Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Svarið er nei; það er ekki hægt.
Þyngdarkraftur á hlut ákvarðast af massa hans og þyngdarsviðinu á staðnum. Algjört þyngdarleysi mundi þýða að allir hlutir á tilteknu svæði yrðu þyngdarlausir eða mundu haga sér eins og þyngdarsviðið væri núll. Þessu er hægt að koma á til dæmis í flugvélum tímabundið eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni: Er hægt að búa til gerviþyngdarafl eða þyngdarhermi?
Þyngdarleysi er hins vegar ekki hægt að búa til með rafsviði eða segulsviði, jafnvel þótt beitt væri ofurleiðurum í seglunum eins og spyrjandi hefur líklega í huga. Við getum að vísu tekið tiltekinn hlut sem hefur ákveðna rafhleðslu og segulvægi (sem er mælikvarði á segulkraft miðað við segulsvið) og komið hlutnum fyrir í rafsviði eða segulsviði sem við stillum þannig að heildarkrafturinn á hlutinn verður núll. Þannig gæti hluturinn virst svífa í lausu lofti án þess að snerta nokkurn annan hlut.
En þetta er hins vegar ekki þyngdarleysi samkvæmt því sem venjulega er átt við með því orði. Aðrir hlutir með annan massa og aðra rafhleðslu eða segulvægi mundu yfirleitt ekki svífa í lausu lofti við sömu aðstæður vegna þess að rafkraftur og segulkraftur ákvarðast af rafhleðslunni og segulvæginu.
Lesendum er bent á að setja orðið 'þyngd' inn í leitarvél Vísindavefsins til að kynna sér önnur svör um skyld efni.
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að búa til algjört þyngdarleysi á jörðinni með rafmagni og ofurleiðurum?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2001, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1576.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 8. maí). Er hægt að búa til algjört þyngdarleysi á jörðinni með rafmagni og ofurleiðurum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1576
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að búa til algjört þyngdarleysi á jörðinni með rafmagni og ofurleiðurum?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2001. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1576>.