Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?

Jóhanna Thelma Einarsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Þóra Másdóttir

Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskiptafærni.

Talmeinafræði er hægt að læra í Háskóla Íslands og er hún þverfræðilegt meistaranám innan Læknadeildar. Talmeinafræði er einnig hægt að læra í mörgum háskólum erlendis.

Talmeinafræðingar vinna bæði með börnum og fullorðnum með ýmis konar mál- og talraskanir.

Til að hefja nám í talmeinafræði við Háskóla Íslands þarf nemandi að hafa lokið prófi á B.A.-, B.S.-, eða B.Ed.-stigi áður en námið hefst. Auk þess eru gerðar kröfur um að nemendur hafi lokið tilteknum námskeiðum í íslenskri málfræði og sálfræði. Hægt er að lesa meira um inntökuskilyrði í talmeinafræði á vefsíðu námsbrautarinnar.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að leita sér upplýsinga um talmeinafræði í erlendum skólum þá kallast greinin 'speech and language pathology' á ensku en 'logopedics' á sænsku svo dæmi séu tekin.

Á Íslandi er talmeinafræðingur lögbundið starfsheiti. Réttur til að kalla sig talmeinafræðing og starfa sem slíkur hér á landi, er skilgreindur í reglugerð nr. 1125/2012 um menntun, réttindi og skyldur talmeinafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi. Ekki er hægt að læra til talkennara á Íslandi. Nýverið var heiti Félags talkennara og talmeinafræðinga (FTT) breytt í Félag talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ).

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað er danska og sænska orðið yfir talmeinafræði?
  • Ég var að velta því fyrir mér hvernig talmeinafræði/talkennara námið væri. Er almennt betra að taka Bachelor í talmeinafræði og byggja ofan á það masterinn eða taka Bachelor í einhverju öðru, leikskólakennara/grunnskólakennara, og byggja svo master í talmeinafræði ofan á það?

Höfundar

Jóhanna Thelma Einarsdóttir

prófessor í talmeinafræði við HÍ

talmeinafræðingur og kennari við Námsbraut í talmeinafræði við HÍ

talmeinafræðingur og kennari við Námsbraut í talmeinafræði við HÍ

Útgáfudagur

7.11.2013

Spyrjandi

Bjarnfríður Leósdóttir, Vigdís Sigvaldadóttir

Tilvísun

Jóhanna Thelma Einarsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Þóra Másdóttir. „Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2013, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=15780.

Jóhanna Thelma Einarsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Þóra Másdóttir. (2013, 7. nóvember). Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=15780

Jóhanna Thelma Einarsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Þóra Másdóttir. „Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2013. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=15780>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?
Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskiptafærni.

Talmeinafræði er hægt að læra í Háskóla Íslands og er hún þverfræðilegt meistaranám innan Læknadeildar. Talmeinafræði er einnig hægt að læra í mörgum háskólum erlendis.

Talmeinafræðingar vinna bæði með börnum og fullorðnum með ýmis konar mál- og talraskanir.

Til að hefja nám í talmeinafræði við Háskóla Íslands þarf nemandi að hafa lokið prófi á B.A.-, B.S.-, eða B.Ed.-stigi áður en námið hefst. Auk þess eru gerðar kröfur um að nemendur hafi lokið tilteknum námskeiðum í íslenskri málfræði og sálfræði. Hægt er að lesa meira um inntökuskilyrði í talmeinafræði á vefsíðu námsbrautarinnar.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að leita sér upplýsinga um talmeinafræði í erlendum skólum þá kallast greinin 'speech and language pathology' á ensku en 'logopedics' á sænsku svo dæmi séu tekin.

Á Íslandi er talmeinafræðingur lögbundið starfsheiti. Réttur til að kalla sig talmeinafræðing og starfa sem slíkur hér á landi, er skilgreindur í reglugerð nr. 1125/2012 um menntun, réttindi og skyldur talmeinafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi. Ekki er hægt að læra til talkennara á Íslandi. Nýverið var heiti Félags talkennara og talmeinafræðinga (FTT) breytt í Félag talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ).

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað er danska og sænska orðið yfir talmeinafræði?
  • Ég var að velta því fyrir mér hvernig talmeinafræði/talkennara námið væri. Er almennt betra að taka Bachelor í talmeinafræði og byggja ofan á það masterinn eða taka Bachelor í einhverju öðru, leikskólakennara/grunnskólakennara, og byggja svo master í talmeinafræði ofan á það?

...