Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?

Atli Harðarson

Málfrelsi leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum.

Mannréttindi eins og málfrelsi og ferðafrelsi eru yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bókstaflega hvert sem er, til dæmis megum við ekki ganga inn í annarra hús án leyfis og þótt okkur leyfist að aka hvert á land sem er megum við ekki aka á annað fólk. Réttur okkar til að ferðast frjálst um allar trissur takmarkast af rétti annarra til að hafa frið fyrir átroðningi. Á sama hátt takmarkast málfrelsið af rétti annarra til að njóta sannmælis.

Málfrelsið leyfir mér að flytja ræður um hugðarefni mín og reyna að laða til mín áheyrendur, til dæmis með því að auglýsa opinberan fyrirlestur. Þetta frelsi væri mér lítils virði ef aðrir kæmust upp með það í krafti óskoraðs málfrelsis að auglýsa að fyrirlestur minn falli niður og gætu auk þess ekið yfir mig í krafti ferðafrelsis. Ef frelsisréttindi eins og ferða- og málfrelsi væru skilin svo að hver sem er mætti segja hvað sem er og fara hvert sem er án þess að taka neitt tillit til annars fólks þá væru þessi réttindi lítils virði.

Þótt það sé auðvelt að sýna fram á að réttindi eins hljóti að takmarkast af réttindum annarra er öllu snúnara mál að skýra nákvæmlega hvað mönnum skuli leyfast í krafti almennra mannréttinda og hvað ekki. Það er líka umdeilt hvort réttindi manna til lífs, frelsis og eigna og önnur almenn mannréttindi skuli takmarkast af öðru en sams konar réttindum allra annarra. Þeir sem aðhyllast frjálshyggju og einstaklingshyggju vilja helst að rétti einstaklinganna séu ekki sett önnur mörk. Á móti þeim standa félagshyggjumenn sem álíta að vilji eða hagsmunir meirihlutans geti takmarkað frelsisréttindi manna þótt þau rekist ekki beinlínis á rétt annarra einstaklinga.

Höfundur

heimspekingur og kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands

Útgáfudagur

7.5.2001

Spyrjandi

Kristján Guðmundsson

Tilvísun

Atli Harðarson. „Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2001. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1569.

Atli Harðarson. (2001, 7. maí). Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1569

Atli Harðarson. „Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2001. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1569>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?
Málfrelsi leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum.

Mannréttindi eins og málfrelsi og ferðafrelsi eru yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bókstaflega hvert sem er, til dæmis megum við ekki ganga inn í annarra hús án leyfis og þótt okkur leyfist að aka hvert á land sem er megum við ekki aka á annað fólk. Réttur okkar til að ferðast frjálst um allar trissur takmarkast af rétti annarra til að hafa frið fyrir átroðningi. Á sama hátt takmarkast málfrelsið af rétti annarra til að njóta sannmælis.

Málfrelsið leyfir mér að flytja ræður um hugðarefni mín og reyna að laða til mín áheyrendur, til dæmis með því að auglýsa opinberan fyrirlestur. Þetta frelsi væri mér lítils virði ef aðrir kæmust upp með það í krafti óskoraðs málfrelsis að auglýsa að fyrirlestur minn falli niður og gætu auk þess ekið yfir mig í krafti ferðafrelsis. Ef frelsisréttindi eins og ferða- og málfrelsi væru skilin svo að hver sem er mætti segja hvað sem er og fara hvert sem er án þess að taka neitt tillit til annars fólks þá væru þessi réttindi lítils virði.

Þótt það sé auðvelt að sýna fram á að réttindi eins hljóti að takmarkast af réttindum annarra er öllu snúnara mál að skýra nákvæmlega hvað mönnum skuli leyfast í krafti almennra mannréttinda og hvað ekki. Það er líka umdeilt hvort réttindi manna til lífs, frelsis og eigna og önnur almenn mannréttindi skuli takmarkast af öðru en sams konar réttindum allra annarra. Þeir sem aðhyllast frjálshyggju og einstaklingshyggju vilja helst að rétti einstaklinganna séu ekki sett önnur mörk. Á móti þeim standa félagshyggjumenn sem álíta að vilji eða hagsmunir meirihlutans geti takmarkað frelsisréttindi manna þótt þau rekist ekki beinlínis á rétt annarra einstaklinga.

...