Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Virða flugur eitthvert lögmál um lífsrými?

Gísli Már Gíslason

Upphaflega spurningin var svona:

Ég er oft á sumrin stödd á sveitabæ þar sem flugur safnast stöðugt í eldhúsið. Þótt þær séu drepnar, koma alltaf mjög fljótt aðrar í staðinn, en aðeins að vissu marki, yfirleitt aldrei fleiri en 5-6 í þetta eldhús (nema í sérstökum flugnasumrum). Flugurnar sýnast virða eitthvert lögmál um lífsrými sitt. Hvaða skýring er á þessu fyrirbæri?

Fjöldi flugna á hverjum stað ræðst í flestum tilfellum af fæðuframboði fyrir þær eða fyrir lirfurnar sem þær klekjast af. Þó er það þannig að sumar flugur, sérstaklega mýflugur (Chironomidae) safnast saman á ákveðna staði. Karlflugur stóru toppflugunnar (Chironomus islandicus) safnast til dæmis oft yfir hólum og eru þar í tugþúsundatali þegar þær sveima í mökunarflugi. Þessi hegðun þeirra er því ekki tengd fæðuöflun. Kvenflugur mývargsins (Simulium vittatum) safnast oft kringum hesta, kýr eða önnur spendýr til að sjúga blóð og geta verið þar í þúsundatali. Í því tilviki er það sem sagt fæðuframboðið sem ræður.



Mynd: Dicrotendipes thanatogratus Chironomidae and Water Beetles of Florida Web Site

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

9.5.2001

Spyrjandi

Ingibjörg Ingadóttir

Efnisorð

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Virða flugur eitthvert lögmál um lífsrými?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2001. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1584.

Gísli Már Gíslason. (2001, 9. maí). Virða flugur eitthvert lögmál um lífsrými? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1584

Gísli Már Gíslason. „Virða flugur eitthvert lögmál um lífsrými?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2001. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1584>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Virða flugur eitthvert lögmál um lífsrými?

Upphaflega spurningin var svona:

Ég er oft á sumrin stödd á sveitabæ þar sem flugur safnast stöðugt í eldhúsið. Þótt þær séu drepnar, koma alltaf mjög fljótt aðrar í staðinn, en aðeins að vissu marki, yfirleitt aldrei fleiri en 5-6 í þetta eldhús (nema í sérstökum flugnasumrum). Flugurnar sýnast virða eitthvert lögmál um lífsrými sitt. Hvaða skýring er á þessu fyrirbæri?

Fjöldi flugna á hverjum stað ræðst í flestum tilfellum af fæðuframboði fyrir þær eða fyrir lirfurnar sem þær klekjast af. Þó er það þannig að sumar flugur, sérstaklega mýflugur (Chironomidae) safnast saman á ákveðna staði. Karlflugur stóru toppflugunnar (Chironomus islandicus) safnast til dæmis oft yfir hólum og eru þar í tugþúsundatali þegar þær sveima í mökunarflugi. Þessi hegðun þeirra er því ekki tengd fæðuöflun. Kvenflugur mývargsins (Simulium vittatum) safnast oft kringum hesta, kýr eða önnur spendýr til að sjúga blóð og geta verið þar í þúsundatali. Í því tilviki er það sem sagt fæðuframboðið sem ræður.



Mynd: Dicrotendipes thanatogratus Chironomidae and Water Beetles of Florida Web Site...