigurðardóttir og Sigurður J. Grétarsson (1995). Barnafjölskyldur. Samfélag - lífsgildi - mótun. Reykjavík: Félagsmálaráðuneytið.

Sigrún Júlíusdóttir og Nanna K. Sigurðardóttir (2000). Áfram foreldrar. Rannsókn um sameiginlega forsjá og velferð barna við skilnað foreldra. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Schaffer, H.R. (1998). Making Dicisions about Children: Psychological Questions and Answers. Oxford: Black Publ.

Zill, N., Morrisson, D.R,. og Coiro, M.J (1993). „Long-term effects of parental divorce on parent-child relationships: Adjustment and achievement in young adulthood”. J. of Family Psych., 7. 91-103.

Öberg, G., og Öberg, B. (1987). Skiljas - men inte från barnen. Borås: Natur & Kultur.

...