Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Kviksandur, kviksyndi eða sandbleyta er blanda af sandi og vatni. Hann getur hvorki myndast í kyrrstæðu vatni né haldist þar til lengdar því að þá fellur sandurinn til botns eins og við vitum, og við göngum á botninum eins og ekkert sé. Hins vegar getur kviksyndi myndast þar sem vatn sprettur upp undir sandi og hann þyrlast eða blandast því stöðugt upp í vatnið. Þetta getur einnig gerst í skemmri eða lengri tíma í straumvatni þar sem lögun botnsins veldur streymi upp á við, til dæmis í hyljum, og sandur er nógur á staðnum.

Stundum sýnist yfirborðið aðeins vera blautur sandur og þá getur kviksyndið verið sérlega varasamt. Á jökulsöndum eins og Skeiðarársandi geta menn þurft að troða brautir sem halda þá uppi farartækjum en víki menn út af brautinni eiga þeir á hættu að bíllinn sökkvi þá minnst varir.

Kviksyndi getur líka myndast í jarðskjálftum þegar skjálftabylgjan hristir upp í blautum sandi. Sandurinn getur þá farið að renna eins og vatn og aurskriður fara af stað, jafnvel í litlum halla. Mannvirki hegða sér misjafnlega við slíkar aðstæður; sum sökkva en önnur fljóta upp, samanber það sem sagt er hér á eftir um eðlismassa.

Sandkorn eru talsvert þyngri í sér en vatn og vatn með sandkornum í er þess vegna líka þyngra í sér en hreint vatn. Eðlisfræðingar segja að sandbleytan hafi meiri eðlismassa (massa á rúmmálseiningu) en venjulegt hreint vatn. Hún er að ýmsu leyti eins og vökvi sem er þyngri í sér en vatn. Dauðir hlutir sem lenda í sandbleytunni sökkva síður en í hreinu kyrrstæðu vatni, því að uppdrifs- eða flotkrafturinn er meiri í sandbleytunni. Sumir kannast kannski við að hlutir sökkva miklu síður í kvikasilfri en vatni og ástæða þess er hin sama; eðlismassi kvikasilfursins er miklu meiri en vatns.

En hreyfing hlutar er líka að öðru jöfnu hægari í þungum vökva en léttum vegna þess að henni fylgir óhjákvæmilega hreyfing vökvans og hún verður hægari eftir því sem vökvinn er þyngri. Af sömu ástæðu er erfiðara að hreyfa hlut í þungum vökva en léttum, til dæmis í sandbleytu í stað vatns. Þrýstingur á sama dýpi getur líka orðið meiri og hugsanlegt uppstreymi breytir líka aðstæðum. Þessi atriði eru okkur framandi og þess vegna getur kviksyndi verið varasamt ef menn bregðast ekki rétt við því.

Fætur manna eru ekki vel lagaðir til að ganga í kviksyndi. Ef við stígum til botns í slíkum "vökva" verður þrýstikraftur ofan á fótinn meiri en við eigum að venjast og sömuleiðis mótstaðan gegn hreyfingu. Ef við reynum að kippa fætinum snöggt upp á við myndast framandi kraftur niður á við sem getur orðið til þess að hinn fóturinn dregst lengra niður ef við gætum ekki að okkur. En ef við hreyfum okkur hægt og látum okkur jafnvel fljóta á bakinu þarf kviksyndið alls ekki að vera okkur skeinuhættara en venjulegt vatn, nema síður sé.

Sumir segja að asnar sökkvi fljótt í kviksyndi en múldýr ekki. Skýringin á því mundi vera sú að viðbrögð múldýranna séu réttari; þau halda ró sinni.

Ef hetjan í kvikmyndinni sekkur í kviksandinn þannig að hatturinn er einn eftir, þá er það sem sagt annaðhvort vegna óðagotsins sem kemur á hana eða bara af því að þetta er í bíó!

Höfundur þakkar Sveinbirni Björnssyni yfirlestur og góðar ábendingar.

Heimildir og lesefni:

Don Glass (ritstj.), 1996. How Can You Tell if a Spider is Dead? and More Moments of Science. Bloomington: Indiana University Press. Bls. 134-135.

Vísinda- og spurningavefsetur sem nefnd eru á tenglasíðu Vísindavefsins, til dæmis Britannica.com, Askme.com og Madsci.Mynd: Úr kvikmyndinni Guns of Darkness frá 1962. Af vefsetrinu: The Quicksand Page

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

7.5.2001

Spyrjandi

Sunna J. Guðnadóttir; Anna Williamsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2001. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1575.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 7. maí). Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1575

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2001. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1575>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann?
Kviksandur, kviksyndi eða sandbleyta er blanda af sandi og vatni. Hann getur hvorki myndast í kyrrstæðu vatni né haldist þar til lengdar því að þá fellur sandurinn til botns eins og við vitum, og við göngum á botninum eins og ekkert sé. Hins vegar getur kviksyndi myndast þar sem vatn sprettur upp undir sandi og hann þyrlast eða blandast því stöðugt upp í vatnið. Þetta getur einnig gerst í skemmri eða lengri tíma í straumvatni þar sem lögun botnsins veldur streymi upp á við, til dæmis í hyljum, og sandur er nógur á staðnum.

Stundum sýnist yfirborðið aðeins vera blautur sandur og þá getur kviksyndið verið sérlega varasamt. Á jökulsöndum eins og Skeiðarársandi geta menn þurft að troða brautir sem halda þá uppi farartækjum en víki menn út af brautinni eiga þeir á hættu að bíllinn sökkvi þá minnst varir.

Kviksyndi getur líka myndast í jarðskjálftum þegar skjálftabylgjan hristir upp í blautum sandi. Sandurinn getur þá farið að renna eins og vatn og aurskriður fara af stað, jafnvel í litlum halla. Mannvirki hegða sér misjafnlega við slíkar aðstæður; sum sökkva en önnur fljóta upp, samanber það sem sagt er hér á eftir um eðlismassa.

Sandkorn eru talsvert þyngri í sér en vatn og vatn með sandkornum í er þess vegna líka þyngra í sér en hreint vatn. Eðlisfræðingar segja að sandbleytan hafi meiri eðlismassa (massa á rúmmálseiningu) en venjulegt hreint vatn. Hún er að ýmsu leyti eins og vökvi sem er þyngri í sér en vatn. Dauðir hlutir sem lenda í sandbleytunni sökkva síður en í hreinu kyrrstæðu vatni, því að uppdrifs- eða flotkrafturinn er meiri í sandbleytunni. Sumir kannast kannski við að hlutir sökkva miklu síður í kvikasilfri en vatni og ástæða þess er hin sama; eðlismassi kvikasilfursins er miklu meiri en vatns.

En hreyfing hlutar er líka að öðru jöfnu hægari í þungum vökva en léttum vegna þess að henni fylgir óhjákvæmilega hreyfing vökvans og hún verður hægari eftir því sem vökvinn er þyngri. Af sömu ástæðu er erfiðara að hreyfa hlut í þungum vökva en léttum, til dæmis í sandbleytu í stað vatns. Þrýstingur á sama dýpi getur líka orðið meiri og hugsanlegt uppstreymi breytir líka aðstæðum. Þessi atriði eru okkur framandi og þess vegna getur kviksyndi verið varasamt ef menn bregðast ekki rétt við því.

Fætur manna eru ekki vel lagaðir til að ganga í kviksyndi. Ef við stígum til botns í slíkum "vökva" verður þrýstikraftur ofan á fótinn meiri en við eigum að venjast og sömuleiðis mótstaðan gegn hreyfingu. Ef við reynum að kippa fætinum snöggt upp á við myndast framandi kraftur niður á við sem getur orðið til þess að hinn fóturinn dregst lengra niður ef við gætum ekki að okkur. En ef við hreyfum okkur hægt og látum okkur jafnvel fljóta á bakinu þarf kviksyndið alls ekki að vera okkur skeinuhættara en venjulegt vatn, nema síður sé.

Sumir segja að asnar sökkvi fljótt í kviksyndi en múldýr ekki. Skýringin á því mundi vera sú að viðbrögð múldýranna séu réttari; þau halda ró sinni.

Ef hetjan í kvikmyndinni sekkur í kviksandinn þannig að hatturinn er einn eftir, þá er það sem sagt annaðhvort vegna óðagotsins sem kemur á hana eða bara af því að þetta er í bíó!

Höfundur þakkar Sveinbirni Björnssyni yfirlestur og góðar ábendingar.

Heimildir og lesefni:

Don Glass (ritstj.), 1996. How Can You Tell if a Spider is Dead? and More Moments of Science. Bloomington: Indiana University Press. Bls. 134-135.

Vísinda- og spurningavefsetur sem nefnd eru á tenglasíðu Vísindavefsins, til dæmis Britannica.com, Askme.com og Madsci.Mynd: Úr kvikmyndinni Guns of Darkness frá 1962. Af vefsetrinu: The Quicksand Page...